Feykir


Feykir - 05.12.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 05.12.2018, Blaðsíða 6
Síkið er heimavöllur Tindastóls í körfunni. Stólarnir þykja erfiðir heim að sækja og stemningin klikkar sjaldnast. Andstæðingar Stólanna segja erfitt – en gaman – að mæta í Síkið, enda vanalega vel mætt á pallana og þegar mikið er undir eru svalirnar umhverfis völlinn þétt staðnar. Það má teljast fífldjarft að skella á einhverjum viðburði eða fundi á Sauðárkróki á sama tíma og Stólarnir spila í Síkinu – ekki einu sinni Framsóknarfélagið mundi reyna það þó mikið lægi við. Hér fer á eftir örlítil upprifjun á sögu Síkisins og atburðum og uppákomum sem sumir muna kannski allt öðruvísi en söguritari. Trítilóð Tindastóls-stemning í Síkinu síðastliðið vor. Stuðningsmenn Stólanna missa sig örlítið í kjölfar risatroðslu Chris Davenport á lokamínútum erfiðs leiks gegn liði ÍR. MYND: HJALTI ÁRNA Feykir fjallar um heimavöll Tindastóls í körfunni sumar 1988, eða á svipuðum tíma og Stólarnir hófu leik í efstu deild. Hann segist hafa farið að velta fyrir sér að gaman væri að nefna íþróttahúsið á Sauðárkróki einhverju grípandi og skemmtilegu nafni. Í raun var aðeins eitt hús á landinu, þar sem körfubolti var iðkaður af alefli, sem bjó að grípandi og ógnvænlegu nafni en það var að sjálfsögðu Ljónagryfjan í Njarðvík. Þangað fóru menn vart nema skjálfandi á bein- unum, enda var stemningin mikil og Njarðvíkingar nær ósigrandi, með frábært lið ár eftir ár. Að sögn Þórhalls var hann á báðum áttum varðandi það að finna nafn á húsið, kannski var hálf lélegt að elta Njarðvíkingana í þessum efnum og ljóst að nafnið þurfti að hitta í mark ef það átti að festast. Þórhalli datt þó í hug að þar sem lið Tindastóls væri frá Sauðárkróki og leikmennirnar flestir Króks- arar, þá væri ekki óeðlilegt að tengja þá við krókódíla og íþróttahúsið því við krókódíla- síki – eða í stuttu og grípandi máli; Síkið. Og með áhorfendur allt í kring og leikmennina svaml- andi til sigurs í suðupottinum var völlurinn nánast eins og krókódílasíki. Nafngiftin smell- passaði. Þannig að Þórhallur fór að nefna heimavöll Stólanna Íþróttahúsið á Sauðárkróki var tekið í notkun árið 1985 en flestum þykir orðið sjálfsagt að tala um það sem Síkið, þó kannski þyki ekki öllum mikill glæsibragur yfir nafninu. En af hverju Síkið? Þórhallur Ásmundsson, fyrrum ritstjóri Feykis, kom fyrstur fram með þessa nafngift, að öllum líkindum fljótlega eftir að lið Tindastóls komst upp í efstu deild vorið 1988. Körfubolta- áhugi hafði lengi verið land- lægur í Skagafirði og ekki minnkaði hann þegar menn voru komnir í löglegt hús á Króknum og þurftu ekki lengur að spila heimaleiki á Akureyri eða Húnavöllum. Var stefnan fljótlega sett á að komast í efstu deild. Stólarnir, þjálfaðir af Kára Mar, sem spilaði líka, fengu haustið 1988 til sín einn öflug- asta leikmann Íslands á þessum tíma, Njarðvíkinginn Val Ingi- mundarson, en annars var byggt á efnilegum heimamönnum eins og Jolla Sverris og Sverri bróður hans, Bjössa Sigtryggs, Halla Freyju, Gústa Kára og fleiri köppum. Stemningin í húsinu varð strax ógurleg en það var þá helmingi minna en það er í dag. Fyrst voru áhorfendur eingöngu á svölun- um góðu allt í kringum völlinn, líkt og nú, en síðan bættist við stúka norðanmegin í húsinu (nú er stúkan vestanmegin). Þeir sem stóðu fyrir aftan körfu- spjöldin voru í minna en metersfjarlægð frá körfunum og því ofan í leikmönnum liðanna. Sæmilega handleggjalangir áhorfendur gátu nánast varið skot úr hornunum – nálægðin var hreinlega geggjuð. Þórhallur hafði aðeins skrif- að um íþróttir í Feyki en tók að sér að stýra blaðinu um mitt Síkið – er staðurinn! UMFJÖLLUN Óli Arnar Brynjarsson Einn eftirminnilegasti leikur Stólanna í gamla Síkinu var spilaður 16. október 1988 í því sem þá kallaðist Flugleiðadeildin. Haukar voru meistarar á þessum tíma, með snillinga eins og Pálmar Sigurðs, Henning Hennings og Króksarann Inga Petru í sínu liði. Mætingin í Síkið var að öllum líkindum meiri en lög og reglur gerðu ráð fyrir. Dómarar voru Kristján E. Möller og Króksarinn Helgi Bragason sem heimamönnum þótti sjaldnast nægilega hliðhollur Tindastóli miðað við uppruna. Kári Marísson, sem þjálfaði og lék með Stólunum á þessum tíma, var spurður hvort þetta væri eftirminnilegasti leikurinn sem hann hefði tekið þátt í í Síkinu og hann svarar: „Þessi leikur stendur upp úr og þá fyrst og fremst var hann ótrúlega spennandi og fáránlegar körfur skoraðar til að jafna hann, bæði í venjulegum leiktíma sem og framlengingunum. Einnig er ógleymanlegt einvígi Pálmars Sigurðssonar í Haukum sem skoraði 48 stig og setti lokakörfuna spjaldið oní á flautunni í lok venjulegs leiktíma, og Vals Ingimundarsonar sem skoraði 54 stig.“ Leikurinn var eins og Kári segir þrí framlengdur eftir að hafa endað 106-106 í venjulegum leiktíma. Að lokinni fyrstu framlengingu var staðan 118-118, því næst 127-127 en Haukarnir höfðu betur að lokum, 134-141. Valur Ingimundar var öflugur í liði Stólanna með 54 stig og 22 fráköst eftir að hafa spilað allar 55 mínúturnar. Eyjólfur Sverris skilaði 31 stigi á 24 mínútum og Bjössi Sigtryggs og Kári Mar voru með 12 stig hvor. Á þessum tíma voru tíu leikmenn á skýrslu og bæði lið voru búin að missa helminginn af liði sínu út af með fimm villur áður en yfir lauk. Háspenna í Síkinu TINDASTÓLL - HAUKAR 134-141 Leikurinn gegn meisturum Hauka 1988 NÝKRÝNDIR ÍSLANDSMEISTARAR TINDASTÓLS Í 1. DEILDINNI Í KÖRFUBOLTA 1988. Efri röð frá vinstri: Friðrik Jónsson, liðsstjóri, Karl Jónsson, Jón Þór Jósepsson, Ágúst Kárason, Jón Már Guðmundsson, Haraldur Leifsson, Björn Sigtryggsson, Stefán Reynisson og Kári Marísson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Jóhann Magnússon, Sverrir Sverrisson, Eyjólfur Sverrisson og Pétur Vopni Sigurðsson. MYND ÚR FEYKI VORIÐ 1988 6 46/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.