Feykir - 05.12.2018, Blaðsíða 4
Blaðamaður Feykis hitti tvo
meðlimi hópsins á dögunum,
þær Herdísi og Selmu, og fékk
þær til að segja sér lítillega frá
sýningunni.
„Verkefnið lýtur að því að
minnast uppbyggingar Dana hér
á Sauðárkróki, samvinnu þeirra
við Skagfirðinga og íbúa hér og
þess hvernig Danir tóku þátt í að
gera Sauðárkrók að þeim bæ
sem hann varð. Verkefnið hlaut
náð fyrir augum fullveldis-
nefndar og úr var að setja upp
revíu þar sem fjallað er í tali,
tónum og textum um þessa
uppbyggingarsögu og farið yfir
búsetu Dana hér á Sauðárkróki
og hvernig þeir tóku þátt í að
byggja upp menningar-,
atvinnu- og menntalíf hér á
staðnum og í rauninni að búa til
bæinn með Skagfirðingum.“
Revían er byggð þannig upp að
sögumenn munu stikla á stóru í
sögunni en einnig koma fram
ýmsir tónlistarmenn, bæði
einsöngvarar, dúett og kvartett.
Meðal þeirra sem fram koma
eru söngvararnir Kristjana
Arngrímsdóttir og Róbert
Óttarsson, kvartett úr Karla-
kórnum Heimi undir stjórn
Stefáns R. Gíslasonar og félagar
úr Leikfélagi Sauðárkróks sem
flytja leikin atriði undir stjórn
Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar.
Þá mun Brynjar Pálsson, fyrrum
bóksali, fjalla í nokkrum orðum
um tengdaforeldra sína,
apótekarahjónin Ole og Minnu
Bang, en segja má að hin danska
saga Króksins hafi að vissu leyti
lifað áfram í gegnum þau.
Áhuginn á samskiptum og
vináttu við Dani hefur einnig
lifað með ýmsum öðrum hætti.
Nægir að nefna að í ár fagnar
Árskóli 20 ára samskiptum við
skóla í vinabæ okkar Køge, en á
hverju ári eiga sér stað
gagnkvæmar nemendaheim-
sóknir.
„Markmiðið með þessu er að
auka meðvitund okkar hér um
þann mikla og stóra þátt sem
Danir áttu í því að Krókurinn
varð að bæ,“ segja þær stöllur.
„Þeir voru frumkvöðlar og
höfðu svolítið þá sýn að
Sauðárkrókur ætti að hafa allt
það til að bera sem borgir hefðu,
svo sem götur, kirkju, skóla,
sjúkrahús, leikhús og ýmsa
menningu. Menn vildu gera
Sauðárkrók að almennilegum
bæ. Sýningunni er ætlað að vekja
athygli á sögunni þó þarna sé
ekki verið að gera henni skil með
einhverjum sagnfræðilegum
hætti, heldur bara að reyna að
miðla andrúmsloftinu.“
Þó sýningin sé ekki sagnfræðileg
er vissulega stuðst við margar
heimildir. Í sýningarskrá segir
að Gunnar Sandholt hafi „dýft
sér á kaf í söguna og tekið saman
söguþráðinn“ og stuðst þar við
fjölda ritaðra heimilda, þá helst
Sögu Sauðárkróks og Skag-
firzkan annál eftir Kristmund
Bjarnason en einnig greinar úr
Skagfirðingabók og ævisögur
merkra manna.
Saga Dana á Sauðárkróki virðist
hafa yfir sér öllu jákvæðari blæ
en þann sem lesa má um í
sögubókum. „Það gerðist
auðvitað víða á þessum tíma að
Danir mynduðu sitt eigið
samfélag og sína yfirstétt en það
gerðist ekki hér og þess vegna er
kannski svona ákveðin viður-
kenning og væntumþykja
gagnvart þessum frumbyggjum
hérna,“ segir Herdís að lokum.
Sýnt verður tvisvar sinnum,
fimmtudaginn 6. og laugar-
daginn 8. desember kl. 20:00 í
Bifröst á Sauðárkróki. Miðaverð
er 2.500 krónur.
