Feykir


Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 1
28 TBL 18. júlí 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 5 Viðtal við Bjarka Má Árnason, annan þjálfara Tindastóls í 2. deild karla í knattspyrnu Seinni umferðin mun gefa okkur fleiri stig BLS. 9-10 Ferðasaga frá Skotlandi Skokkhópur Árna Stef á West Highland Way Landsmótið á Sauðárkróki Fjöldi mótsgesta talinn um fjögur til fimmþúsund Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is FYRIR HEYSKAPINN Eigum til tinda og hnífa í flestar gerðir heyvinnuvéla, einnig slöngur og dekk með eða án felgu. & 453 8888 NETFANG velaval@velaval.is BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Símamótið var sett í 34. sinn í síðustu viku. Metþátttaka var á mótinu í ár en 328 lið voru skráð til leiks og rúmlega 2.200 stelpur kepptu þessa þrjá daga sem mótið fór fram. Tindastóll sendi þrjú lið á mótið, eitt lið í 7. flokki og og tvö lið í 5. flokki. Stúlkurnar í 7. flokki unnu silfur í B liðakeppni mótsins en þær unnu sex leiki og töpuðu einungis úrslitaleiknum. Í 5. flokki voru 12 stelpur í leik- mannahópnum og skiptust þær á að spila leikina í C og D liðakeppninni. Tindastóll 1 endaði í 2. sæti í C liðakeppninni og Tindastóll 2 í 1. sæti í D liðakeppninni. ,,Þetta er mjög góður árangur liðanna okkar og framtíðin er björt í kvennaboltanum hjá Tindastóli,“ segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari hjá Tindastóli. Óskar Smári er þjálfari 7. flokks kvenna og Arnór Daði Gunnarsson er þjálfari 5. flokks. Báðir spila þeir með meistaraflokki Tinda- stóls. Stólastúlkur fengu hrós frá Hermanni Óla Bjarkasyni, dómara- stjóra, en dómarar mótsins gáfu þeim mikið lof fyrir framkomu og virðingu gagnvart andstæðingum og dómurum. „Stelpurnar okkar í Tindastóli, sýndu það og sönnuðu inni á vellinum að þetta voru ekki einungis góð úrslit, heldur var spilamennskan mjög góð, liðsheildin og liðsandinn frábær og ég get fullyrt það að hver og ein stúlka gekk alsæl frá mótinu,“ segir Óskar Smári. „Við viljum einnig þakka foreldrum fyrir þeirra vinnu, en án þeirra væri ekki möguleiki á að senda liðin til keppni,“ segir Óskar Smári að lokum. /LAM Fengu mikið lof fyrir framkomu og virðingu Stólastúlkur á Símamóti Arnór Daði Gunnarsson ásamt stúlkunum í 5. flokki, alsæl að móti loknu. MYNDIR AÐSENDAR Óskar Smári ásamt keppendum í 7. flokki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.