Feykir


Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 6
forðum, héldum við til hvílu á hóteli í Milngavie, í úthverfi Glasgow. Snemma skyldi vakna í morgunmatinn því hefja átti gönguna klukkan 8:30 þar sem farið yrði að West Highland Way stólpanum þar sem gangan formlega hæfist. Þetta er vinsælasta gönguleið í Skotlandi en hana ganga um 85.000 manns árlega. Á heimasíðu Skotgöngu segir að leiðin liggi í gegnum eitthvert fallegasta svæði landsins, meðfram vötnum og tignarlegum fjöllum, um skóga, dali og heiðar. Það er hverju orði sannara og gangan er nokkuð krefjandi. Dagleiðirnar voru í kringum 20 km en fólk hafði alltaf þann möguleika að hætta göngu og taka sér far á áfangastað ef á þyrfti að halda eða ganga hálfa dagleið. Í hópnum var blanda af vönu göngufólki og óvönu og veitti þessi möguleiki þeim óvönu meira sjálfstraust líkt og þeim sem þessi orð skrifar. Ferðin hófst og sólin brosti sínu breiðasta. Náttúra Skotlands er kannski ekki ósvipuð þeirri íslensku fyrir utan það að trén eru mun fleiri og veðrið betra, a.m.k. þá daga sem við vorum þar. Gengið er út úr borginni í gegn um Mugdock Park til Dumgoyne. Fólki stóð til boða að koma við í Glengoyne viskíverksmiðjunni og fara skoðunarferð um svæðið. Nokkrir nýttu sér það meðan aðrir röltu áfram og biðu vískískoðaranna á næstu sveitakrá. Verksmiðjan er greinilega vinsæl meðal ferðamanna þar sem stöðugur straumur fólks var að og frá bænum en verksmiðjan er á gamalgrónum sveitabæ. Eins og við var að búast er verslun á staðnum sem selur afurðir verksmiðjunnar og tengdan varning, og var eitthvað smálegt sem rataði í körfuna. Þegar búið var að borga spurði afgreiðslukonan á íslensku: „Viltu poka?“ „Vil ég poka?‘“ spurði ég á móti. „Er töluð íslenska hér?“ Þá hafði þessi kona unnið á Íslandi fyrir mörgum Það var fyrir um einu og hálfu ári síðan að Guðný Axelsdóttir fékk þá flugu í höfuðið að gaman gæti verið að ganga þessa leið en hún hafði séð umfjöllun um ferðaþjónustufyrirtækið Skotgöngu sem sérhæfir sig í skipulögðum gönguferðum bæði í Skotlandi og Englandi og hjónin Inga Geirs og Snorri Guðmundsson eiga og reka. Fór hún að reifa þessa hugmynd við kunningja sem endaði með því að svo margir í Skokkhópi Árna Stefáns höfðu áhuga að ákveðið var að kaupa eina ferð en 30 manns er hámarkið í svona ferðum. Undirbúningur gekk vel og allt stóð eins og stafur á bók hjá Ingu fararstjóra og gott betur. Hafði hún lofað góðu veðri en ekki líkt því eins góðu og reyndin varð því aldrei áður hafði mælst svo mikill hiti í Skotlandi frá því mælingar hófust. Alla dagana var glampandi sól og hiti frá 25 gráðum og allt yfir 30 stig. Skotar voru jafn sáttir við hitann og mörlandinn sem hafði varla farið út í meiri hita en 10 gráður heima hjá sér. Ferðin hefst á seinkun Fara átti í loftið í Keflavík fimmtudaginn 28. júní kl. 7:35 árdegis en það breyttist nokkrum sinnum fram að brottför sem varð um ellefu leytið. Varð það til þess að skoðunarferð sem áætluð var ytra fór úr skorðum en reynt var að gera það besta úr stöðunni. Inga fararstjóri og Kristín, systir hennar sem var einnig með okkur allan tímann, tóku á móti okkur á flugvellinum í Glasgow og drifu liðið út í rútu og farið var að Loch Lomond sem er stærsta