Feykir - 26.07.2017, Page 8
AKO B140
Rafhlöðustöð
9/12V
AKO B240 MULTI
Rafhlöðustöð
9/12/230V
AKO S180
Sólarafhlöðustöð
12V,7Ah / 230V
AKO S550
Sólarafhlöðustöð
12V,12Ah / 230V
AKO N5000
Rafmagnsstöð
230V
AKO Randbeitarþráður
Ω/m 0,11
AKO Þurrrafhlaða
9V, 130Ah
AKO Randbeitarborði
Ω/m 0,467
AKO Teygjuhlið
4,5-9m
AKO Þráðspóla
Með Gír
Heilir og sælir lesendur góðir.
Byrjum þáttinn að þessu sinni með fallegum
kvöldvísum eftir Magnús J. Jóhannsson.
Yfir voga blíður blær
blæju togar gára.
Geislum logar svalur sær
sandi að rogast bára.
Döggin mjúka leggst í laut
lindir strjúka bakka.
Ferðasjúkur þeyr ei þaut
þá um hnjúk og klakka.
Svanir vogum synda á
sig í bogum hneigja.
Aldan sogast hleinum hjá
hún er og að deyja.
Kemur ótta hljóð og hlý
húmið fljótt að skundar.
Sína nóttin sveipar í
svæfla, rótt allt blundar.
Tvær vísur koma hér í viðbót eftir Magnús.
Munu þær ortar þegar fréttist af garpinum
Hannibal að störfum á býli sínu Selárdal.
Situr nú í Selárdal
síst þó elski friðinn.
Hafið þið séð Hannibal
höggva rekaviðinn?
Þegar lundin gerist grá
- gleymdur krata bubbum,
skaðræðis hann skeytir þá
skapi á viðarkubbum.
Valdimar Lárusson horfir til baka yfir
lífshlaupið og yrkir svo:
Löngum kátt ég lék og dátt
lífs að sáttaboðum.
Nú er fátt um fínan drátt
fækkar máttarstoðum.
Óðs af staupi oft ég saup
orðaskaupið hressti geðið.
Annars hlaup og engin kaup
aðeins raup þá skást var kveðið.
Að lokum þessi góði sannleikur eftir
Valdimar:
Þegar bjátar eitthvað á
eða lengist vaka,
gaman er að geta þá
gripið til þín staka.
Það er Stefán Stefánsson frá Móskógum sem
er höfundur að þessari:
Margt ég prófað misjafnt hef
en mestan halla gerði,
er hamingjunnar hlutabréf
hröpuðu úr öllu verði.
Falleg er þessi vísa Stefáns:
Þeim ég sýni vinarvott
sem vel ég þekki.
Og vildi öllum gera gott
en get það ekki.
Um sættir ónefndra hjóna að kvöldi dags,
mun Stefán hafa ort svo:
Vísnaþáttur 693 Nú hefur storminn loksins lægtljúfur saminn friður.
Yfirsængin hægt og hægt
hreyfist upp og niður.
Var það ekki sá kunni ljóðasmiður, Steinn
Steinarr, sem orti þessa gamalkunnu vísu:
Margt er það sem milli ber
mikinn þótt ég rói.
Ekki má ég unna þér
álfakroppurinn mjói.
Minnir að það hafi verið Egill Jónasson sem
orti einhverju sinni svo:
Áður rann Laxá hrein í haf
við hrifningu Þingeyinga.
Nú lyppast hún áfram lituð af
leirburði Mývetninga.
Kristján Ólason, sem var skrifstofumaður á
Húsavík, var talinn afbragðs hagyrðingur á
sinni tíð. Þessi mun vera eftir hann:
Minninga að ganga garð
gleður okkur flesta,
en oft er það sem aldrei varð
eftirsjáin mesta.
Um fljótfæran samferðamann varð þessi til:
Þegar hann er fallinn frá
fólkið ber í minni,
viðbrögð snögg og oftast á
undan hugsuninni.
Þá held ég að þessi þjóðkunna vísa sé einnig
eftir Kristján:
Þetta finn ég – því er ver
það er sinni og skinni
þraut, að kynnast sjálfum sér
sífellt minni og minni.
Ein ágæt vorvísa rifjast upp í viðbót eftir
Kristján.
Sólin yljar mó og mel
mönnum léttir sporin.
Svellin gráta sig í hel
- sárt er að deyja á vorin.
Það er Jakob Jónsson, áður bóndi á Varma-
læk í Borgarfirði, sem er höfundur að næstu
vísu.
Við eigum stöku og stuðluð ljóð
sterk í formi og línum.
Það sem engin önnur þjóð
á í fórum sínum.
Gott að leita þá til Jakobs með lokavísuna.
Þegar sál mín frá þér flyst
fóstran aldna og góða,
kýs ég helst að hljóta vist
í heimi söngs og ljóða.
Veriði þar með sæl að sinni.
/ Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is 30
ára
8 29/2017