Feykir


Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Rót Feykir spyr... Hvernig líst þér á árið 2018? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Mér líst vel á árið 2018. Ártalið kannski ekki eins flott og 2017, en það er engu að síður góð tilfinning fyrir árinu.“ Gísli Þór Ólafsson „2018 verður sérlega gott ár til sjávar og sveita. Við megum samt ekki gleyma að fara varlega og vera góð hvert við annað.“ Ari Jóhann Sigurðsson „Mér líst vel á árið 2018, en ég er bjartsýn manneskja og verð jákvæðari eftir því sem ég eldist og mér finnst heimurinn og Ísland alltaf fara batnandi.“ Nanna Rögnvaldardóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Tilvitnun vikunnar Fögnum nýju ári og öðru tækifæri til að gera hlutina rétt. – Oprah Winfrey Bechamel kjúklingaréttur og glútenlaus súkkulaðiterta Fyrstu matgæðingar ársins eru þau Róbert Mikael Gunnarsson og Natalía Gorciak sem eru búsett á Hvammstanga þar sem þau hafa búið í tvö ár. Þau segjast elska mat og matargerð og sameina því vinnu og áhugamál á vinnustað sínum, veitingastaðnum Sjávarborg. Þessa dagana eru þau í fríi í Mílanó á Ítalíu og þegar Feykir heyrði frá þeim voru þau á leið á ekta ítalskt pastanámskeið. „Við ætlum að gefa ykkur uppskrift að kjúklingarétti sem tengda- mamma mín eldar oft fyrir okkur,” segir Róbert, „frábær réttur sem svíkur ekki.“ AÐALRÉTTUR Bechamel kjùklingaréttur Fyrir 4 3 kjúklingabringur 300 g sveppir Sósan: 5 msk. smjör 4 msk. hveiti 2 tsk. salt ½ tsk. múskat 300 ml mjólk Aðferð: Kjúklingabringurnar skornar þvert og kryddaðar með salti og pipar. Steiktar á pönnu. Sveppirnir skornir og steiktir í smjöri á pönnu. Smjörið í sósuna brætt á pönnu, hveiti sett saman við og pískað. Mjólk bætt út í og hrært saman. Kryddað með salti og múskati. Má þynna með mjólk ef sósan verður of þykk. Þá er kjúklingurinn settur í eldfast mót og síðan sveppirnir, síðan bechamel sósa og rifinn ostur. Bakað í ofni í 15-20 mínútur á 180°C. Borið fram með hrís- grjónum. Róbert og Natalía. MYND ÚR EINKASAFNI ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Róbert og Natalía á Hvammstanga EFTIRRÉTTUR Súkkulaðikaka án glútens 2 appelsínur 270 g möndlur 200 g sykur 6 egg 2 tsk. matarsóti 6 msk. kakóduft Aðferð: Sjóðið appelsínur með hýði í 1½ klukkustund. Kælið og maukið í matvinnsluvél. Möndl- urnar eru hakkaðar í matvinnslu- vélinni þangað til þær eru nánast duft. Allt sett saman í hrærivél og hrært vel. Sett í form og bakað við 180°C í 45 mínútur. Verði ykkur að góðu! „Ljómandi vel, spennandi tímar framundan.“ Helga Jónína Guðmundsdóttir „ Mér líst vel á það og vonandi verður þetta gott ár fyrir okkur öll.“ Konráð Gíslason 01/2018 11 Ótrúlegt, en kannski satt.. Samba er pardans í hröðum, tvískiptum takti með fjaðrandi hreyfingum; upprunnin í Afríku en þróaðist í Brasilíu og varð þekkt í Bandaríkjunum og Evrópu upp úr 1940. Þá er samba vinsæll keppnisdans í samkvæmisdönsum. Ótrúlegt, en kannski satt, þá þýðir orðið samba að nudda nöflunum saman. Vísnagátur Sigurðar Varðar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Hreyfing þykir holl og góð. Hendir bátnum til og frá. Undan trénu fer um lóð. Ekki þykir góður sá.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.