Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 3

Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 3
Óháð flokkadrætti 3 JC Grindavík: Heimsforsetinn kom til Grindavikur JC Grindavík fékk góða gesti í heimsókn fimmtudaginn 12. mars s.l.. Þar voru á ferðinni Heimsforseti JC hreyfingar- innar Phil Berry og Linda kona hans ásamt Landsforseta JC á íslandi Mörtu Sigurðardóttir og fleirum úr landsstjórninni. Þau komu við í skoðunarferð um Reykjanes og þáðu veitingar í JC Heimilinu. Heimsforseti lýsti ánægju sinni yfir vel búnu og frumlegu félagsheimili JC Grindavíkur svo skemmtilegum og árang- ursríkum vinafélagstengslum við JC Penistone í Englandi. Ekki var annað að heyra, en Heimsforseti kæmi víða við í starfi sínu í þess orðs fyllstu merkingu, því í þessari ferð kom hann við í 6 löndum með íslandi, en alls bjóst hann við að heimsækja yfir 60 lönd á meðan hann gegndi embætti heimsfor- seta, sem er 1 ár. Hver segir svo að maður verði annað hvort að verða flugfreyja eða farmaður til að sjá heiminn?! JC Grindavík er lítið félag og höfum við mikið reynt í vetur til þess að fá inn nýja félaga, en ekki gengið sem skyldi. Þessi félagsskapur er ætlaður ungu fólki á aldrinum 18-40 ára, sem vill fá þjálfun í ræðumennsku og skipulögðum félagsstörfum ýmis konar, og vill búa sig undir að taka þátt í lífsbaráttunni með auknu þori og sjálfstrausti. JC hreyfingin er þó ekki bara alvara og lærdómur heldur er skemmtunin aldrei langt undan og þar kynnist maður fjöldan- um öllum af fólki og eignast vini alls staðar að af landinu og reyndar utan þess líka. Nú er stutt eftir af starfsári JC Grindavíkur, aðeins eftir kjör- fundur 1. maí n.k. og svo aðal- fundur í júní, en ef þú lesandi góður hefur áhuga á að heyra meira og kynnast starfinu betur, skaltu hafa samband, því starfið byrjar aftur með fullum krafti í september n.k. Margrét Gísladóttir, forseti JC Grindavíkur starfsárið 1986-1987. Heimsforseti skrifar í gestabókina. Frá vinstri: Marta Sig- urðardóttir, landsforseti, Linda og Phil Berry, Margrét og Hafsteinn Þórðarson viðt. landsforseti. Á félagsfundum er reynt að gera sér ýmislegt til skemmtunar t.d.fáum við stjórnmálamenn oftsem frummœlendur, svo og aðra mæta gesti sem geta miðlað af viskubrunni sínum. Penistone: Mikið um dýrðir vegna vinabæja- tengslanna Þann 18. apríl n.k. verður mikið um dýrðir í Penistone á Englandi. Tilefnið er að þann dag verður formlega stofnað til vinabæjatengsla milli Penistone og Grindavíkur. Farið verður í skrúðgöngu með íslenska fánann í farar- broddi. Um kvöldið verður sveitaball og þar verður m.a. boðið upp á íslenskan mat. Gluggar í bænum verða skreytt- ir og margt fleira gert til að vekja athygli á vinabæja- tengslunum. esjamenn að er „lítil" ket á her- r ágang- r-sex“ . .. þá endar leitin ■ í JÁRN & SKIP - ekki bara af gömlum vana, | heldur einfaldlega að þar er verð hagstætt, ótrúlegt úrval g og lipur þjónusta. Skemmtileg staðreynd. | KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Járn&Skip_ V/VÍKURBRAUT - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 92-1505 vers|a v' TepJ aarvö^r 'S Parke,°9 dre3hr ^ MottUr ^ Oúkar ^ Verkfxa • V-c .n ^ S^ovörur fleirC'

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.