Feykir


Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 2
Ég elska fjólublátt. Í gegnum tíðina hef ég átt fjölmarga fjólubláa klúta og slæður, boli og peysur, handklæði og teppi, kannski ekki margar buxur en þó minnist ég þess að á þeim árum sem ég var myndarleg í höndunum saumaði ég mér fjólubláar buxur og vesti í stíl. Þrátt fyrir fjólubláa þráhyggju mína þá er eitt fjólublátt fyrirbæri í umhverfi mínu sem ég þoli bara engan veginn. Það nefnist lúpína. Reyndar man ég þá tíð að mér þótti hún bara nokkuð snotur en það var fyrir rosalega mörgum árum, líklega um sama leyti og ég saumaði buxurnar og vestið. Síðan hefur þessi umrædda planta breyst frá því að vera ósköp saklaust grey, sem klæddi uppblásna mela og rofabörð, í eina verstu ófreskju sem um getur í íslenskri náttúru. Mó- arnir sem áður iðuðu af fuglalífi og ilmuðu af mosa og lyngi þar sem maður gat velt sér milli þúfna og tínt sé bláber og krækiber eru nú orðin ill- gresisbenda. Á korti Náttúrufræðistofnunar yfir útbreiðslu lúpínunn- ar (http://utgafa.ni.is/kort/lupina/Lupina2016_Landsyfirlit. png) má sjá að á Norðurlandi vestra má finna þónokkra lúpínufláka sem þekja 7,3 km2. Það er að vísu ekki mikið miðað við suma aðra landshluta en nógu mikið samt og þar sem kortið er unnið eftir loftmyndum frá árinu 2000 má ætla að útbreiðslan hafi aukist til muna. Á hverjum degi ek ég framhjá lúpínubreiðum sem ég hef séð leggja undir sig æ stærri svæði ár frá ári. Á mínum heimaslóðum, Hofsósi, stækka breiðurnar ört og þess er ekki langt að bíða að kirkjugarðurinn verði fjólublár. Mér sýnist svipað vera uppi á teningnum á Sauðárkróki. Bæði á Hofsósi og Sauðárkróki og víðar hefur stórt svæði lyngmóa orðið undan að láta. Svo mætti lengi telja. Mig hefur lengi undrað að ekki hafi verið gripið til aðgerða gegn lúpínu á fleiri svæðum en raun ber vitni. Eftir því sem mér hefur skilist hefur sláttur á lúpínu gefið góða raun þar sem hann hefur verið reyndur en það er í öðrum sveitarfélögum. Hér um slóðir hafa einhverjir einstaklingar reynt að grípa til vopna og hefta útbreiðsluna en mega sín að sjálfsögðu lítils. Mig rekur minni til að eitthvert sumarið sem mínar dætur voru í vinnuskóla hafi lúpína verið slegin á Hofsósi, næsta ár var það bannað. Ekki veit ég hvað réði því. Kannski er ástæðan bara sú sem ein kunningjakona mín nefndi í Facebookfærslu sinni á dögunum og ég ætla að leyfa mér að vitna í, þó ég voni svo sannarlega að sé ekki raunin, en hún segir: „Nema hugsunarhátturinn sé bara uppgjöf: "If you can't beat them, join them“. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Fjólublátt og fallegt? Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Lee Ann Maginnis, bladamadur@feykir.is & 867 3799, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 822.943 kíló. Á Hofsósi lönduðu þrír bátar þremur og hálfu tonni og á Sauðárkróki lönduðu tólf skip og bátar rúmum 435 tonnum. Til Skagastrandar bárust rúm 384 tonn með 30 skipum og bátum. /FE Aflatölur 8. – 14. júlí 2018 á Norðurlandi vestra Arnar með 312 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Arnar HU 1 Botnvarpa 312.336 Arndís HU 42 Handfæri 812 Auður HU 94 Handfæri 3.552 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 854 Blíðfari HU 52 Handfæri 779 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.579 Dísa HU 91 Handfæri 690 Dóra ST 225 Handfæri 2.971 Elín ÞH 82 Handfæri 793 Garpur HU 58 Handfæri 139 Geiri HU 69 Handfæri 900 Guðbjörg GK 666 Lína 33.369 Gyðjan HU 44 Handfæri 596 Hafdís HU 85 Handfæri 1.002 Hafrún HU 12 Dragnót 8.100 Jenný HU 40 Handfæri 772 Kambur HU 24 Handfæri 816 Katrín GK 266 Landbeitt lína 4.227 Kópur HU 118 Handfæri 1.001 