Feykir


Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 3
Sérfræðikomur í janúar 2018 www.hsn.is 3. JAN. Sigurður Albertsson alm.skurðlæknir 12. JAN. Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir 17. JAN. Valur Þór Marteinsson þvagfæraskurðlæknir 22. OG 23. JAN. Haraldur Hauksson alm./æðaskurðlæknir 31. JAN. Bjarki Karlsson bæklunarskurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4022. Þrjár heppnar dregnar út Jólakrossgáta Feykis Það var ekkert verið að hugsa um kynjahalla né kvóta þegar dregið var úr innsendum lausnum í jólakrossgátu Feykis í gær. Þar fékk kvenfólkið öll verðlaunin þrenn. Kristín Jósefsdóttir, Ásbjarn- arstöðum Húnaþingi, fær eina nótt í tveggja manna herbergi á Puffins Palace Guesthouse á Sauðárkróki. Strigaprent frá Nýprenti kemur í hlut Elin- borgar Hilmarsdóttur á Hrauni í Sléttuhlíð og bókin Litagleði fer í hendur Fanneyjar Magnús- dóttur, Eyvindarstöðum í Blöndudal. Feykir þakkar öllum þeim sem tóku þátt og óskar vinn- ingshöfum til hamingju. /PF Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti er Maður ársins 2017 á Norðurlandi vestra Aðalatriðið að vera nógu léttlyndur og jákvæður Eins og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins og bárust blaðinu fimm tilnefningar. Niðurstaðan var afgerandi og var það Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti sem hampaði titlinum að þessu sinni. Í tilnefningu sem blaðinu barst segir: „Hann heldur lífsgleðinni og kraftinum hvernig sem allt er. Það er það sem ég dáist að og við ættum að hafa til fyrirmyndar,“ en jákvæðni Pálma í baráttu hans við krabbamein undanfarin ár hefur vakið athygli fólks. Pálmi er er uppalinn í Garðakoti í Hjaltadal þar sem hann átti heima í 60 ár, frá fæðingu og þar til hann flutti á Sauðárkrók fyrir sléttu ári síðan, um jólin árið 2016. Pálmi tók við búskapnum í Garðakoti af foreldrum sínum árið 1978 ásamt konu sinni, Ásu Sigurrós Jakobsdóttur. Þar ráku þau blandaðan búskap með ær og kýr til ársins 1985 þegar þau fóru alfarið yfir í kúabúskap og byggðu þar róbótafjós sem tekið var í notkun 2007 og var með fyrstu nýbyggingum sinnar tegundar í firðinum. Jakob, sonur þeirra hjóna, tók við búinu í Garðakoti ásamt konu sinni. Pálmi og Ása eiga fjögur börn og eru barnabörnin orðin átta talsins. Árið 2012 greindist Pálmi með ristilkrabba- mein og var skorinn upp við því þann 30. júní það ár en meinið dreifði sér svo í eitla og lungu. Pálmi fór svo í Proton geislameðferð í Þýska- landi þar sem hann náði góðum bata og hefur meinið ekki tekið sig upp aftur á þeim stöðum sem þá voru meðhöndlaðir. Einn eitill varð þó eftir eða sýktist eftir á og nú í október fór Pálmi í annað sinn til Þýskalands. Pálmi hefur alltaf tekið veikindum sínum á sérlega jákvæðan hátt. „Ég hef alltaf gert það, ég hef aldrei pælt í því að ég væri með krabba, ekki hugsað út í það, ég er alltof kærulaus til þess. Þetta er bara verkefni, að vera bara nógu léttlyndur og jákvæður, það er númer eitt tvö og þrjú, ég er alveg klár á því,“ segir Pálmi sem alltaf hefur verið glaðlyndur og er bjartsýnn að eðlisfari. „Ég vil koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem hugsuðu til mín og fyrir hvað allir hafa sýnt mér mikinn hlýhug og hjálpsemi,“ segir Pálmi. „Maður getur eiginlega ekki lýst því. Þessi samstaða meðal fólksins, vina og ættingja og hvað þetta er rosastór vinahópur sem er svo sem ekki sjálfgefið,“ segir Pálmi að lokum. /FE Maður ársins, Pálmi Ragnarsson ásamt konu sinni, Ásu Sigurrós Jakobsdóttur. MYND: FE Eva Pandora nýr starfsmaður Þróunarsvið Byggðastofnunar Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í október síðastliðnum og bárust alls 29 umsóknir, 10 frá konum og 19 frá körlum. Á heimasíðu Byggðastofnunar segir að Eva, sem er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, sé að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Hás- kóla Íslands og er langt komin með MA nám í menningar- stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Þá hefur hún einnig lokið starfsnámi hjá Höfuð- borgarstofu í viðburðastjórnun. Eva Pandora hefur, þrátt fyrir ungan aldur, fjölbreytta starfs- reynslu. Meðal annars sat hún á Alþingi fyrir Pírata fyrir Norðvesturkjördæmi 2016-2017 og átti þar sæti í atvinnu- veganefnd og efnahags- og við- skiptanefnd. Þar áður starfaði hún m.a. hjá Iceland Travel þar sem hún bar ábyrgð á mót- töku erlendra ferðamannahópa frá föstum við- skiptavinum. Hún hefur einnig starfað við reikn- ingsskil og endur- skoðun hjá KPMG og Sveitar- félaginu Skagafirði. Meginverkefni Evu verða við verkefnið brothættar byggðir auk umsjónar með landsskrif- stofu Norræna Atlantssamstarfs- ins (NORA) sem er á hendi Byggðastofnunar. Hún hóf störf 2. janúar síðastliðinn. /PF Tillögur um framtíðarskipan Skólamál í Húnaþingi vestra Tillaga frá starfshópi um framtíðarsýn skólamála í Húnaþingi vestra er nú til kynningar á vef sveitarfélagsins. Tillaga þessi er niðurstaða íbúafundar og verður höfð að leiðarljósi varðandi vinnu og hönnun á framtíðarskólahúsnæði í sveitarfélaginu. Frá því í vor hefur starfshópur, skipaður af byggðarráði Húnaþings vestra, unnið að því að gera tillögur um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi, mat á húsnæðisþörf skólans til næstu 30 ára og í hvaða skrefum hægt verði að uppfylla þá þörf. Afraksturinn af vinnu hópsins var svo kynntur á íbúafundi þar sem hann var tekinn til umræðu og rætt hvort eitthvað vantaði í hugmyndirnar og hvaða skoðun íbúar hefðu á forgangsröðun þeirri sem reiknað var með að höfð yrði við framkvæmdir við húsnæði skólans. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að finna í tillögum starfshópsins sem nú eru til kynningar og sjá má á vef sveitarfélagsins. Íbúar eru beðnir að kynna sér tillögurnar. Hafi einhver athugasemdir eða ábendingar varðandi þær skal þeim skilað skriflegum fyrir kl. 15:00 þann 15. janúar 2018 á skrifstofu Ráðhússins eða á netfangið gudny@hunathing.is /FE 01/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.