Feykir


Feykir - 05.12.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 05.12.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Það er mas úr þér, vinur, þetta: Léttir dettur. Aldrei rasar reiðskjótur rétt á sprettinn settur. (Jón Ásgeirsson) Theodór Arnbjörnsson frá Ósi var fyrsti ráðunauturinn sem sinnti starfi hrossaræktarráðu- nautar Búnaðarfélags Íslands sem aðalviðfangsefni. En fyrstu afskipti Búnaðarfélags Íslands af hrossarækt og hrossakynbótum má rekja til ársins 1902, er félagið réði til sín fyrsta ráðunautinn í búfjárrækt. Það var Guðjón Guðmundsson frá Finnboga- stöðum í Strandasýslu en hann var fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist sem búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannhöfn og var það aldamótaárið 1900. Stundaði hann eftir það sérnám við skólann og ferðaðist svo um Bretland til að kynna sér búfjárrækt og markaðsmál. Hann beitti sér fyrir stofnun fyrsta hrossaræktarfélagsins; Hrossaræktarfélags Austur-Landeyja, árið 1904 og fyrstu sýningunni á vegum BÍ þar sem hross voru sýnd, í Þjórsártúni 1906. Guðjón starfaði aðeins til 1908 en hann lést 13. maí það ár. Hann þótti þó koma mikilli hreyfingu á búfjárræktina með stofnun ræktunarfélaga og sýningahaldi. Næst var Ingi- mundur Guðmundsson frá Syðrivöllum í Miðfirði ráðinn búfjárræktarráðunautur. Hann varð búfræði- kandidat frá Landbúnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn árið 1908 og stundaði framhaldsnám í búfjárfræði til 1910 er hann hóf störf hjá BÍ. Hann starfaði þó sárstutt því hann drukknaði í mars 1912. Hafði hann þá afkastað miklu starfi á svo stuttum tíma en hann hafði m.a. sett upp fyrstu flokka- tilraunina með fóðrun búfjár hér á landi með mjólkurkýr á Hvanneyri. Að þessum tveimur yngri mönnum gegnum hafði Sigurður Sigurðsson frá Langholti í Flóa með hrossaræktarleiðbeiningarnar að gera, en hann var gamall í hettunni, hafði til að mynda starfað hjá Búnaðarfélagi Suðuramtsins sem stofnað var 1837 og var undanfari Búnaðarfélags Íslands en það var stofnað 1899. Sigurður var að nokkru sjálfmenntaður í landbúnaðarfræðum en sótti búnaðarnám í einn vetur í Danmörku og las í fram-haldinu við norska landbúnaðarháskólann að Ási í einn vetur. Árið 1920 var Theodór Arnbjörnsson ráðinn til BÍ og sinnti fyrst sauðfjár- og hrossarækt en eftir 1927; hrossaræktinni einvörðungu. Theodór fæddist 1. apríl 1988 að Stóraósi í Miðfirði. Hann varð búfræðingur frá Hólum 1913, verkstjóri þar 1915 til 1917 og bóndi á Lamba- nesreykjum í Fljótum 1917 til 1919. Til undir- búnings starfa sinna fyrir Búnaðarfélag Íslands sótti hann nám við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn árin 1919 til ´20. Theodór hóf færslu ættbókar BÍ árið 1923, var það merkur áfangi í sögu ræktunar íslenska hestsins. Theodór þótti marka djúp spor í hrossaræktinni með stefnu sinni og starfi. Hann þótti og mikill nákvæmnismaður og var samhliða störfum sínum að hrossaræktar- leiðbeiningunum féhirðir BÍ frá 1934 til dauðadags 5. janúar 1939. HESTAR OG MENN Kristinn Hugason forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins Úr fórum Theodórs Brynjar Þór, sem átti góðan leik, verst Gerald Robinson í liði ÍR, sem átti ekki góðan leik. MYND: HJALTI ÁRNA Dominos-deildin : Tindastóll – ÍR 92-51 Breiðhyltingar sökkuðu í Síkinu ÍR-ingar hafa síðustu misserin mætt grjótharðir í Síkið og verið til tómra vandræða fyrir Tindastólsmenn. Það var því reiknað með hörkuleik þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í 8. umferð Dominos-deildarinnar 22. nóvember. Eftir jafnan leik brutu Stólarnir mótstöðu ÍR niður í öðrum leikhluta og sögðu síðan „bless“ í byrjun síðari hálfleiks. Það lá við að stuðningsmenn Tindastóls væru farnir að vorkenna gestunum og þá er nú langt gengið. Lokatölur voru 92-51. Heildarframlag ÍR liðs- ins voru 37 punktar í leiknum en Stólarnir voru með 