Feykir


Feykir - 28.02.2018, Qupperneq 7

Feykir - 28.02.2018, Qupperneq 7
þeir eru með og jafnvel tekið við pöntunum.“ Annað verkefni sem Rakel vinnur að verður í upphafi unnið í tengslum við Grunnskólann austan Vatna og vonandi aðra skóla í Skagafirði og nefnist Krakkar kokka. Markmiðið með verkefninu er að auka skilning barnanna á hvað frum- framleiðslan er mikilvægur hluti af sjálfbærninni og hvað það er mikilvægt að styðja sitt eigið nærsamfélag. Rakel sér fyrir sér að þetta verkefni verði unnið í skólunum, von- andi í haust, í samstarfi við heimilisfræðikennsluna. Í upp- hafi yrðu sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna kynnt fyrir krökkunum til að tengja þau inn í verkefnið. Börnin færu svo með heimilisfræðikennara til frumframleiðendanna og sæktu sér matvæli, t.d. niður að höfn að ná í fiskinn, heim til bóndans að sækja sér kjötvörur og grænmeti og tíni ber úti í náttúrunni. Í skólanum verður búið að setja upp matseðil og búið að ákveða hvaða afurðir þarf að nota og hvað eigi að matreiða úr þessu. Allt ferlið frá upphafi til enda verður skráð og tekið upp og búin til stutt heimildamynd sem verður svo aðgengileg þannig að krakkarnir geti kynnt sér vinnu hvers annars og séð hvað verið er að gera annars staðar á landinu. Rakel vonast til að þarna verði til gagnagrunnur sem nýtist í kennslunni og endurspegli að einhverju leyti frumframleiðsluna á hverju svæði fyrir sig. Matarmarkaður í gömlu pakkhúsi „Svo er það verkefni sem er mjög spennandi og var að fá styrk úr Framleiðnisjóði. Það er bændamarkaður í Pakkhúsinu hér á Hofsósi en það er náttúrulega sögufrægt hús og er í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Ég undirritaði, f.h. Matís, samning við Þjóðminjasafnið um daginn um notkun hússins fyrir þennan bændamarkað. Pakkhúsið er talið vera frá 1777 og er menningarminjar. Þjóðminjasafnið er áhugasamt um það að húsinu, sem hefur ekki haft neitt skýrt hlutverk undanfarið hér í samfélaginu, skuli vera gefið hlutverk sem tengist því að lyfta fram menningunni og menningararfinum hér, sem matarmenningin er þáttur í. Þetta er eitt skref í átt að aukinni sjálfbærni. Þegar ég kom hingað fann ég að það sama á við hér og í Reykjavík. Framleiðslan er í túngarðinum hjá manni, hérna nokkur skref fyrir utan skrifstofuna mína eru fiskibátar en einhvern veginn eru afurðirnar ekki aðgengilegar. Þú þarft að fara í búðina til að kaupa matinn, þú getur ekki náð í það sem er verið að framleiða rétt við túngarðinn hjá þér. Bændamarkaðurinn á að bæta úr þessu. Þar verður kominn vettvangur þar sem bændurnir koma sjálfir eða senda einhvern fyrir sig. Við sjáum fyrir okkur að það verði opið einu sinni í viku, á laugardögum sennilega, og jafnvel bara 2-3 tíma í senn þannig að það verður bara takmarkaður opnunartími en fólk veit af þessu og kemur og nær sér í það sem það vantar til heimilisins, fisk og kjöt, egg og grænmeti og allt það sem er í boði á þessu svæði sem ég hef þurft að vera að leita að í kaupfélaginu og oft ekki fund- ið,“ segir Rakel, enda ekki sjálfgefið að þær vörur sem neytendum stendur til boða að kaupa séu þær sem eru framleiddar í næsta nágrenni. „Mér finnst þetta vera þáttur í því að auka stuðning samfélagsins við þessa eigin framleiðslu og einnig það að við gætum þá kynnt hana betur út á við fyrir ferðamönnunum og öllum sem koma á þetta svæði. Þá verður þetta eitt af því sem hefur aðdráttarafl fyrir staðinn og ferðamenn sækja í. Ferðamennirnir geta komið og fengið bæði matvörur héðan og jafnvel einhverjar unnar vörur, svo sem sultur og þurrkaða sveppi og ferskmeti og einnig verður handverk af svæðinu í boði. Þetta verður jafnframt leið til tekjuöflunar fyrir fólk sem er með einhverja smáframleiðslu og handverk. Matís mun ekki sjá um rekstur markaðarins, við erum einfaldlega að aðstoða fólk