stöðuvatn Bretlands, rúmir 36 km að lengd og 71 ferkílómetri að flatarmáli. Meðfram því ætluðum við að ganga næstu daga. Eftir að hafa fengið kvöldmat á skemmtilegum veitingastað, sem kannski minnti einna helst á sal riddara FRÁSÖGN Páll Friðriksson Dagana 28. júní – 4. júlí sl. fór 30 manna hópur frá Sauðárkróki til Skotlands til að ganga eftir vinsælustu gönguleið landsins, hina svokölluðu West Highland Way. Öll sú leið, frá Milngavie til Fort William, telur 153 km en ákveðið var að fara að þessu sinni hálfa leið, eins og margir gera, eða til Tyndrum, um 85 km. Undirritaður slóst í hópinn, enda kannski ekki stætt á öðru þar eð betri helmingurinn stóð fyrir ferðinni. Ráðhúsgengið við upphafsreit. Efemía Björns, Gunnar Sandholt, Guðný Axels og Gréta Sjöfn. MYNDIR: PF Skagfirðingar skutust til Skotlands Skokkhópur Árna Stef á West Highland Way árum síðan og gat talað hana með ágætum. Áfram var haldið og náðum við til Drymen, 800 manna bæjar, þar sem etinn yrði kvöldmatur áður en gengið yrði til náða. Fyrsti göngudagur gekk vel, allir tóku þátt og kláruðu daginn með sæmd. Gönguhraði meiri en gengur og gerist, sagði fararstjórinn sem einnig hafði orð á því að fúli kallinn hefði verið skilinn eftir heima þar sem hópurinn náði vel saman og skemmti sér vel. Dagur tvö Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur og rifjaði ég upp ummæli Stefáns Kemp, hins aldna snillings á Sauðárkróki, sem eitt sinn í hestaferð leit út um gluggann í Galtarárskála við fótferðatíma og fékk sólina beint í trýnið. „Heitasta helvíti! Það ætlar að verða sama andskotans blíðan og í gær.“ Sólarvörn var málið og það mikil. Axlirnar brunnar svo hlýralausi bolurinn var skilinn eftir og sá hálferma notaður þann daginn sem og hina sem eftir voru. Nú var farið af stað klukkan níu frá Drymen og haldið í gegnum skóglendi og upp Conic Hill. Ekkert merkilega hátt en reyndi þó örlítið á í hitanum. Útsýnið yfir Loch Lomond vatnið var glæsilegt og skoska náttúran skartaði sínu fegursta. Leiðin niður var brött og reyndi á fætur og þeir sem voru með veik hné fóru varlega. Gengið var til Balmaha og snæddur hádegismatur. Síðan var haldið sem leið liggur til Rowadennan sem var næturstaður göngu- garpa. Fallegt hótel á fallegum stað við Loch Lomond þar sem einhverjir fengu sér sundsprett, alla vega fótabað, í svalandi vatninu eftir krefjandi dag. Söguskrifari neitar því ekki að fætur voru orðnir þreyttir og stífir eftir þessa tvo daga og ákvað það að ganga hálfan dag næst líkt og stór hluti hópsins ætlaði sér. Bitmý og blóðsugur Sunnudaginn 1. júlí var lagt af stað frá hótelinu á sama tíma Það var smá bras hjá Sandholt að fá sér korn í slóna. En það hafðist að lokum. Hér fær Árni Stefáns skordýravarnarsprey hjá Hrönn Pétursdóttur. Held að það hafi dugað ágætlega. Yfirleitt var gengið í gegn um smábæi eða komið við á sveitakrám til að svala sér á fersku vatni eða öðrum veigum en sumstaðar varð á vegi okkar „samvisku-koffort“ eða „Honesty box“ þar sem höfðað er til samvisku fólks um að borga það sem tekið er úr kæliboxinu. Á kvöldvökunni að lokinni göngu var haldin spurningakeppni og sigurliðið fékk að launum skoska húfu með aukahári. 6 28/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.