Feykir


Feykir - 26.07.2017, Síða 10

Feykir - 26.07.2017, Síða 10
Framkvæmdir senn að hefjast við Aðalgötu 21-21a Hjallur verður bæjarprýði Sveitarfélagið Skagafjörður og Kaupfélag Skagfirðinga gerðu fyrr á árinu makaskiptasamning á húnunum við Aðalgötu 16 b annars vegar og 21-21a hins vegar. Við Aðalgötu 16 b hefur Minja- húsið verið starfrækt til margra ára en mun færast á hinn nýja stað, utar í götunni, að undan- gengnum viðgerðum hússins. Feykir hafði samband við Ingvar Pál Ingvarsson, tæknifræðing hjá sveitarfélaginu, og forvitnaðist um framkvæmdir við Aðalgötu 21-21a sem standa fyrir dyrum. Tvær gamlar myndir sem sýna byggingu Kaupfélagsins frá sitthvorum tímanum. . MYNDIR: LJÓSMYNDASAFN HÉRAÐSSKJALASAFNS SKAGFIRÐINGA. Fyrirhugað er að taka húsið undir safnatengda starfsemi, sýningarhald og eða móttöku ferðamanna en sú starfsemi er í mótun hjá sveitarfélaginu. Ingvar Páll segir að í stuttu máli verði farið í að endurbæta húsið að utan og koma útliti þess sem næst því sem það var upphaflega. Að einangra og klæða veggi að utan með múr, einangra og pappaleggja þak, endurgera gamla glugga og setja nýjar hurðir í viðeigandi stíl. Þá verður lóð hellulögð. Syðsti hlutinn sem hýsti starfsemi Iðju var lagfærður skömmu fyrir síðustu aldamót og er ástand þess hluta í mun betra ástandi og verður þar minna gert en í mið- og norðurhluta. Innan húss verður fjarlægð gömul torf- einangrun úr þaki og nokkrir léttir veggir einnig fjarlægðir. Teikningar og heimildavinna eru unnin af Stoð. Í greinargerð segir um húsið að það hafi verið byggt á árunum 1934-1935 til að hýsa mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga. Það starfaði þó ekki nema í 16 ár í húsinu því nýtt samlag við Skagfirðingabrautina var tekið í notkun árið 1951. Síðan þá hefur ýmis starf- semi verið í húsinu, m.a. fóðurblandan til margra ára en síðustu ár hefur það hýst geymslur og trésmíðaaðstöðu. Frá síðust aldamótum fram til ársins 2015 var Iðjan, vernd- aður vinnustaður, í suðurhluta hússins. Húsið er almennt í slæmu ástandi í dag, fyrir utan suðurhluta þess, og ljóst er að miklar viðgerðir bíða iðnaðarmanna. Meðal þess sem gera þarf er að gera við lausa steypu á útveggjum, einangra þá, múrklæða og mála, brjóta niður steyptan þakkant og steypa nýjan í staðinn, hreinsa og laga þakplötu og klæða með tvöföldum tjörupappa. Þá þarf að endurýja glugga og hurðir svo eitthvað sé nefnt. Margt annað væri hægt að tína til en þetta er það helsta ásamt því að lóð og umhverfi verður gert snyrtilegt. Enginn efi er hjá undirrit- uðum að þessi framkvæmd mun verða til mikillar prýði fyrir Sauðárkrók og sérstaklega góð fyrir gamla bæinn sem gæti orðið hjarta bæjarins að nýju í komandi framtíð. SAMANTEKT Páll Friðriksson Húsið við Aðalgötu 21 má muna fífil sinn fegurri. MYND: PF KAUPFÉLAG VESTUR HÚNVETNINGA Strandgötu 1 Hvammstanga Sími 455 2300 Við óskum íbúum í húnaþingi vestra til hamingju með eld í húnaþingi Túnbraut 1-3 Skagaströnd Sími 455 2700 www.skagastrond.is Hvammstangabraut 5 Hvammstanga Sími 455 2400 www.hunathing.is Hnjúkabyggð 33 Blönduósi Sími 455 4700 www.blonduos.is Skagfirðingabraut 17-21 550 Sauðárkróki Sími 455 6000 BLÖNDUÓSBÆR Höfðabraut 6 Hvammstanga Sími 455 2500 www.hagsaeld.is www.gamar.is Glerárgötu 34 Akureyri www.stefna.is www.skolabudir.is Aðalgötu 21 550 Sauðárkrókur Sími 453 5050 www.landsvirkjun.is Sauðárkróki Blönduósi Hvammstanga Sími 455 9200 www.tengillehf.is www.landsbankinn.is Garðavegi 29 530 Hvammstanga Sími 451 2440 VERKFRÆÐISTOFA Efstubraut 2 Blönduósi Sími 452 7100 10 29/2017

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.