Feykir - 05.12.2018, Blaðsíða 11
Aðferð:
Allt sett saman í pott inn í
ofn í 1½ klst., fyrst við 180°C
í 1 klst., hækkið þá hitann í
200°. Takið lokið af pottinum
síðustu 30 mínúturnar.
Sósa:
Notið soðið af skönkunum
en bætið við smá rauðvíni
og rjóma ásamt salti og
pipar.
Berið fram með steiktum
sætum kartöflum, lauk og
gulrótum.
Ég mæli með að drekka
jólabjór eða rauðvín með
matnum.
EFTIRRÉTTUR
Nú ættu að vera komnar
piparkökur inn á flest heimili
svo njótum þeirra með
heitum súkkulaði-drykk
fyrir börnin og bætum staupi
af brandy með fyrir
fullorðna.
Takk fyrir og gleðileg jól.
Hallgrímur skorar á mömmu
sína, Sigríði Hallgrímsdóttur
á Markhöfða.
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Skaut.
Feykir spyr...
Hver er
uppáhalds
jólasveinninn?
Spurt á Kirkjutorgi
UMSJÓN palli@feykir.is
„Kertasníkir. Hann er
langskemmtilegastur.“
Hulda Þórey Halldórsdóttir
„Gáttaþefur. Hann er með svo
langt nef.“
Friðrik Henry Árnason
„Stúfur. Mér finnst hann
skemmtilegur. Hann gefur mér
stundum gjafir í skóinn. “
Snæfríður Áskelsdóttir
„Kertasníkir. Hann er seinastur
og ég elska kerti eins og hann.“
Álfheiður Lilja Ólafsdóttir
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Krossgáta
Tilvitnun vikunnar
Trúarbrögð. Þau hafa gefið fólki von í heimi sem er sundraður
vegna trúarbragða. – Jon Stewart
Su
do
ku
Hallgrímur Valgeir, eða Halli Valli, býr á Hvammstanga
ásamt konu sinni, Linu Yoakum sem er frá Litháen, og
syninum Maximus. Hallgrímur segir að þau hafi gaman af
að elda alls kyns mat og hér gefur hann okkur spennandi
uppskriftir af rauðrófusúpu og lambaskönkum.
FORRÉTTUR
Rauðrófusúpa - fyrir 4-6
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 msk engifer
2 rauðrófur
1 stór kartafla, smátt skorin
1 l vatn
smá hunang, eftir smekk
salt og svartur pipar
Aðferð:
Steikið lauk, hvítlauk og
engifer í 4-5 mínútur. Bætið
öðru hráefni við og sjóðið í
20-30 mínútur. Maukið allt
með sprota og súpan er
næstum klár.
Jógúrtsósa:
1 dós hrein jógúrt
1 tsk engifer
4 mintulauf
Aðferð:
Mixið allt saman. Súpan sett
í skál og jógúrtsósan út á.
Skreytið t.d. með því að fara
með matskeið í jógúrtina
hring eftir hring.
AÐALRÉTTUR
Lambaskankar
fyrir 4 (passar að áætla einn
skanka á mann)
4 lambaskankar
2 greinar rósmarín
3 bollar vatn
2 bollar rauðvín
3 msk hunang
1 msk kanill
salt eftir smekk
pipar eftir smekk
1 laukur
3 gulrætur
2 stilkar sellerí
4 epli
Rauðrófusúpa og
skankar
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is
Hallgrímur Valgeir Yoakum eldar
Hallgrímur Valgeir Yoakum og sonur hans Maximus. MYND ÚR EINKASAFNI
46/2018 11
Ótrúlegt – en kannski satt..
Á 18. öld voru sett lög á Englandi sem kváðu á um að líta mætti á
konur sem máluðu á sér varirnar sem nornir sem reyndu að tæla
menn í hjónaband og mætti refsa þeim samkvæmt því. Ótrúlegt,
en kannski satt, þá ber hver kona að jafnaði tæp 3 kíló af varalit á
sig á lífsleiðinni.
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum.
Seglið ei við látum lafa.
Listavel ég brúði fer.
Erum tvö á orkugjafa.
Athvarf smárra er best í mér.
FEYKIFÍN AFÞREYING