Feykir


Feykir - 05.12.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 05.12.2018, Blaðsíða 8
verið staðinn þrefaldur hringur á svölunum. Kári Mar sem þjálfaði meistaraflokk karla í níu ár og meistaraflokk kvenna í fjögur, auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í tólf ár, segir þessa hönnun hússins fyrir stækkun þess, nálægðina og svalirnar allt um kring, hafa myndað gryfju- stemningu sem var einstök. Þegar húsið var stækkað um helming þá fannst mörgum stemningin týnast í öllu þessu tómi. Menn dóu þó sumir ekki ráðalausir. Til að fylla upp í tómið tóku til að mynda hinir eitilhörðu stuðningsmenn og fóstbræður, Guðbrandur Ægir og Jón Þór, upp á því að útbúa sér sérstök klappsett úr spýtu- kubbum sem voru síðan reyrðir yfir handarbökin á þeim og þegar þeir klöppuðu þá mynduðust ógurlegir skellir í salnum. Þetta var auðvitað hugsað til þess að auka á lætin og hávaðann en varð helst til þess að þeir sem stóðu í nágrenni við þá voru komnir með dúndrandi höfuðverk löngu fyrir hálfleik. Sem betur fer sló þessi búnaður ekki í gegn og þeir hættu að mæta með hann á leiki. Já, stækkun Síkisins breytti sannarlega stemningunni en nú eru jafnvel (og þó einkum) elstu menn búnir að jafna sig á þeim ósköpum og leikirnir í úrslita- keppninni síðastliðið vor voru hreinlega heilmikil upplifun – mannfjöldinn magnaður og stemningin hreinlega geggjuð. Allt fyrir sigurinn Ýmislegt hefur verið reynt til að taka andstæðinginn á taugum í Síkinu. Hinir miklu íþróttamenn í Molduxum hafa sérhæft sig í því sporti og stilla sér vanalega upp á sínum stað á svölunum – vanalega beint fyrir ofan vara- mannabekk gestaliðsins. Í hita leiksins getur reynst erfitt að sitja undir vinsamlegum ábend- ingum mis hugljúfra heima- manna og hermir sagan að oftar en einu sinni hafi þjálfari eins Suðurnesjaliðsins boðist til að laga andlitið á einhverjum Molduxanum eftir orð að ofan. Að sjálfsögðu varð lítið úr hótununum, en að fá smá athygli á þennan hátt, og setja andstæðinginn aðeins á hliðina, jafnast alveg á við gott hollíhú. Þetta er að sjálfsögðu allt partur af leiknum og gamninu. Grettismenn eiga sín lög sem eru kannski fæst uppörvandi fyrir mótherjana og stundum örþrifaráðs að henda fullum Þórsara út úr húsi. „Það var mjög skemmtileg rimma,“ rifjar Kári upp kíminn. Sumir stuðningsmenn fara þó fram úr sjálfum sér allsgáðir. Ein langsóttasta og sérstakasta tilraun til að setja andstæðingana út af laginu var gerð skömmu áður en Síkið var stækkað. Sem fyrr segir stóðu sumir áhorf- endur beint aftan við glær körfuspjöldin, ekki í meters- fjarlægð frá körfunum. Einum dyggum stuðningsmanni datt í hug að láta útbúa fyrir sig stærðarinnar plaggat í ljósrit- unarþjónustu á leikdegi. Hann mætti síðan galvaskur í Síkið og þegar andstæðingarnir fengu vítaskot þá dró hann upp plaggatið fyrir aftan körfu- spjaldið. Plaggatið skartaði nöktum kvenmanni og daman blasti við vítaskyttunum þegar þær tóku miðið og vonin var sú að trufla einbeitingu vítaskytt- unnar. Adam var hins vegar ekki lengi í Paradís því í þriðja skiptið sem kappinn reyndi þetta trikk, sem hafði reyndar ekki gert mikið annað en að kæta skytturnar og áhorfendur, þá flautaði Jón Otti dómari hátt og snjallt í flautuna og vísaði kappanum út úr húsi og plaggatinu líka. Bróðir þessa manns, sem er taktfastur með eindæmum, hafði það fyrir venju að yfirgefa Síkið þremur, fjórum mínútum fyrir leikslok ef leikirnir voru spennandi, fullviss um að öðruvísi gætu Stólarnir ekki unnið leikinn. Það væri algjört lykilatriði að hann færi. Þannig að hann bauð félögum sínum Opal og sagðist síðan vera farinn. Fleiri ágætir stuðningsmenn hafa haft álíka hjátrú. Stefán Jónsson, fyrrverandi formaður Kkd. Tindastóls, sagði aðspurð- ur við Feyki: „Ég var með þá reglu að ef við vorum undir í fjórða leikhluta þá fór ég út. Stóð fyrir utan og bara hlustaði á áhorfendur. Þetta virkaði nánast alltaf því um leið og ég var kominn út byrjuðu yfirleitt fagnaðarlæti sem þýddi að það var verið að snúa leiknum okkur í hag. Vil samt taka það fram að