Feykir


Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is 2. deild karla: Völsungur – Tindastóll 1-0 Húsvíkingar stálu öllum stigunum í uppbótartíma Lið Tindastóls skutlaðist til Húsavíkur í síðustu viku og spilaði þar við heimamenn í Völsungi. Eftir hörkuleik þar sem Stólarnir voru mun sterkari aðilinn voru það hins vegar heimamenn sem potuðu inn eina marki leiksins í uppbótartíma og svekkjandi tap því staðreynd. Það var Ólafur Jóhann Steingrímsson, sem komið hafði inn á sem varamaður skömmu áður, sem gerði markið á 91. mínútu. Þá höfðu Stólarnir fengið aukaspyrnu inni á vallarhelmingi Völsungs en upp úr henni náðu heima- menn skyndisókn sem þeir nýttu til að næla í stigin þrjú. Það var markmaður Völsunga sem hélt þeim inni í leiknum en hann varði oft og tíðum snilldarlega í leiknum og Stólarnir óheppnir að vinna ekki leikinn. Tindastólsliðið er sem stendur í ellefta sæti, fyrir ofan Huginn Seyðisfirði en stutt er í lið Víðis í Garði. Næsti leikur Tindastóls fer fram laurgardaginn 21. júlí kl. 14, en þá koma Seltyrningarnir í Gróttu í heimsókn á Krókinn. Grótta er í fjórða sæti með 20 stig eftir fyrri umferðina. Fjöl- mennum á völlinn og styðjum Stólana til sigurs! /ÓAB Bjarki Már Árnason þjálfari mfl. karla hjá Tindastóli „Seinni umferðin mun gefa okkur fleiri stig en sú fyrri“ Nú er keppni í 2. deild karla í knattspyrnu hálfnuð, fyrri umferðin að baki, og lið Tindastóls með sjö stig eftir fyrstu ellefu leikina. Fyrirfram var búist við erfiðu sumri hjá Stólunum og útlitið var ansi svart eftir fyrstu fimm umferðirnar, tap í öllum leikjum og vörnin hriplek. Síðan hefur liðið náð betra jafnvægi í leik sinn og halað inn nokkur stig. Feykir hafði samband við annan þjálfara Tindastóls, Bjarka Má Árnason, sem þjálfar liðið í félagi við Guðjón Örn Jóhannsson, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um fótboltasumarið. Hvert var markmið liðsins fyrir sumarið? -Markmið liðsins fyrir sumarið var og er að að halda sér í deildinni. Það er uppbygging í gangi hjá liðinu þar sem margir ungir óreyndir leikmenn eru að stíga sín fyrstu spor í boltanum. Við erum stað- ráðnir í að ná markmiðinu og má hrósa drengjunum í hópnum fyrir hve mikið þeir leggja á sig. Var byrjunin á mótinu erfið- ari en þið áttuð von á? -Við byrjuðum mótið í raun skelfi- lega og fyrstu 3-4 leikirnir voru mjög slakir af okkar hálfu. Við vorum bara alls ekki að spila nógu vel. En eins og sést þá er búið að vinna mikið í að laga þá þætti sem voru ekki nógu góðir. Ertu ánægður með framfar- irnar hjá liðinu upp á síð- kastið? -Liðið okkar er að bæta sig dag frá degi og við höfum verið klaufar að hafa ekki landað fleiri stigum í síðustu leikjum. Við erum orðnir þéttir varnarlega og farnir að vera beittari í sóknarleiknum, þurfum bara að fara nýta færin okkar betur, það kemur. Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart í leik liðsins eða heilt yfir í 2. deildinni í sumar? -Það hefur í raun ekkert komið mér á óvart, þetta er svona klassískt hjá Tindastóli, við byrjum rólega en þegar liðið er búið að slípast betur saman þá fer það að sýna sitt rétta andlit. Mótið er hálfnað þegar þetta er skrifað og það er alveg klárt að seinni umferðin mun gefa okkur fleiri stig en sú fyrri. Á að styrkja hópinn fyrir síðari umferðina? -Fyrir mót þá var ákveðið að keyra þetta á heimamönnunum og sú stefna hefur ekki breyst. Við höfum enn tröllatrú á þeim strákum sem eru í hópnum, sérstaklega í ljósi þess að leikur liðsins er að verða betri og þeir að bæta sinn leik. Nú ert þú búinn að eiga ansi langan feril, hvað finnst þér helst hafa breyst í boltanum frá því að þú varst að stíga þín fyrstu spor í meistara- flokki? -Það er ansi margt búið að breystast frá því að ég var að byrja, leikmenn í dag eru flestir miklu tæknilega betri en áður. Þjálfunin er orðin miklu markvissari og einstaklingsmiðarari. Leik- irnir fyrir fáeinum árum síðan voru miklu meiri bardagar en þeir eru í dag. Sakna t.d. að spila við leikmenn eins og Ragga Hauks frá KS, þar sem var sko tekist á án þess að kasta sér niður við minnstu snertingu, leikaraskapur er eitt af því sem er ekki hjálpa leiknum. Annars er eitt sem breytist ekki, en það er hve ofsalega gaman er að keppa og erfitt að lýsa því hve gaman er að takast á við erfiðan mót- herja og jafnframt skemmti- legra að vinna með sam- herjunum í að leggja andstæðinginn að velli. Bjarki Már í baráttunni fyrr í sumar. MYND: ÓAB 4. deild karla D-riðill Heimaleikur á Blönduósvelli Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar tekur á móti Vatnaliljum á Blönduósvelli á föstudaginn kl. 20. Sem stendur er lið Kormáks/ Hvatar í 3. sæti riðilsins með 9 stig. Búast má við mikilli stemmningu á vellinum en Húnavaka fer fram um helgina á Blönduósi og búast má við fjölda gesta í bænum. Meistaraflokksráð mun grilla og selja hamborgara í hálfleik. Heiðruð verður minning Kristjáns Blöndal Jónssonar sem lék í fjölmörg ár undir merkjum Knattspyrnudeildar Hvatar. Enginn aðgangseyrir verður á völlinn en leikurinn verður í boði Vilkó. /LAM VIÐTAL Óli Arnar Brynjarsson 2. deild kvenna: Hvíti riddarinn – Tindastóll 1-3 Hvíti riddarinn lagður að velli í Mosfellsbæ Stelpurnar í Tindastól mættu Hvíta riddaranum á svampblautum velli Tungubakka í Mosfellsbæ sl. miðvikudagskvöld og kræktu sér í þrjú stig. Stólar voru mun betri aðilinn í leiknum en náðu ekki að skora nema þrjú mörk á móti einu heimamanna. Með sigrinum styrktu þær stöðu sína á toppnum með 18 stig, þremur fleiri en Augnablik sem á einn leik til góða. Það var Murielle Tiernan sem opnaði markareikning Tindastóls á 21. mínútu og skoraði fyrra mark sitt í leiknum en hún hefur verið drjúg í markaskoruninni fyrir sitt lið. Stuttu síðar bætti Guðrún Jenný Ágústsdóttir marki við fyrir stólana en hún hefur einnig verið að hlaða inn mörkum í sumar. Á 27. mínútu minnkaði Sigrún Erla Lárusdóttir muninn fyrir Hvíta riddarann og staðan 1-2 Stólum í vil en þannig var staðan í hálfleik. Þegar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik jók Murielle Tiernan forskotið á ný þegar hún smellti boltanum í net andstæðinganna – ellefta mark hennar fyrir Stólana í sumar staðreynd. Ekki var skorað meira þrátt fyrir dauða- færi og yfirburði gestanna. Næsti leikur Stóla er annað kvöld, 19. júlí, á Króknum og þá er um að gera að drífa sig á völlinn og hvetja stelpurnar til sigurs gegn Völsungi Húsavík. /PF 28/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.