Feykir


Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 4

Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 4
Meistaramót Íslands í frjálsum Tveir skagfirskir Íslandsmeistarar Um helgina kom besta frjálsíþróttafólk landsins saman á Selfossi til að berjast um meistaratitlana á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. Alls voru keppendur um 200 talsins, þar á meðal Skagfirðingarnir Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Ísak Óli Traustason. Þau Þóranna og Ísak gerðu sér lítið fyrir og unnu sínar greinar, Þóranna í hástökki kvenna er hún sveif yfir 1,72m. Á heimasíðu Tindastóls segir að þar með hafi hún sett nýtt skagfirskt héraðsmet utanhúss. Gamla metið átti hún sjálf, 1,67m, sett á Gautaborgar- leikunum 2014. Kristín Lív Svabo Jónsdóttir veitti Þórönnu harða keppni en hún stökk yfir sömu hæð en felldi oftar rána í keppninni. Ísak Óli varð Íslandsmeistari í 110m grindahlaupi karla, hljóp á 15,26sek, sem er besti tími hans í sumar. Næstur kom Árni Björn Höskuldsson FH með tímann 15,64. Mótsmetið, 14,10 sek, á Jón Arnar Magnús- son, sem hann setti árið 1998 en hann keppti fyrir UMSS. /PF Pollamót Þórs Þrymur Lávarðameistarar Um síðustu helgi fór fram á Akureyri hið geysivinsæla Pollamót Þórs þar sem kempur kvenna og karla í eldri kantinum rifja upp gamla takta í knattspyrnu. Mótið er haldið jafnhliða N1 mótinu sem KA stendur fyrir og er ætlað yngstu fótboltaiðkendum landsins. Hið fornfræga félag, Þrymur, tók þátt sem oft áður og kom sá og sigraði í Lávarðadeildinni sem ætluð er spilurum eldri en 38 ára. „Þetta var rosalega gaman. Við unnum Real Grímsey í vítaspyrnukeppni í úrslitunum. Þetta var sætur sigur og ekki síst vegna þess að að við vorum með hálf vængbrotið lið, markmannslausir og upptekna pabba á N1 mótinu,“ sagði Óli Viðar Andrésson er Feykir hafði samband við hann í gær. /PF Gullfallegir drengir í Þrymsbúningum og sigurvegarar Lávarðadeildarinnar. MYND: ÖGMUNDUR ARNARSON ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Tvö töp hjá Tindastóli 2. deild karla Eftir ágætt gengi seinni partinn í júní hófu Tinda- stólsmenn júlímánuð með því að lúta tvívegis í gras. Fyrst kom tap á Húsavík og síðan skelltu sprækir Seyðfirðingar Stólunum sl. laugardag. Völsungur-Tindastóll 2-1 Lið Húsvíkinga og Tindastóls voru á svipuðum slóðum í deildinni fyrir leik. Kenny Hogg náði forystunni fyrir Tindastól á 41. mínútu en heimamenn jöfnuðu skömmu síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik var síðan Brentton Muhammad, markvörður Tindastóls, rek- inn af velli og voru Stólarnir ekki sáttir við þá ákvörðun dómarans. Þar sem Brentton er eini markvörður liðsins þessa dagana þá fór varnar- jaxlinn Ísak Sigurjónsson í markið. Hann hafði ekki staðið þar lengi þegar heima- menn gerðu sigurmark leiks- ins. Tindastóll-Huginn 0-1 Þegar Seyðfirðingar komu í heimsókn vantaði Brentton í markið og Benni var sömu- leiðis meiddur. Gísli Eyland Sveinsson bjargaði Stólunum enn einu sinni fyrir horn með því að taka hanskana af hill- unni. Hann kom þó engum vörnum við þegar Blazo Lalevic skoraði með hörku- skoti á 33. mínútu. Lið Hugins var sterkara í fyrri hálfleik en í þeim