við að sameinast um að koma þessu á og vonandi að halda því áfram þannig að þetta verði lyftistöng fyrir samfélagið. Mig langar til að sem flestir geti tekið þátt í þessu, t.d. Félag eldri borgara, að það sé einhvern veginn virkjað inn, fólk sem vinnur við handverk komi með sínar vörur, jafnvel að einhverjir hafi það hlutverk að miðla sögu staðarins og þess háttar. Og þegar við erum að segja sögu staðarins þá er svo mikilvægt að segja bara sannleikann, hafa bara raunverulegar heimildir, raunverulegar minjar og raun- verulegar hefðir og draga fram, eins og þetta hús, þetta eru raunverulegar minjar og matarhefðin er raunveruleg hefð sem við erum að lyfta fram. Og það er það sem fólk vill og það sem við viljum halda í, við viljum miðla til barnanna okkar og koma áfram til komandi kynslóða. Það er að færast í vöxt að samfélög séu að verða meðvituð um þetta, hvað sagan er mikils virði til að byggja á og halda áfram með. Eldri borgarar búa yfir dýrmætum heimildum og reynslu hvað þetta varðar. Sem dæmi má nefna matarhefðir og vinnsluaðferðir sem eiga á hættu að leggjast hreinlega af. Nú er verið að safna heimildum um þær og varðveita þær og verkþekkingu sem þeim tengist, t.d. innan Slow food samtakanna. Þetta er mjög mikilvægt til framtíðar að við glötum ekki þessum hefðum og upplýsingum og aðferðum sem hafa verið í gildi jafnvel í árþúsundir, að þetta sé eitthvað sem við varðveitum og höldum við og miðlum áfram,“ segir Rakel og auðséð er að hún hefur brennandi áhuga á viðfangsefninu. Verður þetta bara bundið við Skagafjörðinn eða erum við að tala um stærra svæði? „Þetta verður bara Skagafjörð- urinn núna, hann er eins konar tilraunasvæði til að byrja með. Ég kom hingað til að prófa ákveðin verkefni hér og sjá hvernig gengur. Svo vildi maður náttúrulega sjá þetta dreifast um landið. Þó svo að við höfum ekki þessa miklu hefð hér fyrir matarmarkaði, eins og er til dæmis á Ítalíu, þá er þetta bara fyrirbæri sem virkar og hefur sannað gildi sitt og hefur verið við lýði í árþúsundir. Og ég held að það muni aldrei breytast, það eru tækninýjungar, það eru nýjar leiðir, það er hægt að panta matinn á netinu og fá hann sendan með drónum en það er mín upplifun að fólk vill geta notað skilningarvitin, horft á, séð fegurðina og snert á og fundið lyktina og farið og valið sér. Neysla matar hefst með valinu. Þetta er hluti af því að borða og það að borða er svo mikilvægur hluti af lífinu. Og ég held það sé svo mikilvægt að halda í þetta, þó svo að þróuninni sé að fleygja fram þá er þetta alltaf stór hluti lífsins og við viljum alltaf halda í eitthvað áþreifanlegt.“ En hvað með hluti eins og lög og reglugerðir sem mörgum þykir nú vera ansi erfið viðureignar? „Já, við erum búin að heyra í heilbrigðiseftirlitinu hér og það er að skoða málið. Þetta virðist ekki þurfa að vera svo flókið í framkvæmd. Bændur sem eru með starfsleyfi til að vera með framleiðslu, þeir koma með afurðirnar sínar. Það verður ekkert matreitt á staðnum og þá er þetta miklu einfaldara í framkvæmd,“ segir Rakel og bætir við að það þurfi að koma fram á innihaldslýsingu ef varan inniheldur einhverja ofnæmis- valda og að varan sé framleidd í vottuðu eldhúsi, t.d. sultur og annað slíkt. „Ég held þetta verði bara mjög skemmtilegt, eins og ég sagði, þó að það sé ekki sterk hefð fyrir þessu hér þá er þessi bændamarkaðshugmynd eitt- hvað sem virkar og fólk er að njóta um allan heim og skilar góðum árangri sem skref í átt að í átt að sjálfbærni, viðhaldi hefða og menningar. Eftir hundrað ár er svo hægt að segja, við erum búin að vera með bændamarkaði um landið í hundrað ár,“ segir Rakel bjartsýn að lokum. Glærur frá Matís varðandi verkefni Rakelar. Rakel utan við Pakkhúsið á Hofsósi þar sem bændamarkaðurinn verður. 09/2018 7

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.