Feykir


Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 03.01.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 01 TBL 3. janúar 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Þorgils á báðum stöðum Sameinast um byggingar- og skipulagsfulltrúa Blönduósbær og Húnavatnshreppur hafa tekið upp samstarf um byggingar- og skipulagsfulltrúa en Þorgils Magnússon, byggingarfræðingur, varð starfsmaður beggja sveitarfélaganna frá og með 1. janúar 2018. Á vef Blönduósbæjar kemur fram að starfsstöð hans verði á skrifstofum Blönduósbæjar og er íbúum Blöndu- óss og Húnavatnshrepps bent á að snúa sér til hans með erindi vegna byggingar- og skipulagsmála. /FE Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hlíðarhúsinu á fimmtudagskvöldið var. /FE Spáð í spilin á Hlíðarhúsinu Jólaspilavist Neista Ungmennafélagið Neisti hélt sína árlegu spilavist á Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð á milli jóla og nýárs. Jólaspilavistin hefur verið fastur liður, næstum svo lengi sem elstu menn muna, og oftast verið afar vel sótt, jafnvel svo að stundum hefur þurft að spila á báðum hæðum hússins. Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir spila- mennskunni í þessu gamla húsi sem reist var sem barnaskóli árið 1925 en er nú í umsjón Neista. Þar sannast jafnan hið fornkveðna að þröngt mega sáttir sitja og nauðsynlegt er að sýna biðlund og tillitssemi þegar kemur að því að færa sig milli borða. Að spilamennsku lokinni býður Neisti upp á glæsilegt kaffihlaðborð með kræsingum sem félagsmenn leggja til og kvöldinu lýkur svo með bögglauppboði sem Kristján Jónsson stýrir jafnan af mikilli röggsemi. www.skagafjordur.is Álagning fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2018 Fasteignagjaldakröfur Sveitarfélagsins Skagafjarðar birtast í öllum heimabönkum. Fasteignaeigendum er bent á að notfæra sér beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum. Í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins geta fasteignaeigendur: • Skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2018, eftir að álagning hefur farið fram. • Óskað eftir að fá sendan álagningarseðil. • Óskað eftir að greiða fasteignagjöldin með boðgreiðslu. • Óskað eftir að greiða öll fasteignagjöldin á einum gjalddaga. • Tilkynnt um breytingar er varða greiðslur og greiðendur á fasteignagjöldum. Álagning – breytingar – innheimta Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berist til sveitarfélagsins eftir einhverri eftirtalinna leiða; í gegnum Íbúagáttina, símleiðis í síma 455 6000 eða með tölvupósti á netfangið innheimta@skagafjordur.is Álagningarseðlar Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir bréfleiðis nema þess sé óskað. Vinsamlegast tilkynnið það sem fyrst. Allir gjaldendur, lögaðilar og einstaklingar, geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðilsins í Íbúagáttinni og á vefsíðu island.is undir „Mínar síður“. Gjalddagar Gjalddagar fasteignagjaldanna verða níu frá 1. febrúar til og með 1. október 2018. Hægt er að fá að greiða öll gjöldin á einum gjalddaga 1. maí 2018 eða fyrr séu þau jöfn eða umfram 24. 500 kr. Sækja verður um það fyrir 20. janúar 2018. Greiðslumátar • Beingreiðslur Innheimtur greiddar með beingreiðslum af bankareikningum greiðenda. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa í viðkomandi banka til að virkja þennan kost. • Boðgreiðslur Tilkynna þarf til sveitarfélagsins ef óskað er eftir að greiða fasteignagjöld með kreditkorti. Þetta á einungis við þá sem eru í fyrsta sinn að óska eftir þessum greiðslumáta fasteignagjalda. Óska þarf eftir breytingu á greiðslumáta fyrir 20. janúar 2018. • Greiðsluseðlar í tölvupósti. Greiðsluseðill sendur í tölvupósti og birtist einnig í heimabönkum. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á netfangið innheimta@skagafjordur.is sé þess óskað fyrir 20. janúar 2018. • Greiðsluseðlar Innheimtur greiddar með heimsendum greiðsluseðlum. Hvatt er til þess að aðrir greiðslukostir séu notaðir. Elli- og örorkulífeyrisþegar Lækkun fasteignaskatts á íbúðum tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega eru reiknuð við álagningu til bráðabirgða og er stuðst við tekjur samkvæmt skattframtölum 2017 vegna tekna ársins 2016. Endanlegur útreikningur fer fram þegar álagningu 2018, vegna tekna ársins 2017 er lokið. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali 2018. Ekki er þörf á að sækja um þennan afslátt. Frekari upplýsingar Frekari upplýsingar eru veittar á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið innheimta@skagafjordur.is eða hringja í síma 455 6000. Sauðárkróki 4. janúar 2018 SveitastjóriErt þú búinn að kíkja til okkar? Feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.