síðari voru Tindastóls- menn meira með boltann en sköpuðu sér fá marktækifæri. Að lokinni fyrri umferð 2. deildar eru Stólarnir í tíunda sæti en tólf lið eru í deildinni. Næstu leikir eru hér heima gegn botnliðum Sindra og Fjarðarbyggðar. /ÓAB Kvennaboltinn Fyrsti sigurinn í 1. deildinni loksins í höfn Kvennalið Tindastóls lék sl. föstudag við lið ÍR í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Þrátt fyrir fína frammistöðu í bikarnum þá hafði stelpunum ekki tekist að ná sigri í 1. deildinni og fyrir leikinn var liðið aðeins með eitt stig að loknum átta leikjum. Það var því vel fagnað í leikslok þegar fyrsti sigur sumarsins varð staðreynd eftir dramatískan hörkuleik gegn Breiðhylt- ingum. Lokatölur 3-2. Stelpurnar léku svo gegn Keflavík sl. mánudag syðra og var um hörkuleik að ræða. Eva Banton kom Stólunum yfir á 18. mínútu en sú staða varði ekki lengi því Anita Lind Daníelsdóttir jafnaði metin aðeins mínútu síðar. Aníta var ekki alveg hætt því undir lok leiksins kom hún heimastúlkum yfir og þar við sat. Naumt tap gegn sterkum Keflavíkurstúlk- um. Tindastóll situr á botninum ásamt Víkingi Ólafsvík með fjögur stig en á toppnum trónir Þróttur Reykjavík með 18 stig. Lið Tindastóls hefur verið að ná betur og betur saman eftir því sem hefur liðið á sumarið. Aðeins tveir leikir hafa tapast stórt; fyrsti leikurinn gegn ÍA fór 6-0, þar sem erlendir leik- menn liðsins voru ekki komnir með leikheimild, og síðar hafði Selfoss betur 1-4. Aðrir tapleikir hafa tapast með einu marki. /PF & ÓAB Mynd: Fernando Bethencourt Muñoz. MYND ÚR EINKASAFNI. Þrír Stólar í æfingahóp Körfuboltalandsliðið Craig Pedersen, þjálfari landsliðs karla, og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið og boðað 24 leikmenn sem munu mæta til æfinga þann 20. júlí þegar æfingar hjá landsliðinu hefjast. Þrír af þeim verða leikmenn Tindastóls næsta tímabil; þeir Axel Kárason, Sigtryggur Arnar Björnsson og Pétur Rúnar Birgisson. Á vef KKÍ segir að hópurinn verði minnk- aður fljótlega niður í hóp 14 til 15 leikmanna sem æfir saman í sumar og úr honum verður svo valið endanlegt tólf manna lið sem heldur út til Finnlands á lokamót EM, EuroBasket 2017. Landsliðið mun undirbúa sig fyrir EM með æfingaleikjum gegn Belgíu hér heima 27. og 29. júlí og fara í tvær æfingaferðir fyrir EM. /PF 4. deildin í knattspyrnu Allt á uppleið Fjórðudeildar liðin á Norður- landi vestra, Drangey og Kormákur/Hvöt eru á sigur- braut í 4. deildinni en þau léku bæði um síðustu helgi. Kormákur/Hvöt fékk Úlfana í heimsókn á laugar- deginum og endaði leikurinn 4-2 fyrir heimamenn. Skagfirð- ingarnir Arnar Skúli, Arnar Ingi og Árni Einar Adolfsson voru drjúgir og skoruðu mörk Kormáks/Hvatar. Gunnar Axel Böðvarsson og Steinar Haralds- son voru markaskorarar gest- anna. Drangey fékk Álafoss í heimsókn sl. sunnudag og fór sá leikur 3-2 fyrir heimamenn. Markaskorarar leiksins voru þeir Guðni Þór Einarsson, Jóhann Daði Gíslason og Ágúst Friðjónsson fyrir Drangey og Patrekur Helgason og Haf- steinn Freyr Ómarsson fyrir gestina. Drangey situr í 6. sæti D riðils en Kormákur/Hvöt í 5. sæti C riðils. /PF 4 27/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.