Feykir


Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 9
Hún kom mér svo á óvart öflug gleðitilfinningin sem hríslaðist um mig augnablikið þegar Skagafjörðurinn birtist mér er ég ók niður af Vatnsskarðinu. Það var daginn sem ég flutti aftur norður. Ég gat nánast ekki hreyft mig í bílnum því agnarsmá Nissan Micra- bifreiðin sem ég ók var úttroðin af hreytunum úr íbúðinni sem við bjuggum í fyrir sunnan, svo troðin að börnin fóru í hinum bílnum og ég fékk að keyra ein með Rás eitt á fullu gasi. Ég man enn hvað ég varð hissa á þessum sterku hughrifum, Eyfirðingurinn átti alls ekki von á því að gleðjast svona innilega yfir breiðum en alltumlykjandi Skagafirðinum. En hvað gekk eiginlega á? Tekur Skagafjörðurinn öðrum fremur betur á móti aðfluttum andskotum eða var bara óvenjugott janúarveður þegar ég ók niður Vatnsskarðið og sjónarhornið heppilegt? Vissulega var sjónarhornið gott. En Skagafjörðurinn kemur mér enn á óvart eftir nokkurra ára búsetu. Það sem ég reiknaði með að yrði næstum því komin heim er orðið heim; með Drangey út um eldhúsgluggann og Mælifellshnjúk um stofugluggann. Nálægðin við skepnurnar og náttúruna allt um kring gerir manni gott. Og þegar daglegt strit er við það að ganga af manni dauðum gera lítil augnablik þetta allt þess virði, eins og þegar ægifagurt sólsetrið heldur fyrir manni vöku, kvakið í álftum og gæsum neðan úr eylendinu, og jafnvel einföldustu hlutir eins og nýútsprunginn túnfífill eða maríuerla sem velur sér hreiðurstæði í dráttarvél. Fegurðin í því smáa, sjáið þið til, í augnablikinu. Og fólkið, hér býr ákaflega gott fólk sem ég hefði ekki viljað missa af því að kynnast fyrir mitt litla líf. Auðvitað er þetta ekki þannig að í Skagafirði sé allt fullkomið og ekkert megi betur fara. Suðvestanáttin er til dæmis óþolandi og rusl við hliðina á ruslagámum fullkominn óþarfi þegar við búum svo vel að vera með Flokku innan seilingar. Við getum alltaf gert betur, vandað okkur við að vera til og lagt okkar af mörkum til að gera gott samfélag betra. - - - - - Ég skora á samstarfskonu mína, Eyrúnu Sævarsdóttur, að hripa niður nokkur orð. ÁSKORENDAPENNINN Laufey Leifsdóttir Stóru – Gröf syðri, Skagafirði Sjónarhorn UMSJÓN Lee Ann Maginnis Eftirleitir í Vesturfjöllunum. MYND AÐSEND Landsmótið á Sauðárkróki Fjöldi mótsgesta talinn um fjögur til fimmþúsund Landssmót UMFÍ á Sauðárkróki var haldið um síðustu helgi, dagana 12.– 15. júlí og var það nú í fyrsta sinn haldið með breyttu sniði sem fjögurra daga íþróttaveisla þar sem allir, 18 ára og eldri gátu skráð sig til leiks og valið úr tæplega 40 íþróttagreinum. Keppendur á mótinu voru um 1.300 talsins og segir Ómar Bragi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri mótsins, að þátttakan hafi farið fram úr fyrstu væntingum mótshald- ara. Erfitt sé hins vegar að gera sér grein fyrir heildarfjölda mótsgesta en hann segist áætla að um 4-5 þúsund manns hafi mætt á svæðið. Aðspurður segir Ómar að sannarlega hafi verið almenn ánægja með þetta nýja fyrir- komulag og hafi fjölmargir látið þá skoðun sína í ljós að hér væri um að ræða frábært verkefni sem örugglega væri komið til að vera. Eru einhverjir viðburðir sem standa upp úr? „Ég vil ekki taka einn viðburð fram yfir annan því það voru svo margir viðburðir sem heppnuðust frábærlega,“ segir Ómar. „En það sem stendur upp úr var að hér var fólk að hreyfa sig, á sínum forsendum, keppti, lét Íslandsmót í júdó Perlað af Krafti á Landsmóti Einn af viðburðum Landsmótsins á Sauðárkróki um síðustu helgi var Perlað af Krafti þar sem keppst var við að ná Íslandsmeti í perlun armbanda. Um 250 manns lögðu leið sína í Árskóla og perluðu af kappi. „Hugmyndin var að reyna við Íslandsmetið sem var sett af stuðningsmönum íslenska landsliðsins og Tólfunni í maí síðastliðnum. Þrátt fyrir mikið keppnisskap þá náðu þátttakendur á Landsmótinu ekki því meti og stendur Íslandsmetið því enn í 3983 armböndum“, segir Hulda Hjálmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krafts. Alls voru þó perluð 1386 armbönd sem er frábær árangur miðað við að fjölmargir aðrir við- burðir og keppni áttu sér stað á sama tíma. Á sama tíma og sama stað var einnig keppt í pönnukökubakstri sem margir perlarar nutu góðs af þar sem þeir gátu gætt sér á ljúffengum pönnukökum inn á milli." „Það er alveg hreint ómetanlegt hvað margir voru tilbúnir að koma og perla með okkur. En allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandenda. Sam- staðan var einstök og það er það sem skiptir mestu máli, að fólk komi saman að hjálpi okkur að hjálpa öðrum“, segir Hulda enn fremur. /Fréttatilkynning Keppst við að perla. MYND: FE vaða, lék sér og skemmti sér. Það var tilgangurinn.“ Er farið að huga að því hvert framhaldið verður? „Það tekur alltaf tíma að koma með svona „nýtt“ verkefni inn á markaðinn og bókin segir að svona viðburður taki um fimm ár að festa sig í sessi. Við munum setjast niður í haust og fara yfir þetta frá a-ö. Það verður síðan tekin ákvörðun í framhaldinu. Ég er hins vegar fullviss um að við tókum rétta ákvörðun um að breyta mótinu og þetta mun bara stækka og stækka. Hug- myndafræðin um að allir geti tekið þátt er í anda UMFÍ og ég vona sannarlega að við mun- um halda áfram á þessari braut.“ /FE Ómar Bragi Stefánsson. MYND AÐSEND 28/2018 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.