Feykir


Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 7
Á Conic Hill er fallegt útsýni yfir Loch Lomond vatnið. Það var dágóður hópur sem arkaði um náttúru Skotlands sem skartaði sínu fegursta alla göngudagana. Hluti göngufólks sem gisti á Drovers Inn hreinsaði upp steikarlagerinn á staðnum. Vertinn hefur greinilega ekki búist við moldríkum Íslendingum. Lokaáfanganum náð. Inga fararstjóri fagnaði öllum vel og innilega. Auðvitað þurfti líka að dreypa á skosku viskíi frá Glengoyn. Litla flaskan var látin duga.Við Inversnaid rétt áðu r en hópurinn skip tist í tvennt, göngugarpa og ven julegt fólk. West Highland Way telur alls 153 km en algengt er að skipta leiðinni upp í tvo áfanga. Leiðin frá Milngavie til Tyndrum er alls 85 km. Á kvöldvökunni að lokinni göngu var haldin spurningakeppni og sigurliðið fékk að launum skoska húfu með aukahári. og morguninn áður. Veðrið eins og daginn áður, brakandi blíða, sól og logn. Áfanginn eins og fyrri daginn, 22,5 km. Eina sem breyttist var landslagið þar sem gengið var um skógivaxið svæði meðfram Loch Lomond, geysilega fallegt og nú þurftum við að verja okkur fyrir moskítóflugum sem sátu um hvert og eitt okkar ásamt stærri blóðsugum sem stungu létt í holdið og nærðu sig á íslensku víkingablóði. Bitmýið náði að bíta flesta þrátt fyrir varnarsprey og höfuðnet en mismikil áhrif hafði það á fólk. Flestir höfðu innbyrt ofnæmislyf í tvær vikur fyrir ferðina, einmitt til að koma í veg fyrir kláða af völdum moskítóbits. Og fyrir ykkur sem hrylla sig yfir blóðsugunum þá voru þær sjaldgæfar og stungan ekki sár svo maður varð varla var við þennan hvimleiða gest. Um hádegisbilið komum við til Inversnaid en þar er fallegt hótel langt frá þéttbýlinu. Eftir að fólk hafði snætt nestið sitt og drukkið öl staðarins skiptist hópurinn í tvennt, þeir sem kláruðu ferð dagsins og hinir sem nýttu sér bát og strætó til að komast á leiðarenda. Gönguleiðin sem eftir var er talinn erfiðasti hluti West Highland Way þar sem gengið er í stórgrýti og um aðrar torfærur. Þar sem undirritaður stytti sér leið getur hann aðeins greint frá þeim hluta ferðarinnar. Beið hópurinn dágóðan tíma við hótelið og lapti öl í blíðunni uns ferjan mætti á svæðið og flutti okkur yfir til Tarbet. Það var ágætis tilbreyting að sigla á hinu fræga vatni og náttúrufegurðin tók smá breytingum þar sem áhorfandinn var staðsettur í öðru umhverfi. Í Tarbet þurftum við að bíða eftir langferðabílnum sem flytja átti okkur til Inverarnan. Fótboltaáhugamennirnir náðu að sjá seinni hálfleikinn hjá Spáni og Rússlandi í Heims- meistarakeppninni í fótbolta, hinir sátu ýmist í sólinni eða skugganum og létu sér líða vel. Við staurinn sem rútan skyldi stoppa við og flytja okkur á áfangastað mættum við tímanlega því ekki vildum við missa af farinu. En einhverra hluta vegna mætti bíllinn klukkutíma of seint og var bílstjórinn ekki ánægður að sjá. Eitthvað hafði tafið hann og fór það ekki vel í hann. Bakpokana settum við í farangurshólfið og lögðum svo af stað. Þá tók við skrítin ferð. Ef einhver telur íslenska sveitavegi vera mjóa ætti hann að prófa að fara um þann veg sem þarna var ekinn. Ef tveir stórir bílar mættust þurfti að draga niður hraðann líkt og gert er á malarvegum hér heima. Þann daginn sem ferðinni lauk fórum við sama veg til baka og þar mættust rútan sem við vorum farþegar í og önnur sem kom á móti. Þurftu báðar að stoppa og okkar að bakka einhvern spöl. Svo stökk bílstjórinn út og leiðbeindi kollega sínum framhjá. Jæja, klakklaust komumst við til Inverarnan og bílstjórinn opnaði farangurshólfið og við náðum hvert um sig í bakpokana okkar. Ég tek pokann minn og sveifla honum á bakið, þá bendir ekillinn á merkispjaldið og segir við mig að ég megi ekki koma aftur í rútuna hans. Þá var ég merktur Liverpool en hann benti á merki Glasgow Celtics á brjóstinu á sér og það mátti grilla í smá bros hjá kappanum. Hann var þá ekki alveg búinn með húmor dagsins. En í náttstað náðum við á endanum, klukkutíma eftir að göngufólk var komið á staðinn. Nú var gist á tveimur stöðum, Beinglas Farm og Drovers Inn, sem voru í 10 mínútna göngu hvor frá öðrum. Át fólk kvöldmat og árbít morguninn eftir á sínum stöðum áður en sameinast var á ný seinasta göngudaginn. Lokadagur göngu Upp rann lokadagurinn þar sem ganga átti um 21 km til Tyndrum, 200 manna þorps þar sem flestir vinna við ferðaþjónustu og verslun. Enn var heiðskírt, logn og blíða og yfir 25 gráðu hiti. Allir hressir en misstirðir eftir erfiði daganna á undan. Gengið var upp Glen Falloch dalinn, fram hjá Falloch fossum, sem ekki voru tilkomumiklir í þurrkunum þennan daginn. Farið var upp hjá Crianlarich, og hækkuðum við okkur um 300 m, sem jók enn á fallegt útsýnið til muna. Farið var um regnsælasta svæði Skotlands, þar sem rignir 280 daga á ári, eins og stóð á einu skilti sem við gengum fram hjá. Nú var hins vegar allt þurrt og bændur á fullu í heyskap. Í lok dags var ánægður hópur sem settist niður á Tyndrum Inn og gæddi sér á ísköldum og svalandi bjór. Þar var einnig snæddur síðasti sameiginlegi kvöldverðurinn í þessari ferð og smá kvöldvaka í tilefni áfangans áður en höfuð var lagt að kodda og þreytan látin líða úr fótum. Glasgow Einn dag hafði hópurinn til að spóka sig um í Glasgow, stærstu borg Skotlands. Vorum við á hóteli í miðborginni, skammt frá aðal verslunarsvæði stað- arins. Fóru menn hver í sína áttina til að kíkja á verslanir eða mannlífið sem var iðandi á þessu svæði. Nóg er af veit- ingastöðunum til að upplifa matarmenningu hvaðanæva að úr heiminum og nýtti fólk sér það. Morguninn eftir flaug megnið af göngugörpunum heim eftir vel heppnaða ferð um sérstaklega skemmtilegt svæði Skotlands. Voru allir á því að fara sem fyrst restina af West Highland Way sem skilin var eftir að þessu sinni og læt ég mig ekki vanta í þá ferð. Vil ég í lokin þakka sam- ferðafólki mínu fyrir afskaplega skemmtilega ferð og sérstaklega þeim Ingu og Kristínu Geirs- dætrum fyrir samfylgdina sem var í alla staði ánægjuleg. 28/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.