Feykir


Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 28 TBL 18. júlí 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Smáforrit fyrir Húnaþing vestra Húnaþing vestra Ferðamálafélag Húnaþings vestra hefur gefið út app eða smáforrit sem nefnist „Hunathing“. Hefur það að geyma allar helstu upplýsingar um Húnaþing vestra og þá þjónustu sem þar er í boði. Á vef Húnaþings vestra segir að tilgangur appsins sé „að auka jákvæða upplifun ferðamanna á svæðinu sem og að auðvelda þeim sem leiðsegja gestum um svæðið sitt.“ Verkefnið styrku Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Húnaþing vestra og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Finna má smáforritið bæði fyrir Apple og Android undir nafninu „Hunathing“. /FE Lokasýning nemenda Virginia Tech háskólans Skagaströnd Nemendur Virginia Tech háskólans í Bandaríkj- unum sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð síðustu sex vikurnar héldu lokasýninguna sína þann 10. júlí sl. á Skagaströnd. Þrettán nemendur stóðu að sýningunni en hópur- inn samanstendur af nemendum í grunn- og meistaranámi í skapandi tækni en undir það fellur meðal annars kvikmyndagerð, ljósmyndun, tölvu- leikjahönnun og sýndarveruleiki. Í boði var að spila tölvuleiki sem hannaðir voru meðan á dvöl þeirra stóð, ýmis vídeóverk voru sýnd ásamt textíllistaverkum. /LAM Áhugasamur gestur í tölvuleik sem hannaður var meðan á dvöl nemendanna stóð. MYNDIR: LAM Valdimar O. Hermannson ráðinn sveitarstjóri Blönduósbær Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur ráðið Valdimar O. Hermannsson sem sveitarstjóra og var ráðningin staðfest á fundi sveitarstjórnar í gær, 12. júlí. Valdimar hefur undanfarin tvö ár starfað sjálfstætt, meðal annars sem verkefnastjóri, nú síðast fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Valdimar er markaðsfræðingur að mennt en hefur einnig lagt stund á fjölbreytt nám, m.a. í viðskiptafræðum, stjórnun, markmiðasetningu og leiðtogaþjálfun bæði hérlendis sem og í Evrópu, Japan og USA. Valdimar var fulltrúi í bæjarstjórn Fjarðabyggðar í tólf ár og sat þar í bæjarráði í sex ár. Hann hefur gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum á vettvangi sveitarstjórnarstigsins á landsvísu, m.a. sem formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, stjórnarformaður Austurbrúar ses., Náttúru- stofu Austurlands, HAUST og SHÍ. Þá situr hann í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, og þekkir því vel til stöðu sveitarfélaga á svæðinu. Áður starfaði Valdimar meðal annars í tólf ár sem rekstrarstjóri hjá Heil- brigðisstofnun Austurlands og um tíma einnig sem for- stöðumaður innkaupasviðs HSA en þar áður aðallega við innkaupa- og rekstrarstjórn fyrirtækja.Valdimar er í sam- búð með Vilborgu Elvu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi. Sveitarstjórn Blönduósbæjar fagnar ráðningu Valdimars og hlakkar til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru í samstarfi við hann. Valdimar mun hefja störf sem sveitarstjóri Blönduósbæjar 14. ágúst n.k. sam- kvæmt samkomulagi þar um. /LAM Sveitarstjórn Blönduósbæjar ásamt Valdimar sem er fjórði frá vinstri. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON Verk unnið úr jurtalituðum bútum. „Alvöru gína“ eftir Lori Black. „Miðnæturhiminn.“ 1000 bita púsluspil málað með akrýlmálningu sem rúllar yfir vídeóverk. Vinnuborð nemanda.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.