Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 7

Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 7
^ceoT Óháð flokkadrætti 7 Tengsl við umheiminn: Vinabæjartengsl við Penistone FLAKKARINN — BÆJARBÓT — Umboðsskrifstofa - blaðaútgáfa — Eins og felstir Grindvíkingar vita eigum við tvo vinabæi á Norðurlöndum þ.e. Rovaniemi í Finnlandi og Piteá í Svíþjóð. Við höfum haft ýmis konar samskipti við þessa bæi bæði á menningar og íþróttasviðinu. Nú um Páskana bætist þriðji vinabærinn við, sem Penistone í Suður Yorkskíri á Englandi. Þá munu koma hingað í heimsókn, til að ganga formlega frá vina- bæjartengslunum, 6 bæjarfull- trúar Penistone með eigin- konum sínum svo og blaðakona (með eiginmann), sem ætlar að fylgjast með viðburðinum svo Penistonebúar fái allt að vita sem fyrst, því þar er áhuginn mikill um þetta mál. Auk áður- talinna munu tveir JC félagar úr Penistone JC koma í tilefni þessa og er óhætt að segja að þeir eigi mikinn þátt í að úr þessum vinabæjartengslum er orðið, því með áhuga og dugn- aði hafa þeir kynnt ísland og íslendinga allt síðan JC Grinda- vík tengdist Penistone JC vina- böndum um páska 1984. Þau munu öll dvelja hér 16. - 23. apríl. Hver er svo tilgangurinn með þessu öllu? Hann er sá lesandi góður, að um leið og við eigum vinabæ eigum við svolítið í fólkinu sjálfu líka. Við erum ávallt vel- komin og getum átt vísan sama- stað ef við viljum hvíla okkur á verslunum í London eða Glas- gow til dæmis, því Penistone liggur miðsvæðis í Englandi, stutt frá Sheffield og aðeins er um 2ja tíma ferð með lest þangað frá London. Hugmyndir um samskipti bæjanna eru ómótaðar, en margir möguleikar eru opnir t.d. mættu skólarnir/nemendur eiga margs konar samskipti svo sem bréfaskipti (enskukennslan) og heimsóknaskipti sem yrði öllum heilmikill lærdómur hvort heldur heima eða heiman. Ýmis félagsskapur annar t.d. Lions eða Kiwanis, Kvenfélag og fl. gætu komið af stað kynn- um sín á milli og úr orðið marg- háttuð skemmtan og vinátta, allt sem þarf er frumkvæði og vilji og af því eigum við nóg, ekki satt? Það hefur oft verið sagt að meiri vinsemd og kynni þjóða í milli leiði til betri skilnings á hvers annars siðum og venjum, en eins og við vitum öll hafa Is- landingar og Englendingar marga hildi háð svo langt sem munað verður. Megi þessi vina- tengsl milli bæjarbúa verða til þess, ef til ósamkomulags kemur, ráði skilningur á báða bóga. Skilningur sem aðeins fæst með kynnum eins og þeim sem eiga að hefjast um næstu páska. Margrét Gísladóttir. Frá heimsókn JC félaga frá Penistone, þar sem bœjarstjóri Grindavíkur biður hann fyrir mynd af Grindavík til bæjar- stjórnar Penistone, en þaðan hafði borist postulínsdiskur sem vinargjöf til Grindavíkurbœjar. Frá vinafélagstengslum JC Grindavíkur og Penistone JC var gengið formlega í Town Hall í Penistone 22. apríl 1984. Á myndinni eru bæjarstjóri Penistone ásamt JCfélögum beggja félaganna. Húsnæði óskast Vantar húsnæði á leigu sem fyrst í 1-2 ár. Góð leiga í boði. Reglusamt fólk. Uppl. í síma 8282 eftir kl. sex. Eignamiðlun Suðurnesja símar 1700 og 3868 Húseignir í Grindavík • Skemmtilegt 120 ferm. einbýlishús við Mána- gerði, ásamt 33ja ferm. bílskúr. Allt nýlega standsett. verð: 3.400.000,- # Hugguleg 3ja herbergja íbúð við Túngötu, nýlega standsett. Verð: 1.400.000,- # Fallegt 136 ferm. raðhús við Efstahraun, ásamt bílskúr. Verð: 3.000.000,- # Huggulegt 112 ferm. einbýlishús við Dalbraut. Nýleg eldhúsinnrétting o.fl. Hús með milda möguleika. Verð: 2.500.000,- # Huggulegt 80 ferm. raðhús við Heiðarhraun. Vinsælar íbúðir. Skipti á stærri eign möguleg. Verð: 2.000.000,- Eignamiðlun Suðurnesja Fermingargj öfina færð þú hjá okkur! Bókabúð Grindavíkur Víkurbraut 62 — Sími 8787 Mk Við auglýsum r I lAt®bMV25«7ovöxtum, Góðabok, t ’fratuúð—^ • Hun er VH* samanburö» —og nú er ekkert en! Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.