Feykir


Feykir - 25.07.2018, Síða 2

Feykir - 25.07.2018, Síða 2
Ég naut þeirra forréttinda að alast upp á Blönduósi, frá sjö ára aldri, þar sem ég lék mér óhult allan daginn og skilaði mér svo heim þegar ég var orðin svöng eða þreytt. Móðir mín átti pínu erfitt með að aðlagast þessu eftir að hafa búið erlendis og í Reykjavík og á tímabili var ég líklegast eina sjö ára barnið á Blönduósi sem var sett í pössun á morgn- ana áður en skólinn byrjaði eftir hádegi. Þegar ég fluttist svo í burtu frá Blönduósi til að mennta mig var ég alveg handviss um að ég myndi aldrei flytja aftur heim. Ég sá enga framtíð þar. En svo eignaðist ég barn og allt breyttist. Eftir að ég fluttist aftur heim árið 2014 eftir háskólanám hefur það ítrekað gerst að fólk geri athugasemdir við búsetu mína. Ég fæ reglulega spurninguna „Býrðu í alvörunni á Blönduósi?“ og svo fylgir í framhaldinu „ætlar þú ekkert að flytja í bæinn bráðlega?“ Ég hef oft svarað þessu með spurningunni: „Af hverju ætti ég að vilja það?“ Á Blönduósi hef ég allt sem ég þarf. Foreldra mína og vini og það stuðningsnet sem ég þarf. Frábæran grunnskóla, bestu sundlaug landsins, góða vinnu og stutt er í allar áttir. Sonur minn getur leikið sér óhultur eins og ég gerði. Við mæðginin erum dugleg að ferðast saman og sækja viðburði, hvort sem það er á tónleika, bíó eða aðra afþreyingu. Við erum heppin með það að veðrið hefur svona nokkurn veginn verið til friðs þannig að við höfum komist þangað sem við viljum fara. Við höfum því allt sem við þurfum. Þrátt fyrir að það geti stundum reynt á að búa í litlu samfélagi, þá eru kostirnir miklu fleiri heldur en gallarnir. Ef eitthvað kemur upp á, lítið eða stórt, þá eru allir reiðubúnir til að aðstoða. Hvort sem það eru flutningar, undirbúningur fyrir viðburði, bakstur fyrir erfidrykkjur eða annað. Samtakamáttur íbúa í litlum sveitarfélögum er nefnilega alveg ótrúlegur. Þegar það þarf að gera eitthvað, þá er það bara gert. Þess vegna vil ég hvergi annarstaðar búa. Lee Ann Maginnis, blaðamaður LEIÐARI Býrðu í alvörunni á Blönduósi? Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Lee Ann Maginnis, bladamadur@feykir.is & 867 3799, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Í síðustu viku lögðu 33 bátar upp á Skaga- strönd og var afli þeirra rétt um 109 tonn. Á Sauðárkróki var landað rúmum 719 tonnum af 14 skipum og bátum, þar af um 295 tonnum af rækju sem Silver Framnes flutti hingað. Á Hofsósi lönduðu fjórir bátar 12,7 tonnum. Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 840.968 kíló. /FE Aflatölur 15. – 21. júlí 2018 á Norðurlandi vestra 719 tonnum landað á Sauðárkróki SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Arndís HU 42 Handfæri 1.224 Auður HU 94 Handfæri 8.983 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 1.634 Bergur sterki HU 17 Handfæri 542 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 2.430 Blíðfari HU 52 Handfæri 2.407 Blær HU 77 Landbeitt lína 805 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 2.294 Dísa HU 91 Handfæri 785 Dóra ST 225 Handfæri 5.672 Elín ÞH 82 Handfæri 2.482 Fengsæll HU 556 Handfæri 1.831 Garpur HU 58 Handfæri 1.418 Geiri HU 69 Handfæri 2.486 Guðmundur á Hópi HU 203Lína 7.269 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 2.342 Gyðjan HU 44 Handfæri 1.164 Hafdís HU 85 Handfæri 1.664 Hafrún HU 12 Dragnót 24.388 Jenný HU 40 Handfæri 1.636 Kambur HU 24 