Feykir - 28.02.2018, Page 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
09
TBL
28. febrúar 2018 38. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Lítur vel út með
veður og færi
Svínavatn 2018
Ísmótið Svínavatn 2018 verður haldið laugardaginn
3. mars. Í fréttatilkynningu frá hestamannafélaginu
Neista segir að ísinn sé afbragðs góður og að vel líti út
með veður og færi.
Keppnisgreinar á mótinu eru A-flokkur, B-flokkur
og tölt. Skráning er á sportfengur.com hjá Hesta-
mannafélaginu Neista. Lokað verður fyrir skráningu á
miðnætti í kvöld, miðvikudaginn 28. febrúar. Ekki
verður tekið við skráningum eftir þann tíma.
Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heima-
síðu mótsins, is-landsmot.is, þegar nær dregur. /FE
Þakkað 44 ára starf sem organisti
Anna Kristín Jónsdóttir í Mýrakoti
Um síðustu áramót lét Anna Kristín Jónsdóttir í
Mýrakoti af störfum sem organisti við fjórar
kirkjur austan Vatna í Skagafirði, Hofs-, Hofsóss,
- Fells- og Barðskirkjur. Það er óhætt að segja að
Anna hafi spilað stórt hlutverk í tónlistarlífinu á
þessu svæði. Hún á að baki langan og farsælan
feril sem organisti en því starfi hefur hún gegnt
síðustu 44 árin auk þess að vera skólastjóri og
kennari við Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu og
síðar Tónlistarskóla Skagafjarðar í fjölda ára.
Síðastliðið föstudagskvöld var haldið kaffisamsæti,
Önnu til heiðurs, í Félagsheimilinu Höfðaborg á
Hofsósi. Þar komu saman prestar og góður hópur
sóknarbarna til að þakka Önnu samfylgdina í áranna
rás, flutt voru erindi og þakkir færðar. Pálmi Rögn-
valdsson, sem um langt skeið var sóknarnefndar-
formaður á Hofsósi, flutti þakkarræðu og gerði meðal
annars að umtalsefni umhyggju Önnu fyrir kór-
félögunum og kirkjunum sem hún hefði starfað við, oft
við erfiðar starfsaðstæður í illa upphituðum og köldum
kirkjum. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ sem lengi var
sóknarprestur í Fljótum rifjaði upp samstarf þeirra og
færði Önnu bókargjöf. Þá færðu kórar kirknanna
Önnu gjöf og einnig formenn sóknar-nefndanna
fjögurra fyrir hönd sóknanna. Einnig ávarpaði Ingunn
Marín Ingvarsdóttir, 9 ára, Önnu og þakkaði henni
fyrir samveruna í kirkjunni.
Anna verður í viðtali í Feyki innan skamms. /FE
Skapti á Hafsteinsstöðum og Oddi.
MYND: is-landsmot.is
Halldór Gunnar Hálfdansson og Halla Rut Stefánsdóttir afhentu
Önnu gjöf frá kirkjukórum sóknanna
Formenn sóknarnefndanna færðu Önnu gjöf. Frá vinstri: Elinborg Hilmarsdóttir úr Fellssókn, Rúnar Páll Hreinsson úr Hofssókn, Anna,
Sigurður Steingrímsson úr Barðssókn og Kristín Bjarnadóttir úr Hofsósssókn. MYNDIR: FE
Gísli Gunnarsson færði Önnu bókargjöf.
Dans og nýsköpun
Grunnskólinn austan Vatna
Nemendur Grunnskólans austan Vatna höfðu í nógu
að snúast í síðustu viku en nemendur frá öllum
starfsstöðvunum þremur voru þá samankomnir í
skólanum á Hofsósi og unnu saman í nýsköpunar-
vinnu.
Inn á milli réttu nemendur úr sér og skelltu sér á
dansnámskeið hjá Ingunni danskennara sem kenndi
þeim vínarkrus og vals og ræl í bland við nýrri spor.
Leikskólabörnin á Tröllaborg fengu líka dans-
kennslu og sýndu frábæra takta eins og hinir eldri á
danssýningu í Höfðaborg sl. fimmtudag en við sama
tækifæri var foreldrum og öðrum áhugasömum boðið
að sjá afrakstur nýsköpunarnámsins hjá krökkunum.
/FE
www.skagafjordur.is
MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM
Ákvörðun um matsskyldu
- Hulduland í Hegranesi
- Nytjaskógrækt
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið ákvörðun um að nytjaskógrækt í landi Huldulands
í Hegranesi sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið
í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Um er að ræða nytjaskógrækt á um 21,7 ha í landi jarðarinnar Huldulands í Hegranesi, landnúmer
jarðarinnar er 223299. Ákvörðunin liggur frammi hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og á vefsíðu
sveitarfélagsins www.skagafjordur.is. Einnig á vefsíðu Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis-
og auðlindamála. Kærufrestur er til 1. apríl 2018
Sauðárkróki 22. febrúar 2018
Skipulags- og byggingarfulltrúi, Jón Örn Berndsen
Dansað af lífi og sál. Nemendur Leikskólans Tröllaborgar á danssýn-
ingu. MYND FE