Feykir


Feykir - 05.12.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 05.12.2018, Blaðsíða 7
sem Síkið í skrifum sínum um leiki liðsins og ekki leið á löngu þar til þetta var orðið pikkfast í huga fólks og nú má segja að húsið sé ekki þekkt undir neinu öðru nafni. Ekki bara: Áfram Tindastóll! Margt ágætt hefur að sjálfsögðu átt sér stað í Síkinu og ekki bara frábær afrek inni á vellinum. Stuðningsmenn Tindastóls hafa í gegnum tíðina verið duglegir við að láta heyra í sér og dómarar ekki alltaf átt upp á pollborðið. Þórhallur mundi eftir því að geðprúður áhorfandi á svölunum ofan við völlinn hafi orðið svo æstur að tyggjóið spýttist – sennilega alveg óvart – út úr honum og niður í Síkið í átt að öðrum dómara leiksins. Eftir því var tekið að dómgæslan skánaði mikið í kjölfarið. Nú þykir ekki lengur fínt að atast í dómurum á leikjum og skilningur á erfiðu starfi þeirra kannski aukist í áranna rás. Þrátt fyrir þessa tyggjósögu þá þótti það nánast sannað að skætingur í garð dómara kæmi heimaliðinu síst til góða. Stefán Jónsson, fyrrum formaður Kkd. Tinda- stóls, átti stóran þátt í að setja á fót öfluga stuðningsmannasveit Tindastóls, Grettismenn, í kjöl- far þess að hann varð formaður. Ein regla Grettismanna var skýr; neikvæðni í garð dómara var stranglega bönnuð á leikjum Tindastóls og ef einhver stuðn- ingsmanna liðsins fór út af sporinu í þeim efnum, þá voru Grettismenn fljótir að taka við sér og sungu viðkomandi í kaf með jákvæðum boðskap og bumbuslætti. Að sögn Rúnars Birgis Gísla- sonar, Skagfirðings, körfubolta- spekings og dómara, þá er hans tilfinning að dómarar hafi nú- orðið gaman af því að dæma í Síkinu. „Menn eru ánægðir með alla umgjörð á Króknum og fjör í stúkunni. Það er gaman að dæma ef það eru læti og stemming.“ Rúnar segir að það hafi verið annað í gamla Síkinu „...þegar þetta var gryfja.“ Söngur Grettismanna, Fall- egur dómari, sem hljómar iðu- lega í kjölfar jákvæðra dóma til handa Tindastóli, hefur örugg- lega verið á toppnum yfir uppá- haldslög dómara síðustu tímabil og oftar en ekki kallað fram bros á varir þessara oft alvarlegu flautuleikara. Stækkun Síkisins umdeild Fyrir stækkun Síkisins þótti stemningin í húsinu hrikaleg – í jákvæðustu merkingu þess orðs. Fólk kom kófsveitt heim af leikjum enda nándin algjör, bæði við leikinn og aðra stuðningsmenn. Fæstir gátu haldið sig fjarri og jafnvel hjartveikustu menn mættu bara með sprengitöflurnar í vasanum – enda margsannað að það er miklu erfiðara að sitja upp- spenntur heima heldur en að mæta í Síkið og losa um mesta þrýstinginn með öllum hinum. Hermt er að yfir 800 manns (sennilega mjög óábyrg tala) hafi verið á leik Tindastóls og Hauka, þáverandi Íslands- meistara, í þríframlengdum leik í Síkinu haustið 1988 og þá hafi Feyki datt í hug að setja sig í samband við gamalkunnan andstæðing Tindastóls í Síkinu, Brynjar Þór Björnsson, sem skipti loksins úr svarthvítu í lit í byrjun sumars – eða semsagt úr KR í Tindastól. Brilli var hér áður frekar langt frá því að vera í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Stólanna sem fögnuðu flestu því sem úrskeiðis fór hjá kappanum, en hann átti þó oftar en ekki síðasta orðið. Mörgum er í óþarflega fersku minni þegar hann gerði sigurkörfu KR í Síkinu á síð- asta sekúndubrotinu í þriðja leik úrslitaeinvígis Stólanna og Vesturbæinga nú í vor. Tindastóll og KR hafa spilað marga magnaða leiki í Síkinu í gegnum tíðina og því rétt að heyra í Brilla hljóðið varðandi heimavöll Tindastóls. Nú geri ég ekki ráð fyrir að KR-ingar, marg- faldir meistarar, hafi komið skjálfandi á beinunum í Síkið. Hvernig var samt stemningin í liðinu fyrir leiki á Króknum og hvernig fannst þér að spila í Síkinu? -Ég segi seint að við höfum komið skjálfandi á beinunum en það var alltaf tilhlökkun að koma á Krókinn og spila. Óvildin í garð okkar KR-inga var svo sannarlega til staðar og það hvatti okkur áfram í að standa okkur vel. Töpin voru mörg en sigrarnir yfirleitt eftirminnilegir. Mér fannst alltaf gaman að koma á Krókinn, enda stuðningsmennirnir til fyrirmyndar og Tindastólsliðið alltaf líkamlega sterkt. Var eitthvað öðruvísi við að spila í Síkinu en í öðrum íþróttahúsum? -Já. Stemningin var alltaf góð þegar ég kom sem gestur hingað. Svalirnar yfir bekkjunum gerðu það að verkum að ég heyrði Brynjar Þór Björnsson skytta „Skil vel ef menn eru enn með martraðir“ Brynjar Þór með gömlum félögum í KR. MYND: HJALTI ÁRNA ýmislegt og nálægðin við stuðningsmennina var mikil. Fór Síkið verr í suma leikmenn en aðra? -Nei, ég segi það ekki. Það var oftar leikstíllinn sem fór í suma, enda Tindastólsliðið þekkt fyrir að spila flottan varnarleik. Við fundum það að Tindastólsliðið var alltaf klárt í að mæta KR. Þegar það kom hins vegar að úrslitastundu fannst mér liðsmönnum mínum yfirleitt líða vel. Hvernig finnst þér að spila fyrir framan stuðningsmenn Tindastóls sem Tindastóls- maður? -Frábært. Það er búin að vera frábær mæting það sem af er hausti og vonast ég til þess að það muni bæta í þegar líður á tímabilið. Við viljum gera Síkið að óvinnandi vígi og stór partur af því er að hafa frábæra stuðningsmenn sem hjálpa okkur í gegnum erfiðustu hjallana. Ertu ekki kominn með bullandi sektarkennd út af þessari körfu í vor? -Það er erfitt. Mig var búið að dreyma um álíka körfu frá því ég var lítill gutti. Upplifunin og tilfinningin var eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Ég skil hins vegar vel ef menn eru enn með martraðir eftir þennan leik. 46/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.