Handfæri 2.018 Katrín GK 266 Landbeitt lína 7.218 Loftur HU 717 Handfæri 3.203 Lukka EA 777 Handfæri 1.597 Magnús HU 23 Handfæri 4.564 Már HU 545 Handfæri 1.699 Sandvík GK 73 Handfæri 2.803 Smári HU 7 Handfæri 2.306 Svalur HU 124 Handfæri 2.034 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 846 Sæunn HU 30 Handfæri 2.485 Víðir EA 423 Handfæri 2.270 Víðir ÞH 210 Handfæri 2.423 Alls á Skagaströnd 108.922 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 17.916 Drangey SK 2 Botnvarpa 147.904 Gammur II SK 120 Handfæri 1.036 Gjávík SK 20 Handfæri 2.149 Hafborg EA 152 Dragnót 28.372 Kristín SK 77 Handfæri 2.212 Maró SK 33 Handfæri 2.273 Málmey SK 1 Botnvarpa 169.947 Már SK 90 Handfæri 559 Onni HU 36 Dragnót 16.752 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 31.504 Silver Framnes NO 999 Rækjuvarpa 294.732 Steini G SK 14 Handfæri 1.093 Vinur SK 22 Handfæri 2.839 Alls á Sauðárkróki 719.288 HOFSÓS Geisli SK 66 Handfæri 6.087 Skáley SK 32 Handfæri 3.203 Skotta SK 138 Handfæri 2.346 Þorgrímur SK 27 Handfæri 1.122 Alls á Hofsósi 12.758 Rauði krossinn í Skagafirði fær góða gjöf Fékk fjórar kennslubrúður frá Blöndustöð Nýverið færði Blöndustöð Landsvirkjunar Rauða krossinum í Skagafirði fjórar kennslubrúður (ungbörn) að gjöf. Var það gert í þakklætisskyni fyrir góða þjónustu og árangursríka skyndihjálparkennslu til margra ára bæði fyrir unglinga í sumarvinnu og fastráðið starfsfólk. Guðmundur R. Stefánsson, stöðvarstjóri Blöndustöðvar, afhenti gjöfina og veitti Karl Lúðvíksson, skyndihjálparkennari, henni við- töku og þakkaði velvildina. /FE Sumarfrí í Nýprenti Feykir og Sjónhorn Mánudaginn 30. júlí lokar Nýprent vegna sumarleyfa en opnar aftur þann 13. ágúst. Næstu blöð eftir sumarfrí koma út miðvikudaginn 15. ágúst n.k. Efni verður sett inn á vefinn www.feykir.is meðan á lokun- inni stendur. Lee Ann Maginnis, blaðamaður, mun standa vakt- ina og hægt er að ná á hana í gegnum netfangið bladamadur @feykir.is eða í síma 867-3799. /LAM Listir og menning Þriðja tölublað ICEVIEW komið út Þriðja tölublað ICEVIEW er komið út. Tímaritið fjallar um verk rithöfunda og listamanna sem ferðast til Íslands í sköpunarhugleiðingum. Það miðlar reynslu listamanna af dvöl þeirra á Íslandi með viðtölum og myndum af listaverkum auk þess að birta ritverk þeirra. Tímaritinu er ætlað að brúa það bil sem skapast getur milli íbúa og gesta sem dvelja tíma- bundið á landinu og þannig skapa vettvang fyrir listamenn til að koma list sinni á framfæri við breiðan hóp unnenda. ICEVIEW er meira en bara listatímarit fyrir listamenn, útgáfunni er beint að öllum íbúum landsins sem fá tækifæri á að eiga samtal við samfélög listamanna sem þróast hafa á landinu. Ritstjóri ICEVIEW er KT Browne og aðstoðarritstjórar eru Emilie P. Slater og Katharina Schneider. nList, sem er útgef- andi ICEVIEW, eru almenn félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Með félaginu hafa aðstandendur áhuga á að kanna snertifleti lista og vísinda með gagnrýninni hugsun og þverfaglegri samvinnu. Útgáfa nList leggur áherslu á breidd tungumála og að samtvinna texta og myndform til að koma túlkun sinni á framfæri við samfélag hugsuða. /LAM Guðmundur R. Stefánsson, stöðvarstjóri, afhendir gjöfina og Karl Lúðvíksson, skyndihjálparkennari, tekur við fyrir hönd Rauða krossins í Skagafirði. AÐSEND MYND 2 29/2018

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.