Feykir


Feykir - 27.08.2017, Page 2

Feykir - 27.08.2017, Page 2
Pólitíkin er skrítin tík eins og allir vita og oft á tíðum harður húsbóndi. Það hefur farið framhjá fáum að kosið verður til Alþingis innan tíðar þar sem síðasta ríkisstjórn hélt ekki út. Við vitum að Björt framtíð sleit samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn og það á hæpnum forsendum að mínu mati. Ég er sammála þeim sem álíta að betur hefði mátt ræða málin áður en þessi ákvörðun var tekin. Tilkynning Bjartrar framtíðar var á þessa leið: Stjórn Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benedikts- sonar. Ástæða slitanna er alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. Á tímum gegnsæis og upplýsinga er ekki meira sagt í þeirri tilkynningu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði eins manns meirihluta á Alþingi, 32 þingmenn af 63 og taldi þingflokkur Bjartrar framtíðar fjóra menn. Það voru sem sagt fjórir menn sem sem réðu því að við kjósum til Alþingis á ný eftir innan við árs samstarf flokkanna þriggja. Og bitbeinið var ekki ágreiningur um fjárlög, landbúnað, vanefndir vegna heilbrigðiskerfisins eða lélegs viðhalds á þjóðvegum landsins. Nei, það var trúnaðarbrestur vegna máls, vissulega leiðindamáls, þar sem faðir forsætisráðherra skrifar upp á beiðni dæmds barnaníðings sem óskar eftir að fá uppreist æru samkvæmt lögum. Er það mál sem ætti að setja ríkisstjórnarsamstarf upp á sker? Ekki að mínu mati. Það er vissulega gott sem boðað hefur verið að farið verði í það að laga lög um uppreist æru. Þau eru barn síns tíma. Oft sjáum við háværa pólitíska umræðu komna á villigötur, sérstaklega á vefmiðlunum, í kommenta- kerfum og á Facebook. Góður þingmaður getur hlustað og lesið það sem þar er án þess að láta það stjórna sér í sífellu. Sá sem lætur stjórnast af dægurmálaþrasi er í vindinum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Páll Friðriksson, ritstjóri. LEIÐARI Og enn er kosið Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Nemendur fá spjaldtölvur Rafiðnadeild FNV Í síðustu viku komu þau Bára Halldórsdóttir, frá fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og Ásbjörn Jóhannesson, framkvæmdastjóri SART, færandi hendi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda nemendum á fyrsta ári í grunndeildar rafiðna spjaldtölvur til eignar en Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins og Rafiðnaðarskólinn sjá um að allir nemendur þeirra skóla sem kenna rafiðnir eignist slík tæki. „Námsefnið sem notað er við kennslu í rafiðnum er að stórum hluta til á miðlægum grunni sem kallað er Rafbók. Fræðsluskrifstofan heldur utan um þessa síðu og þarna hefur verið safnað saman námsefni, bæði nýju og gömlu og eins er þetta lifandi síða þar sem koma inn kennslumyndbönd og fleira ítarefni. Með þessu móti ættu nemendur að vera að fást við svipaða hluti, sama í hvaða skóla þeir eru,“ segir Garðar Jónsson, deildarstjóri rafiðna- og bílgreinadeildar FNV. Alls stunda 18 nemendur rafiðn í skólanum, tíu á fyrsta ári og átta á öðru. „Ég vil koma á framfæri þökkum til þeirra sem gáfu, og sérstaklega Fræðsluskrifstofunnar sem hefur gert virkilega góða hluti með rafbókinni og heldur kennurum við efnið. Auk þess að hafa síðuna lifandi og námsefni sem hæfir þeim hlutum sem iðnin þarf að takast á við í dag. Aðkoma þeirra að náminu hefur breytt því að stórum hluta til hins betra og gerir okkur kennurum fært að búa nemendur betur undir sveinspróf og áframhaldandi nám,“ segir Garðar. /PF Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var allgóður eða 1.031.332 kíló alls. 17 skip og bátar lönduðu á Skagaströnd rúmlega 563 tonnum, 13 skip og bátar komu með rúmlega 421.514 kíló til Sauðárkróks og þrír bátar lönduðu tæpum 37 tonnum á Hofsósi. Þá landaði einn bátur á Hvammstanga tæpum 10 tonnum./FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 17. – 23. september 2017 Góð veiði í liðinni viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Arnar HU 1 Botnvarpa 368.568 Auður HU 94 Handfæri 5.499 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.598 Daðey GK 777 Línutrekt 26.110 Dúddi Gísla GK 48 Lína 18.471 Hafrún HU 12 Dragnót 14.678 Hafdís HU 85 Handfæri 4.323 Húni HU 62 Handfæri 2.384 Kambur HU 24 Handfæri 2.615 Kári SH 78 Landbeitt lína 17.593 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 40.651 Maggi Jóns HU 70 Handfæri 1.753 Magnús HU 23 Handfæri 2.028 Mýrarfell SU 136 Handfæri 6.871 Onni HU 36 Dragnót 21.397 Særif SH 25 Landbeitt lína 27.589 Sæunn HU 30 Handfæri 1.052 Alls á Skagaströnd 563.180 Kosið um fjögur efstu sætin Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi boðar til auka kjördæmisþings sunnudaginn 1. október þar sem gengið verður frá framboðslistanum fyrir alþingiskosningar 2017. Fundað verður á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit. Á kjördæmisþingi verður haldinn kjörfundur þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti framboðslistans, sbr. samþykkt á kjördæmisþingi sl. laugardag. Jafnframt verður lögð fram tillaga uppstillingarnefndar um þau sæti á framboðslistanum sem ekki er kosið um. /PF SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 11.153 Dalborg EA 317 Handfæri 870 Fannar SK 11 Handfæri 2.262 Fjölnir GK 157 Lína 96.245 Gammur SK 12 Þorskfiskinet 1.461 Hafborg SK 54 Þorskfiskinet 3.571 Hafey SK 10 Handfæri 1.479 Klakkur SK 5 Botnvarpa 100.275 Málmey SK 1 Botnvarpa 119.982 Már SK 90 Handfæri 471 Óskar SK 13 Handfæri 1.239 Sighvatur GK 57 Lína 81.243 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 1.263 Alls á Sauðárkróki 421.514 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 2.473 Þorgrímur SK 27 Landbeitt lína 2.186 Þorleifur EA 88 Dragnót 31.995 Alls á Hofsósi 36.654 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 9.984 Alls á Hvammstanga 9.984 2 36/2017

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.