Loftur HU 717 Handfæri 828 Lukka EA 777 Handfæri 829 Már HU 545 Handfæri 790 Rán GK 91 Handfæri 878 Rúnar AK 77 Handfæri 104 Smári HU 7 Handfæri 805 Svalur HU 124 Handfæri 442 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 1.800 Sæunn HU 30 Handfæri 786 Víðir EA 423 Handfæri 802 Víðir ÞH 210 Handfæri 832 Alls á Skagaströnd 384.184 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 16.880 Drangey SK 2 Botnvarpa 153.532 Hafborg EA 152 Dragnót 27.489 Kaldi SK 121 Þorskfiskinet 1.157 Kristín SK 77 Handfæri 590 Maró SK 33 Handfæri 851 Málmey SK 1 Botnvarpa 203.318 Már SK 90 Handfæri 3.834 Óskar SK 13 Handfæri 891 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 25.262 Steini G SK 14 Handfæri 632 Vinur SK 22 Handfæri 768 Alls á Sauðárkróki 435.204 HOFSÓS Skáley SK 32 Handfæri 1.578 Skotta SK 138 Handfæri 302 Þorgrímur SK 27 Handfæri 1.675 Alls á Hofsósi 3.555 Húnaþing vestra Styrkvegir í Húnaþingi vestra fá 1,8 milljón króna frá Vegagerðinni Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra sl. miðvikudag var lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið að úthluta 1,8 milljónum króna til styrkvega árið 2018. Skv. vegalögum nr. 80/2007 er heimilt að ákveða fjárveitingu í vegáætlun til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögunum. Hér er um að ræða malarvegi sem taka við þar sem þjónustu Vegagerðarinnar lýkur, s.s. vegi yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir; vegi að ferðamanna- stöðum, vegi að jörðum sem farnar eru í eyði o.m.fl. Í fjárhagsáætlun Húnaþings vestra fyrir árið 2018 er samþykkt að veita þremur milljónum króna til styrkvega og er því heildarfjárhæðin til viðhalds styrkvega á árinu kr. 4.800.000. Eftirfarandi tillaga um skiptingu styrkvega- fjárins var samþykkt samhljóða: Til afréttarvegar á Víðidalstunguheiði kr. 2.500.000 Til afréttavega í Miðfirði kr. 1.500.000 Til afréttavega í Hrútafirði kr. 270.000 Til vegar yfir Brandagilsháls kr. 265.000 Til vegar upp á Vatnsnesfjall kr. 265.000 /FE Norðurland vestra Færri umferðarbrot en fleiri hraðakstursbrot Mikil fjölgun hefur orðið á hraðakstursbrotum í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra það sem ef er ári. Þannig voru útgefnar kærur það sem af er þessu ári orðnar 3.689 talsins sl. fimmtudag samanborið við 1.417 á sama tíma í fyrra og 602 árið 2016. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu á föstudag þar sem rætt var við Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Stefán Vagn segir í samtalinu að meirihluti þeirra sem stöðvaðir eru séu útlendingar sem ekki geri sér grein fyrir því hverjar sektirnar séu en Íslendingar fari sér hægar en áður eftir að sektir voru hækkaðar síðastliðið vor. Stefán segir að marviss fræðsla fyrir erlenda ökumenn um það hvaða reglur gilda í umferðinni hér á landi sé nauðsynleg. Umferðareftirlit hefur alltaf verið áherslumál hjá lögregl- unni á Norðurlandi vestra og viljað brenna við á þessum slóðum sé farið hratt yfir og umferðaróhöppin því mörg. Umferðarslysin á svæðinu öllu eru nú orðin 55 en voru 63 á sama tíma í fyrra og er það um 14% fækkun. Árið 2016 voru sambærilegar tölur 82 slys og fækkunin síðan þá miðað við daginn í dag 33% að því er segir í Morgunblaðinu. Stefán segir að nú sé embættið með tvo menn sem eingöngu sinni umferðaeftirliti á varðsvæðinu og séu þeir gerðir út frá Sauðárkróki en einnig taki almenna löggæslan þátt í eftirlitinu. „Auðvitað má nálgast tölur á ýmsa vegu og fá alls konar niðurstöður. En færri slys eru auðvitað sú niðurstaða sem mestu skiptir fyrir alla,“ segir Stefán Vagn í Morgun- blaðinu á föstudag. /FE 2 28/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.