Feykir


Feykir - 27.08.2017, Blaðsíða 3

Feykir - 27.08.2017, Blaðsíða 3
Himinn opinn á Hofsósi Belgísk kvikmynd sýnd í Höfðaborg Fyrir rúmu ári síðan komu hingað til Íslands, meðal annars í Skagafjörð, tveir ungir kvikmyndagerðarmenn frá Belgíu, þeir Clyde Gates og Gabriel Sanson. Tilgangur fararinnar var að taka upp kvikmynd en hugmyndin að handritinu kviknaði þegar þeir heyrðu söguna af Fjalla- Eyvindi. Í myndinni segir frá samfélagi þar sem miklar hörmungar hafa átt sér stað. Ung kona virðist haldin undarlegum sjúkdómi sem deyðir öll dýr og plöntur sem hún kemst í snertingu við. Aðrir íbúar samfélagsins óttast um öryggi sitt og gera hana útlæga en ungur fjárhirðir býðst til að fylgja henni aftur til síns heima. Sagan fjallar um ferðalag þeirra þangað og sambandið sem myndast milli þeirra. Þeir félagar, Clyde og Gabriel, leituðu til heimamanna á Hofsósi og nágrenni og fengu þá til að taka að sér hlutverk í myndinni, auk þess sem þeir óskuðu eftir nokkrum kindum og einni kú í hlutverk. Tvímenningarnir eru afskap- lega þakklátir þeim sem lögðu þeim lið og segja undirtektirnar hafa verið ótrúlega góðar. Og nú eru þeir væntanlegir aftur í Skagafjörðinn og ætla að sýna stuttmynd sína, sem hlotið hefur nafnið Himinn opinn, í Höfðaborg á Hofsósi á fimmtudagskvöldið kemur, 28. september kl 21:00. „Þangað eru allir hjartanlega velkomnir og að sjálfsögðu er frítt inn,“ segja þeir félagarnir. Myndin var sýnd á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum í byrjun september og verður hún einnig á dagskrá RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðar- innar í Reykjavík, sem hefst nú í lok mánaðarins. Fyrir þá sem ekki komast í Höfðaborg er hægt að skella sér í bíó í Reykjavík en upplýsingar er að finna á https://riff.is/movies/ himinn-opinn. /FE Þorbjörn Steingrímsson í Sandfelli fer með hlutverk í myndinni. Mynd: Clyde Gates. Tinna Björk Arnardóttir verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Mynd: Skjáskot úr Föstudagsþætti N4. Ný heimasíða í notkun Blönduósbær Blönduósbær hefur tekið í notkun nýja heimasíðu með það að markmiði að gera upplýs- ingar aðgengilegri og miðla þannig betri upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins og ann- arra áhugasamra, eins og segir í tilkynningu á hinni nýju síðu. Þar segir að vefsíðan verði í stöðugri þróun og séu flestar uppl-ýsingar sem voru á eldri vefsíðunni nú komnar inn á nýju síðuna en smátt og smátt verði þær upp-færðar og það lagað sem betur má fara. Einnig eru þeir sem hafa góðar hugmyndir og ábendingar varðandi heimasíðuna hvattir til að hafa samband á netfangið katrin@ blonduos.is. /FE Verum snjöll verZlum heima Þannig sýnum við ábyrgð og höfum áhrif til hins betra N ÝPR EN T Tinna Björk ráðin verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands Tinna Björk Arnardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Sauðárkróki. Á heimasíðu Nmi.is segir að hennar sérþekking sé alþjóða- viðskipti, frumkvöðlastyrkir, fyrirtækja- og hugmyndaþróun, handleiðsla, námskeið, nýsköp- un og frumkvöðlar, og stuðn- ingsverkefni. Sjónvarpsstöðin N4 tók viðtal við Tinnu Björk í Föstudagsþættinum sem hægt er að finna á Feyki.is. Þar ræðir Karl Eskil Pálsson við Tinnu Björk sem búin er að koma sér fyrir á Króknum. Hún starfar fyrir Impru sem er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og fyrirtæki en hennar starfssvæði er aðallega Norðurland vestra þó landið allt sé undir. /PF FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI 9. og 10. okt. Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir 23. til 26. okt. Bjarki Karlsson, bæklunarskurðlæknir 23. og 24. okt. Haraldur Hauksson, alm./æðaskurðlæknir Sérfræðikomur í október: Timapantanir í síma 455 4022. 36/2017 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.