Feykir


Feykir - 25.07.2018, Qupperneq 6

Feykir - 25.07.2018, Qupperneq 6
hún er jafnan kölluð, var að þau fengu, árið 1958, landskika á Hvammstanga. Landið var, að Sigurðar sögn, ein og hálf dagslátta eða u.þ.b. einn og hálfur hektari. Margir höfðu reynt að taka þetta land til ræktunar en það gekk aldrei. „Við hefðum ekki fengið þetta land ef það hefði ekki verið alveg á kláru að það væri ekki hægt að nota það neitt, hvorki sem tún eða fyrir nokkra skepnu,“ segir Lilla og bætir því við að föður hennar sem var bóndi frammi í Miðfirði hafi þótt þetta léleg fjárfesting. „Það var sagt að það væri ekki hægt að rækta hér og þess vegna gerði ég það!“ segir Sigurður og glottir. Benjamín skýtur því að að afi hans hafi í gegnum tíðina prófað að rækta ýmsar tegundir sem ekki átti að vera hægt að rækta hérlendis og Sigurður bætir við nokkrum sögum af ræktunartilraunum sínum, meðal annars af tilraun með risafuru sem hann pantaði frá Ameríku og óx vel í gróðurhúsinu hjá honum en lifði ekki lengi eftir að hann færði hana út í íslenska náttúru, mest af þeirri ástæðu, telur Sigurður, að hann hafði tjaldað yfir hana um haustið í stað þess að láta hana vera óvarða. „Svo um vorið var þetta allt í kássu, spýtan og allt. Ég lét sem ég sæi þetta ekki. Svo voru strákarnir alltaf að spyrja um þetta en ég Þó hjónin beri aldurinn vel er óhjákvæmilegt að hann hamli getu þeirra til að annast þetta víðfeðma svæði eins og með þyrfti. Því ákvað Benjamín, fyrr í sumar, að freista þess að setja af stað hópfjármögnun á Karolina Fund sem gæti gert honum kleift að vera heima á Hvammstanga í sumar og taka til hendinni á Blettinum. Þar var mikið verk fyrir höndum við að endurnýja brýr og göngustíga og dytta að vélum og tækjum svo eitthvað sé nefnt. Benjamín stefnir á nám erlendis í haust og segir að sig hafi langað til að verja sumrinu á Hvammstanga. „Mig langaði að gera eitthvað fyrir ömmu og afa, eitthvað sem ég væri ánægður með. Og þá fór ég einmitt að pæla í þessu, hvað það gæti verið flott að vera hér og vinna alvöru vinnu og skila kannski einhverju til baka. Ég veit ekki hvað amma og afi eru búin að hjálpa mér mikið í gegnum ævina þannig að mér fannst þetta svona ágætisleið. Afi sagði reyndar: „Ef ég væri aðeins yngri þá myndi ég segja að þú værir ruglaður.“ En svo gekk þetta alveg upp. Útlitið var nú ekki gott til að byrja með, það gekk vel fyrstu 4-5 dagana en svo bara hugsaði ég, þetta er allt að fara til fjandans hjá mér.“ Söfnunin tók svo góðan kipp og þegar upp var staðið hafði safnast rúmlega sú upphæð sem stefnt var að. „Þannig að hér er ég bara alla daga frá 8-5,“ segir Benjamín, ánægður með að geta lagt sitt af mörkum til að halda Blettinum í horfinu. Áhuginn kviknaði á Akureyri Áhugi Sigurðar á skógrækt kviknaði þegar hann var í tvö ár á Akureyri þar sem fólk var gjarnan með garða og tré við hús sín og einnig kom hann mikið í gömlu skógræktarstöðina þar. Á Hvammstanga var fólk á þessum tíma ekki farið að láta á það reyna að vera með garða og talið víst að óblíð veðrátta hentaði ekki til slíks. Þó nafnið á reitnum láti frekar lítið yfir sér er ekki um neinn smáskika að ræða því svæðið allt er rúmir fjórir hektarar. Upphafið að skógræktinni hjá Sigurði og Ingibjörgu, eða Lillu eins og VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Þeir sem leggja leið sína til Hvammstanga veita því ef til vill athygli, rétt áður en ekið er inn í bæinn, að þar á hægri hönd er að finna myndarlegan skógræktarreit. Svæðið sem um ræðir ber nafnið Bletturinn og á hann 60 ára afmæli í ár. Heiðurinn að honum eiga fullorðin hjón á Hvammstanga, þau Sigurður Eiríksson og Ingibjörg Pálsdóttir sem bæði eru á níræðisaldri, hann verður 88 ára í nóvember en hún 85 í ágúst. Á sólríkum degi í síðustu viku leit blaðamaður við á Blettinum og hitti þar fyrir þau hjón ásamt syni þeirra, Oddi, og Benjamín Frey, syni hans. Oddur, Ingibjörg, Sigurður og Benjamín við sírenurunnana sem eru í miklu uppáhaldi hjá Sigurði. MYNDIR: FE Bletturinn á Hvammstanga „Það var sagt að það væri ekki hægt að rækta hér“ Feðgarnir Benjamín og Oddur á steininum sem var svo ógnarstór í æsku þeirra og tengist mörgum leikjum. 6 29/2018

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.