Feykir


Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 10

Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 10
Farandsýning á förum í lok mánaðarins Kona á skjön – um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi Í Gamla barnaskólanum að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki stendur nú yfir sýningin Kona á skjön, um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi. Á sýningunni er rithöfundarferli Guðrúnar gerð skil en bækur hennar áttu miklum vin- sældum að fagna meðal þjóðarinnar á þeim tíma sem þær komu út, á árunum frá 1946 og til 1973. Nú í seinni tíð hefur áhuginn á verkum hennar glæðst að nýju og nú hefur þekktasta verk hennar, Dalalíf, verið gefið út í fjórða skiptið. Það eru þær Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Marín Guðrún Hrafnsdóttir, langömmubarn Guðrúnar, sem hafa veg og vanda af sýningunni. Blaðamaður leit við á sýningunni á dögunum og hitti þær stöllur að máli. Þær eru hæst-ánægðar með viðtökurnar sem sýningin hefur fengið og segja aðsóknina hafa verið mjög góða. Sýningin er borin uppi af lesmáli á spjöldum og hefur hvert spjald yfirskrift sem sótt er í verk Guðrúnar; kaflaheiti úr sögum hennar eða bókaheiti. Þær segja að þannig finnist þeim Guðrún hafa búið til sýninguna með þeim og andi sagnanna og orðfæri Guð-rúnar skili sér til sýningargesta. Þar er einnig að finna talsvert af ljósmyndum af Guðrúnu og einnig nokkra persónulega muni sem tilheyrðu henni. Má þar nefna sálmabók sem hún átti og gömlu sauðskinnsskóna hennar. Ennfremur nokkur sendibréf og handskrifaðar stílabækur sem geyma handrit að síðustu skáldsögu Guðrúnar, Utan frá sjó, en það er eina handritið sem varðveist hefur. Gömul myndbrot og viðtöl frá sjónvarpinu eru sýnd á gömlum sjónvarpsskjá og ýmsir gamlir munir sem ekki tengjast Guðrúnu beint hjálpa til við að skapa stemningu þess tíma er Guðrún skrifar um í sögum sínum, bændasamfélagið á fyrri hluta síðustu aldar. Guðrún fæddist árið 1887 í Fljótum í Skagafirði og ólst þar upp í mikilli fátækt. Hún giftist tuttugu og þriggja ára gömul og eignaðist þrjú börn. Eiginmaður hennar var smiður og fór mikið að heiman til vinnu svo Guðrún var oft ein með börn og bú og hafði lítinn tíma til að sinna hugðarefni sínu, ritstörfunum. Engu að síður var hvert bréfsnifsi á heimilinu útskrifað en því hélt hún leyndu og faldi þegar gesti bar að garði. Samt sem áður má hugsa sér að mikil fjarvera eiginmannsins hafi einmitt orðið til þess að hún hafi frekar nýtt lausar stundir til skrifta en hefði hann verið heima að staðaldri. Það var svo ekki fyrr en Guðrún flutti á Sauðárkrók árið 1939 að hún fékk tíma til að skrifa og kom fyrsta bók hennar, fyrsta bindi Dalalífs, út árið 1946. Eftir það fylgdi hver bókin á fætur annarri og tóku lesendur henni opnum örmum. Hið sama varð ekki sagt um bókmenntaelítuna sem flokkaði bækur Guðrúnar með erlendu reifara- rusli og afþreyingarbókum. En Guðrún náði til lesenda með sínu alþýðlega málfari og má á vissan hátt segja að hún hafi verið Arnaldur og Yrsa þess tíma þar sem bækur hennar komu út nánast á hverju ári á tímabili. Kona á skjön er opin daglega kl. 13 -17 út júlímánuð og er aðgangur ókeypis. Hún er hugsuð sem farandsýning og hafa þær Kristín og Marín hug á að flytja hana suður yfir heiðar ef hentugt húsnæði býðst. Því væru allar ábend- ingar um slíkt vel þegnar. Vilja þær stöllur koma á framfæri bestu þökkum fyrir viðtökurnar og ekki hvað síst til allra þeirra sem gerðu sýning- una að veruleika með styrkjum og annarri aðstoð, t.d. við öflun efnis og muna. Þá eru ótaldar þær fjölmörgu ágætu konur sem hafa lagt þeim lið með því að sitja yfir á sýningunni og taka á móti gestum. Enn á eftir að manna nokkrar laufléttar og skemmtilegar vaktir og ef einhver vill leggja verkefninu lið er um að gera að hafa samband við Kristínu og Marín. Þá má benda áhuga- sömum á að Facebooksíðuna Guðrún frá Lundi. Marín og Kristín við uppsetningu sýningarinar. MYNDIR: ÓAB Við óskum Blönduósingum gleðilegrar Húnavöku Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut Sími 455 6000 www.skagafjordur.is Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga | Sími 455 9200 www.tengillehf.is Flúðabakka 2 Blönduósi Sími 452 4385 www.lyfja.is Blöndustöð www.landsvirkjun.is Ægisbraut 1 Blönduósi Sími 452 4272 www.prima.is Meira í leiðinni Árbraut 31 Blönduósi Sími 452 4030 Árbraut 29 Blönduósi Sími 452 4067 www.textile.is/ Skrifstofa Túnbraut 1-3 | Sími: 455 2700 | skagastrond@skagastrond.is Sveitarfélagið Skagaströnd Húnabraut 13, 540 Blönduósi Sími 452 4321 www.hunabokhald.is Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.isOddagötu 18 545 Skagaströnd Sími 452 2958 www.n1.is www.sjova.is SAMANTEKT Fríða Eyjólfsdóttir 10 27/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.