Hægt er að panta miða á
sýninguna hjá Herdísi í síma
897 6618 og Selmu í síma 844
9874. /FE
AÐSENT : Halla Signý Kristjánsdóttir
Lögreglan efld
Halla Signý Kristjánsdóttir. AÐSEND MYND
F É L A G S H E I M I L I Ð B I F R Ö S T
Í D E S E M B E R 2 0 1 8
KRÓKURINN Í DENN
– R Ó S I R Á M Ö L I N N I –
Sýning í tali, tónum og leikatriðum um danska frumbyggja
á Sauðárkróki í kringum aldamótin þar síðustu.
Sýningin er framlag áhugahóps um sögu Dana á Sauðárkróki
til hátíðarhalda í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
Sérstakar þakkir
fyrir fjárstuðning, ýmsa aðstoð og ráðgjöf fá:
Verkefnisstjórn 100 ára Fullveldis Íslands 1918-2018
og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir verkefnisstjóri
Sveitarfélagið Skagafjörður : Menningarsjóður KS
Steinull : Mjólkursamlag KS : Vörumiðlun : Kjarninn
Hreinn Guðvarðarson
höfundur síðustu tveggja erinda í lokasöngnum um Krókinn
Brynjar Pálsson
Auður Hauksdóttir, prófessor í dönsku
og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu
Bára Grímsdóttir tónskáld
Ýmsir aðrir sem hafa gefið sér tíma til að spjalla um verkefnið,
veita góð ráð og sýna því áhuga
ÁHUGAHÓPUR UM SÖGU DANA Á SAUÐÁRKRÓKI
Frá vinstri: Herdís Á. Sæmundardóttir, Sólborg Una Pálsdóttir, Sigfús Ingi Sigfússon,
Selma Barðdal, Gunnar M. Sandholt, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson,
Guðmundur Ragnarsson og Árni Ragnarsson.
Krókurinn í denn – Rósir á mölinni
Danirnir á Króknum í tali og tónum
F É L A G S H E I M I L I Ð B I F R Ö S T
Í D E S E M B E R 2 0 1 8
KRÓKURINN Í DENN
– R Ó S I R Á M Ö L I N N I –
Sýning í tali, tónum og leikatriðum um danska frumbyggja
á Sauðárkróki í kringum aldamótin þar síðustu.
Sýningin er framlag áhugahóps um sögu Dana á Sauðárkróki
til hátíðarhalda í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
Sérst kar þ kkir
fyrir fjárstu ning, ýmsa aðstoð og ráðgjöf fá:
Verkefnisstjórn 100 ára Fullveldis Íslands 1918-2018
og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir verkefnisstjóri
Sveitarfélagið Skagafjörður : Menningarsjóður KS
Steinull : Mjólkursamlag KS : Vörumiðlun : Kjarninn
Hreinn Guðvarðarson
höfundur síðustu tveggja erinda í lokasöngnum um Krókinn
Brynjar Pálsson
Auður Hauksdóttir, prófessor í dönsku
og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu
Bára Grí sdóttir tónskáld
Ýmsir aðrir sem hafa gefið sér tíma til að spjalla um verkefnið,
veita góð ráð og sýna því áhuga
ÁHUGAHÓPUR UM SÖGU DANA Á SAUÐÁRKRÓKI
Frá vinstri: Herdís Á. Sæmundardóttir, Sólborg Una Pálsdóttir, Sigfús Ingi Sigfússon,
Selma Barðdal, Gunnar M. Sandholt, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson,
Guðmundur Ragnarsson og Árni Ragnarsson.
Krókurinn í denn – Rósir á mölinni - er yfirskrift sýningar sem sett
er upp á Sauðárkróki í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands
og er eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk til uppsetningar frá
fullveldisnefnd. Eins og nafnið bendir til mun sýningin hverfa
með áhorfendum aftur í tímann og bregða upp myndum sem
sýna hin miklu áhrif sem Danir höfðu á uppbyggingu og mannlíf
staðarins um aldamót 19. og 20. aldar.
