Feykir


Feykir - 03.10.2018, Síða 4

Feykir - 03.10.2018, Síða 4
Leikfélag Sauðárkróks Ævintýrabókin á fjalirnar í Bifröst Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir á sunnudaginn kemur leikritið Ævintýra- bókina eftir Pétur Eggerz með tónlist eftir Guðna Franzson. Leikstjóri verksins er Ingrid Jónsdóttir og alls eru 28 hlutverk í sýningunni sem leikin eru af 25 leikurum. Leikstjórinn, Ingrid Jónsdóttir, á að baki langan og farsælan feril sem leikstjóri en hún hefur sett upp í kringum 30 sýningar, vítt og breitt um landið. Þetta er þriðja verkið sem Ingrid setur upp hjá Leikfélagi Sauðárkróks en áður hefur hún sett upp Sæluvikustykkin Tvo tvöfalda vorið 2012 og Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan á síðasta vori. Ingrid segir að Ævintýra- bókin sé skemmtilegt verk sem allir aldurshópar ættu að geta skemmt sér yfir, „það eru alveg fullorðinsbrandarar í þessu líka og ærsl og léttleiki, góð lög og góðir söngvarar en Skagfirð- ingar eru náttúrulega þekktir fyrir að vera góðir söngvarar,“ segir Ingrid. „Leikritið fjallar um stelp- una Dóru sem er að fara að sofa og flettir Ævintýrabókinni sinni til að velja sér ævintýri til að lesa fyrir svefninn. Fyrir valinu verður ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn en það finnst Dóru skemmtilegasta ævintýrið. Þegar hún byrjar að lesa birtast persónurnar úr sögunni og úlfurinn ákveður að stinga af úr Rauðhettu og fara í einhver önnur ævintýri af því að honum er farið að leiðast svo þarna. Dóra og veiðimað- urinn fara svo að leita að honum og þau koma við í hinum ýmsu ævintýrum eins og Stígvélaða kettinum, Ösku- busku, Mjallhvíti og fleiri. Allt fer svo vel að lokum“ segir Ingrid. Formaður leikfélagsins er Sigurlaug Dóra Ingimundar- dóttir. Hún segir hafa gengið vel að manna þessi mörgu hlutverk sem hafi gert æfinga- tímabilið mjög auðvelt. Í verkinu eru þrjú burðarhlutverk sem leikin eru af þeim Birgittu Pétursdóttur sem leikur Dóru, Guðbrandi Guðbrandssyni sem leikur veiðimanninn og Hauki Skúlasyni sem fer með hlutverk úlfsins. „Það eru margir nýir að koma inn sem við gleðjumst alltaf mjög mikið yfir. Við erum með hóp af dvergum, dvergana sjö, sem eru að mestu krakkar úr grunnskóla en annars er þetta mjög breiður hópur, eiginlega allur aldur, vanir og óvanir, og hefur gengið mjög vel að koma þessu öllu fyrir í ekki stærra rými en Bifröst er.“ Ævintýrabókin verður frum- sýnd á sunnudaginn kemur, 7. október, klukkan 16:00. Sýn- ingar verða átta talsins og dreifast á næstu tíu daga. Sigurlaug segist að lokum vilja hvetja fólk til að drífa sig strax í leikhús og missa ekki af þessari skemmtilegu sýningu. Leikhópurinn ásamt leikstjóra. MYND: PF Hvernig nemandi varstu? Mig langar að segja slæmur en ég vil frekar vísa því til skólakerfisins. Ég var uppfinningasamur, lífsglaður og hafði litla getu til að sitja kyrr og stunda páfagaukanám. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ætli það sé ekki seðlabunkinn. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Vísindamaður er það sem ég man eftir að fólk sagði að ég yrði, en ég er ekki viss um að ég hafi haft einhver sérstök plön. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ætli það hafi ekki verið skjalataska sem var full af rafmagnsdóti. Besti ilmurinn? Stafasúpa. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Það hefur pottþétt verið útvarpsstöðin Mono sem hefur verið í gangi í bílnum. Hvernig slakarðu á? Horfi á þætti, bíómyndir, dúlla mér í tölvu, fikta í alls konar dóti eða ligg í sólbaði. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég horfi ekki á sjónvarp í línulegri dagskrá nema að ég sé í heimsókn hjá einhverjum, þannig að ég missi alltaf af öllu í sjónvarpinu. Besta bíómyndin? Fear and Loathing in Las Vegas, vegna þess að hún er algerlega sturluð. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ég er með ofnæmi fyrir íþróttum. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Skil tæki og tækni mjög vel. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Lambahryggur með stökkri puru. Hættulegasta helgarnammið? Ég myndi ekki segja að lakkrís sé helgarnammi heldur hluti af lífsstíl mínum, annars borða ég mjög lítið af nammi. Hvernig er eggið best? Í pönnuköku. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað ég er ótrúlega gleyminn á suma hluti. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Smjatt, öndunar- hljóð og hrotur geta gert mig geðveikan. ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson. ÁRGANGUR: 1982. FJÖLSKYLDUHAGIR: Í sambúð. BÚSETA: Fossvogsdalur í Reykjavík. HVAR ERTU UPP ALINN: Ég er uppalinn á Akureyri mín fyrstu 14 ár fyrir utan eitt ár á Króknum þegar ég var 5 ára og svo flutti ég til Sauðárkróks 14 ára til 21. STARF / NÁM: Mín aðalstörf eru í formennsku minni hja NPA miðstöðinni og sem formaður málefnahóps ÖBÍ um sjálf- stætt líf. Einnig er ég formaður Pírata í Reykjavík og Tölvu- miðstöðvar fatlaðra. Samhliða því er ég svo í stjórn ÖBÍ, SEM, H-SEM, Örtækni og í framkvæmdaráði ÖBÍ. Ég er með stúdentspróf og hef lokið bóklegu námi í garðyrkjufræði og fór í grunnnám í rafmagnsfræði á uglingsaldri. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Ekkert um okkur án okkar. Hver er elsta minningin sem þú átt? Af mér standandi uppi á stofuborði á meðan afi minn var að skreyta jólatré. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Ég er greini- lega ekki nógu frægur en ég held ég myndi ekki vilja vera einhver annar. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Ég hef gaman af bókum eftir Sven Hassel og held líka mikið upp á Ender’s Game. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Ég lít á mig sem frekar jákvæðan einstakling og held mikið upp á frasann „skítur skeður“ sem ég nota nokkurn veginn á þann hátt „höldum áfram“. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég hugsa að ég myndi ferðast svona hundrað milljónir ára aftur í tím- ann til að sjá heiminn í þeirri mynd sem hann var þá með þeim dýrum sem uppi voru á því tímabili. Annars hefði ég líka gaman að ferðast um alheiminn og skoða hann svona fyrst að við erum að tala um erfiðar ferðir í tíma og rúmi Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ævintýri Rúnars. Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu… til Tælands, þar er gott að slaka á í sólinni. Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Fallhlífastökk er eitthvað sem mig hefur langað að gera í fjöldamörg ár. Rúnar Björn Herrera. MYND ÚR EINKASAFNI Rúnar Björn UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir Smellt'á okkur einum... Feykir.is 4 37/2018

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.