Feykir


Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 18.07.2018, Blaðsíða 10
Tókstu þátt í einhverjum keppnisgreinum eða starfi á Lands- móti og hvernig gekk? -Já, ég fór mikla frægðarför á Landsmótið. Keppti í körfubolta og varð Landsmótsmeistari með Molduxum. Vorum reyndar eina liðið skráð í aldursflokki 50-99 ára. Við Uxarnir sáum einnig um framkvæmd keppninnar svo ég get sagst hafa verið sjálfboðaliði. Þá tók ég þátt í 100 metra spretthlaupi í 50+. Dró fram ævaforna hlaupaskó sem skiluðu mér í mark á 15 sekúndum. Varð annar í mínum aldursflokki en því miður fyrir stoltið voru einhverjir eldri gaurar sem hlupu hraðar. Hvernig þótti þér takast til með mótið? -Mér fannst Landsmótið meiriháttar og takast ótrúlega vel. Það voru reyndar margar greinar eða atburðir sem fóru framhjá mér vegna þess hversu margt var í boði. Ætlarðu að mæta á næsta Landsmót? -Ég væri meira en til í að mæta á svona hátíð aftur. Áfram UMFÍ! /FE Svipmyndir frá Landsmótinu á Sauðárkróki og keppendur teknir tali Margt skemmtilegt í boði á Landsmótinu Tókstu þátt í einhverjum keppnisgreinum eða starfi á Lands- móti og hvernig gekk? -Ég fór í jóga, fjallgöngu, keppti í Strandhandbolta með íþróttafélaginu Mjóu ræmunum og erum við Landsmótsmeistarar eftir stórskemmtilega keppni. Aðstoðaði við framkvæmd nokkurra keppnisgreina sem var stórskemmtilegt og gefandi. Ég er stoltust af þvi að hafa fengið Kraft til að koma til okkar og Perlað af Krafti var yndisleg stund. Sannast aftur og enn hvað við erum frábær og tilbúin í að láta gott af okkur leiða. Vil þakka öllum sem komu og tóku þátt í þessu með okkur fyrir hjálpina. Hvernig þótti þér takast til með mótið? -Landsmótið tókst vel og margt skemmtilegt í boði svo sem kynning á nýjum íþróttagreinum. Biathlon og Ringo fannst mér mjög áhugavert og jákvætt að koma inn með nýjar keppnisgreinar. Ætlarðu að mæta á næsta Landsmót? -Stefnan er að sjálfsögðu sett á næsta Landsmót. /FE Guðný Guðmundsdóttir á Sauðárkróki „Jákvætt að koma inn með nýjar keppnisgreinar“ Mjóu ræmurnar. Guðný lengst til vinstri. MYND ÚR EINKASAFNI Gullslegnir Molduxar. Árni, Valli, Geiri, Margeir og Palli lengst til hægri. MYND AÐSEND 10 28/2018 Páll Friðriksson á Sauðárkróki „Væri meira en til í að mæta á svona hátíð aftur“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.