fagnaðarlætin byrjuðu ekki fyrr en ég var kominn út,“ segir Stebbi léttur. Já, við skulum vona að lætin hafi ekki tengst því að formaðurinn fór út úr húsinu. Allt til enda – alla leið Það að yfirgefa Síkið verður að teljast frekar óheppileg hjátrú því lokamínúturnar eru oft skemmtilegustu mínútur leikj- anna. Og það er líka eins gott að allir stuðningsmenn Tindastóls séu ekki með þessa sömu dellu og yfirgefi liðið sitt á ögurstundu – þá væri Síkið sannarlega ekki svipur hjá sjón! seilast menn örlítið niður fyrir beltisstað. Þeirra framlag er hins vegar frábært og það er ólíkt skemmtilegra á leikjum þegar Grettismenn eru með á nótunum. Að fara úr húsinu Stuðningsmenn Tindastóls og andstæðinga hafa ekki öllum stundum verið til sóma og eins og gefur að skilja mæðir stundum talsvert á húsvörðum þegar miklir hasarleikir eru í gangi. Kári Mar segir eitt skondnasta atvik sem hann muni eftir úr Síkinu hafa gerst á Derby-leik milli Tindastóls og Þórs frá Akureyri en þá varð Bjössi húsvörður, Sigurbjörn Árnason, að grípa til þess Fljótlega í byrjun þessarar aldar, sennilega árið 2003, fór KKÍ að gera kröfur á félögin í efstu deild um að vera með lukkudýr á heimaleikjum sem áttu að keyra upp stemninguna hvenær sem færi gafst. Tindastólsmenn, með Viggó Jónsson í fararbroddi, voru fljótir að útvega glæsilegt krókódílagervi til að hafa í Síkinu. Sá böggull fylgdi skammrifi að einhver varð að komast í búninginn og hafa þrek og úthald í að sprella og dansa í sjóðheitu júníforminu. Það er enginn vafi á því að kraftmesti Króksinn var einn sá fyrsti í sögunni. Það var knattspyrnukappinn Aðalsteinn Arnarson, sonur Ödda læknis og Möggu Aðalsteins, sem tók að sér hlutverkið og bjó til stemningu og gaman sem var engu líkt. Margir hafa farið í hlutverk Króksa á eftir Alla en óhætt að fullyrða að enginn hafi komist með tærnar þar sem hann hafði hælana. Feykir hafði samband við kappann, sem nú starfar við tekjustýringu hjá Icelandair, til að forvitnast aðeins um tíma hans í krókódílagervinu. Hvernig kom til að þú tókst að þér hlutverk Króksa? -Mig minnir að ég hafi látið Svein Brynjar, yfirplötusnúð í Síkinu, plata mig í að redda þessu fyrir einn leik – stundum er vont að kunna ekki að segja nei. Þetta vatt síðan upp á sig eins og stundum vill gerast. Hafðirðu einhvern þjálfara? -Gísli Sig var, að mig minnir, þjálfarinn minn í fótboltanum hjá Tindastóli á þessum árum. Hann var hins vegar með mjög takmarkaðar áherslur á að dansa og láta eins og fífl í grímubúningum. Þannig að ég held að það sé rétt að segja að ég hafi meira og minna verið sjálfmenntaður í þessu. Aðalsteinn Arnarson krókódíll ,,Stundum er vont að kunna ekki að segja nei“ Það er ekki alveg víst að Alli sé hér í gervi Króksa. MYND: ÓAB Er eitthvað sem stendur upp úr frá tíma þínum sem Króksi? -Hápunkturinn er klárlega þegar ég var á skýrslu í leik með Tindastól C (sem var einskonar B-lið Tindastóls á þessum tíma) í gervi Krókódílsins. Þetta var leikur gegn Laugum og Axel Kárason var þjálfari liðsins. Við vorum með mikla yfirburði í leiknum og þegar stutt var eftir var mér hent inn á og í lokasókninni fékk ég boltann og í þann mund sem flautan gall tók ég skot sem fyrir einhverja ótrúlega heppni endaði ofan í. Þar með var niðurlæging andstæðinganna algjör. Mig minnir reyndar að karfan hafi ekki fengið að standa þar sem ég stóð ekki inni á vellinum þegar ég tók skotið. En okkur var öllum sama um það og við fögnuðum þessu mikið. Lágpunkturinn var sennilega þegar ég meiddist í náranum við það að reyna að fara í handahlaup í búningnum og var marga mánuði að ná mér. Gætirðu hugsað þér að bregða þér aftur í gervið? -Nei. Ég er fullkomlega sáttur við það að vera búinn að leggja þessa iðju á hilluna. Er þetta erfiðasta vinna sem þú hefur unnið? -Hún var lúmskt erfið. Ég held að ég hafi oft verið þreyttari og sveittari en sumir leikmenn liðanna sem voru að spila. Leikmenn Tindastóls fagna góðum sigri með Grettismönnum og öðrum stuðningsmönnum í vor. MYND: HJALTI ÁRNA 8 46/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.