Feykir


Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 10
Litið við hjá Björgunarsveitinni Gretti Byrjað að huga að sýningunni með rúmlega árs fyrirvara Gamla árið kvatt við brennu á Móhól ofan við Hofsós. MYNDIR: FE Þegar landsmenn flykkjast að áramótabrennum og njóta þess að horfa á glæsilegar flugeldasýningar er óvíst að margir leiði hugann að allri þeirri vinnu sem að baki liggur en oftast eru það björgunarsveitirnar sem eiga heiðurinn að því starfi sem er meiri en margan grunar. Blaðamaður leit við í bæki- stöðvum Björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi um hádegisbil á gamlársdag. Í flugeldasölunni voru síðustu kúnnarnir að birgja sig upp af skotfærum fyrir áramótin en á kaffi- stofunni beið flokkur vaskra björgunarsveitarmanna þess að geta farið að ganga frá skot- hólkunum fyrir flugelda-ýn- ingu kvöldsins. Sú vinna hefst um leið og flugeldasölunni er lokað en allir kúnnar þurfa að vera farnir úr húsi áður en byrjað er. Undirbúningurinn er þó mikið lengri og að sögn Ingvars Daða Jóhannssonar, gjaldkera Grettis, þarf að panta efni fyrir sýninguna í desem- ber, rúmu ári fyrr og fyrir flugeldasölu í febrúar. Ingvar Daði segir að björgunarsveitar- menn séu trúlega með hugann við verkefnið meiri part ársins en farið sé að taka til hólkana sem sprengiefnið er sett í og koma þeim í hús fyrir jólin en sjálf vinnan í kringum flugelda- sýninguna og brennuna hefjist strax á annan í jólum. Grettir sér um brennu og sýningu á tveimur stöðum, bæði á Hofsósi og Hólum. Tíminn milli jóla og nýárs er svo að miklu leyti helgaður þessari vinnu hjá strákunum og allur gamlársdagur fer í vinnu við sýninguna. Að sögn strákanna er tæknin við sýninguna alltaf að aukast þótt þeir hafi ekki yfir að ráða því allra nýjasta á því sviði sem geri það mögulegt að vera í mikilli fjarlægð þegar kveikt er í flugeldunum. Það er dýrt fyrirbæri, segja þeir, sem langt er frá að þeir hafi bolmagn til að eignast. Haldin eru sérstök námskeið fyrir skotmenn og nú hafa níu meðlimir Grettis fengið slík réttindi. Kostnað- urinn við sýninguna er mikill og fær björgunarsveitin styrk frá sveitarfélaginu til að sjá um hana og brennuna en það er langt frá því að sá styrkur standi undir kostnaði. Í Björgunarsveitinni Gretti eru um 30 manns en aðeins eru 8-14 manns virkir þó það sé mismunandi eftir útköllum sem eru afskaplega misjöfn milli ára, bæði hvað varðar fjölda og eðli þeirra. Elvar Már Jóhannsson, formaður Grettis, segir að útköllin hjá þeim séu um 15 á ári, flest eru útköllin vegna ferðamanna sem keyra út af eða festa bíla sína, oft þar sem ekki er ætlast til umferðar ökutækja, en einnig er mörg útköll vegna óveðurs. Þá eru leitarútköll, sem oft eru utan héraðs, algeng verkefni og var leitin að Birnu Brjánsdóttur fjölmennasta verkefnið sem sveitin tók þátt í á árinu. Hún er vissulega mikil og óeigingjörn vinnan sem þessar vösku sveitir leggja af mörkum fyrir samfélagið okkar og full ástæða til að hafa það hugfast þegar þær afla fjár til að standa straum af rekstri sínum. UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir Ómar Jónsson, Birgir Ingvar Jóhannesson og bræðurnir Ævar og Bjarni Þórir Jóhanns- synir tilbúnir í verkefni dagsins. Bjarni Kristófer Kristjánsson með eina af hleðslunum sem fara í hólkana. Egill Yngvi Ragnarsson og Ingvar Daði Jóhannsson standa vaktina í flugeldasölunni. 10 01/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.