120 punkta. Pétur átti flottan leik og gerði 22 stig, átti sex stoðsendingar og tók fimm fráköst. Brynjar Þór gerði 20 stig á 20 mínútum, Dino var með 16 stig, Alawoya 13 stig og 13 fráköst og Danero 12 stig og 11 fráköst. Það eina sem var neikvætt í leiknum var að það komu ekki mörg stig af bekknum en það er ekki hægt að setja út á framlag Tindastólsmanna sem spiluðu vörnina af fítonskrafti. Viðar gerði til dæmis ekkert stig í leiknum en ÍR-ingar hefðu örugglega verið sáttari hefði hann bara verið heima hjá sér. Lið Tindastóls er nú á toppnum ásamt Njarðvík. Næsti leikur Tindastóls verður í Smáranum 9. des. en næsti heimaleikur er gegn liði Skallagríms þann 13. desember. /ÓAB 1. deild kvenna : Hamar - Tindastóll Tveir sigrar gegn Hamri Kvennalið Tindastóls gerði góða ferð í Hveragerði um helgina en stelpurnar léku tvo leiki við heimastúlkur í Hamri og gerðu sér lítið fyrir og unnu þá báða. Að loknum sjö umferðum er lið Tindastóls í fimmta sæti 1. deildar með sex stig, jafn mörg og lið Þórs frá Akureyri sem hefur leikið fjóra leiki. Lið Hamars og Tindastóls mættust fyrst á laugardeginum og var um hörkuleik að ræða. Heimastúlkur byrjuðu betur en jafnræði var með liðunum í öðrum og þriðja leikhluta en alltaf voru Stólastúlkur yfir. Í fjórða leikhluta náðu heimastúlkur að minnka muninn í 57-60, en Stólastelpur náðu að tryggja sér sigur á lokamínútunum. Lokatölur voru 63-68 fyrir Tindastól. Leikurinn á sunnudeginum var frekar jafn framan af og Stólastúlkur alltaf með yfirhöndina en í síðasta leikhluta fór lið Tindastóls á kostum og gerði 31 stig gegn ellefu stigum Hamars. Lokatölur því 41-71. Frábær árangur hjá Stólastelpum ÓAB/SG Theodór Arnbjörnsson hrossaræktarráðunautur BÍ við dómstörf á Suðurlandi um 1930. LJÓSMYND: EINKASAFN THA, SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS. Theodór var að auki afar ritfær maður en eftir hann liggja þrjár bækur: Hestar sem kom út 1931 og Járningar 1938, þessi rit eru vel kunn á meðal hestafólks og hið fyrrnefnda er sígilt öndvegisverk og var enda endurútgefið árið 1975. Bæði þessi rit komu út hjá Búnaðarfélagi Íslands í ritröðinni Búfræðirit Búnaðarfélagsins. Þriðja ritið sem liggur eftir Theodór heitir Sagnaþættir úr Húnaþingi og kom út hjá Ísafoldarprentsmiðju að honum látnum árið 1941. Þá birtist eftir hann fjöldi greina í búnaðarritinu Frey og víðar. Ritið Sagnaþættir úr Húnaþingi er hvoru tveggja listavel skrifað og fróðlegt. Lengsti bálkurinn þar ber heitið Sagnir af Þingeyrarfeðgum, Ásgeiri Einarssyni og Jóni Ásgeirssyni. Margt er það fróðlegt að finna sem verður nánar rakið í annarri grein en eins og frægt er var Jón Ásgeirsson mjög rómaður sem hestamaður og víðkunnur sem gleðimaður. Faðir hans, Ásgeir, var mikill bóndi, harðduglegur og auðsæll, var hann og þingmaður og einn af al- traustustu fylgismönnum Jóns Sigurðssonar forseta í hans baráttu. Vísan hér í upphafi greinarinnar er eftir Jón Ásgeirsson og ber í sér mikinn vísdóm á sviði reið- mennsku en til marks um hve margþætt efnistök Theodórs eru í sagnaþættinum skal tilfærð önnur vísa sem hljóðar svo: Nú er hlátur nývakinn, nú er grátur tregur. nú er ég kátur, nafni minn, nú er ég mátulegur. (Jón Ásgeirsson, sumir telja þó vísuna eftir Jón Þorvaldsson en kveðna við Jón Ásgeirsson) „Og hefur drykkjugleði ekki verið betur lýst á íslenzku.“ Eins og Theodór kemst að orði. Hann dregur þó hvergi undan með hve ofdrykkja Jóns var skaðvænleg og segir undir lok sagnaþáttarins: „Gleðinni unni hann mest, og gleðinni fórnaði hann öllu, einnig gæfu sinni. Því eru sagnir um Jón Ásgeirsson sagnir um gleðimann en ekki gæfumann.“ Þar sem þetta er síðasta greinin eftir mig sem birtist hér í Feyki núna fyrir hátíðirnar, óska ég öllum gleðilegra jóla, árs og friðar og þakka samfylgdina á árinu sem er að líða. Kristinn Hugason 46/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.