Að sýningunni stendur hópur áhugafólks sem skipaður er þeim
Árna Ragnarssyni, Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni, Guðmundi
Ragnarssyni, Gunnari Sandholt, Herdísi Sæmundardóttur, Selmu
Barðdal, Sigfúsi Inga Sigfússyni og Sólborgu Unu Pálsdóttur. Hefur
Herdís séð að mestu um að stýra vinnunni en aðrir meðlimir hópsins
hafa komið að verkefninu með mismunandi hætti.
Á síðasta ári var bætt við
stöðugildum hjá flestum
lögregluembættum
um landið til að styrkja
skilvirkni lögreglunnar í
kynferðisbrotamálum. Þar
með var hafin vinna við
að hrinda í framkvæmd
aðgerðaáætlun um
meðferð kynferðisbrota
innan réttavörslukerfisins.
Sú aðgerðaáætlun felur
m.a. í sér að renna styrkari
stoðum undir samstarf milli
lögreglu og ákæruvalds til
að bæta stöðu brotaþola í
kynferðisbrotamálum og
styrkja réttarstöðu þeirra.
Efling rannsóknar
Þegar kemur að málefnum
brotaþola skiptir áreiðanleg og
fljótvirk rannsókn þessara
mála innan lögreglunnar
höfuðmáli. Það er líka
mikilvægt fyrir samfélagið að
tryggja nægilegt svigrúm svo
hægt sé að vinna að
fyrirbyggjandi aðgerðum eins
og eftirliti með nettælingum og
barnaníðsefni. Forvarnir þarf
að efla með því að byggja upp
enn frekari faglega þekkingu
þeirra aðila sem vinna með
þessi mál. Það byggir upp traust
og hvetur brotaþola frekar til að
leita réttar síns í erfiðum
málum.
Aukin þjónusta
Í fjárlögum fyrir árið 2019 er
gert ráð fyrir framlagi sem
nemur einu stöðugildi til að
styrkja málsmeðferð lögregl-
unnar á Norðurlandi vestra í
rannsóknum. Þar með er búið
að bæta við stöðugildi hjá öllum
lögregluembættum á landinu
vegna þessa. Lögreglan um allt
land hefur ekki verið ofalin
síðustu ár þrátt fyrir fjölda
verkefna sem hefur bæst við.
Mikil aukning á fjölda
ferðamanna hefur stóraukið
umferð á vegum landsins.
Aukið umferðareftirlit lögregl-
unnar á Norðurlandi vestra
hefur leitt af sér 28% fækkun
umferðarslysa í umdæminu
sem af er ári sem er afar jákvæð
þróun. Lögreglunni á
Norðurlandi vestra var falið það
verkefni að hafa umsjón með
fíkniefnahundum hjá lögreglu-
embættum landsins og verður
áhugavert að fylgjast með
hvernig það verkefni mun
þróast á komandi árum.
Þessi styrking á embættinu ætti
að bæta þjónustu lögreglunnar í
umdæminu verulega. Nú getur
lögreglan einbeitt sér betur að
þjónustu við borgarana og sinnt
umferðagæslu betur þar sem
búið er að bæta við stöðugildi
fyrir sérþjónustu og rannsóknir.
Umferð um svæðið hefur aukist
mikið allt árið og því mikilvægt
að lögreglan sinni því með
auknum þunga svo íbúar og
aðrir vegfarendur finni sig
öruggari auk þess sem hægt er
að sinna forvörnum og
almennri gæslu. Ég fagna
þessari eflingu á lögreglu-
embættinu á Norðurlandi
vestra. Lögreglan ætti að hafa
betri tíma til að vera sýnilegri
og sinna frekari forvörnum og
gæslu.
Halla Signý Kristjánsdóttir
7. þingmaður NV kjördæmis
Frá vinstri: Herdís Á. Sæmundardóttir, Sólborg Una Pálsdóttir, Sigfús Ingi Sigfússon,
Selma Barðdal, Gunnar M. Sandholt, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson,
Guðmundur Ragnarsson og Árni Ragnarsson. MYND: ÞORVALDUR GRÖNDAL
4 46/2018