Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 9

Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 9
^«SOT Óháð flokkadrætti 9 Gagnrýni þína á þingmenn Reykjanesskjördœmis má jafn- vel túlka þannig að þú ætlist til að þingmenn berjist af hörku fyrir sitt kjördœmi umfram önnur.Leiðir það ekki til skorts á heildaryfirsýn, eða eru þing- menn kannski á þingi fyrir sitt kjördœmi fyrst og fremst? ,,Þú segir gagnrýni á þing- mennina, ég var fyrst og fremst að gera samanburð á því sem við þyrftum að horfast í augu við á Vestfjörðum, ef málum þar væri komið eins og hér er nú. í þeirri stöðu vildi ég ekki vera. Varðandi spurninguna þá lít ég tvímælalaust svo á að þingmönnum beri skylda til að gera hvort tveggja. Þeir verða að setja sig mjög vel inn í mál- efni síns kjördæmis. Þeir eru umboðsmenn kjördæmisins á Alþingi. Ef þeir gæta þess hlut- verks ekki, munu önnur kjör- dæmi hrifsa meira til sín af fjár- magni. En auðvitað verða þing- mennirnir líka að meta málin á landsgrundvelli. Kjördæma- hagsmunirnir mega aldrei ganga þvert á það sem heildarhags- munirnir þola.“ Mig langar til að beina at- hyglinni nánar að þér sjálfum. Sækir þú þaðfast að gegna ráð- herraembætti áfram eftir kosn- ingar? Vœri það skref aftur á bak að verða aftur ,,óbreyttur þingmaður“? „Ég er nú búinn að vera ráð- herra all lengi og enn lengur í stjórnmálum. Sem einstaklingur skipti ég ekki meginmáli, það gerir hins vegar það sem barist er fyrir. Enginn flokkur getur verið í stjórnmálum án þess að leita eftir áhrifum, annað gengur ekki. Ef Framsóknar- flokkurinn verður í stjórn áfram hljóta að vera mjög miklar líkur til þess að ég gegni ráðherraembætti, enda eðlilegt þar sem ég er formaður flokks- ins“. Áttu þér einhverja eftirlætis- málaflokka sem þér lætur betur að glíma við en aðra? ,,Ég hef nú komið nálægt mjög mörgum málaflokkum, en atvinnuinálin eru alltaf nærri mínu skapi. Sjávarútveginum hef ég kynnst sérstaklega vel í starfi mínu sem sjávarútvegs- ráðherra og hef mikinn áhuga á orkumálum og iðnaðarmálum. Ef ég ætti að nefna mitt kjör- svið þá eru það atvinnumálin. Til dæmis flutti ég á sínum tíma tillögu í ríkisstjórninni um að leyfa laxeldisfyrirtækjum meiri aðgang að erlendu fjármagni til uppbyggingar og setti á laggirn- ar fiskeldisnefnd, sem hefur unnið mjög mikilvægt starf. Sjáðu til, ég er verkfræðingur og tæknilega sinnaður og ný- sköpun í atvinnulífinu er mjög á mínu sviði.“ Á hvaða sviðum sérð þú þá mesta möguleika til atvinnu- uppbyggingar hér á Suður- nesjum? ,,í fyrsta lagi langar mig til að starfa með Suðurnesjamönnum að sem bestu skipulagi sjávar- útvegs og fiskvinnslu. Margt er hægt að gera betur, ef menn vinna vel saman, bæði þing- menn og hagsmunaaðilar. Aðrir möguleikar eru svo margir. Ég nefndi fiskeldið, en til þess eru hvergi betri skilyrði en hér. Hér hefur ferðamannaþjónustu lítið verið sinnt, en þar liggja eflaust ýmsir möguleikar. Ylrækt í tengslum við jarðhitann og ekki er ég síður spenntur fyrir há- tækni og þekkingariðnaðinum, en þar liggja mjög miklir mögu- leikar“. Að lokum: Hvað geta fram- sóknarþingmenn gert betur fyrir þetta kjördæmi en aðrir? Með öðrum orðum: Hvers vegna ættu kjósendur hér fremur að kjósa ykkur en aðra flokka? „Mér finnst mjög mikilvægt fyrir kjósendur hér sem annars staðar að hafa fulltrúa frá öll- um flokkum og það hefur áreið- anlega verið til tjóns fyrir kjördæmið að hafa engan fram- sóknarmann á þingi á þessu kjörtímabili. Sérstaklega þegar litið er til þess að við höfum ver- ið þar í miklum áhrifum. Svo má segja Framsóknarflokknum til hróss að hann er ekki öfga- flokkur, hvorki til hægri né vinstri, og hefur átt tiltölulega auðvelt með að eiga samstarf við flokkana beggja vegna. Við höfum fjölmargt fram að legg- ja, það höfum við sýnt svo ekki verður um villst. Því er full ástaða til að kjósa Framsóknar- flokkinn“. ,, Við stefnum að tveimur þingmönnum hér“, sögðu þeir Stein- grímur Hermannsson forsætisráðherra og Jóhann Einvarðsson Til sölu í Grindavík # Hvassahraun 5, ca 130 ferm. einbýlishús. 3 svefnherbergi. Laus fljótlega. Skipti á íbúð í Keflavík möguleg. Verð: 2.800.000,- # Heiðarhraun 11, skemmtilegt 136 ferm. enda- raðhús, ásamt bílskúr og sökkli fyrir garðstofu. 4 svefnherbergi. Laus fljótlega. Verð: 3.400.000,- # Efstahraun 22,136 ferm. nýlegt einbýlishús með frágenginni lóð lítið ákvílandi. Verð: 3.850.000,- # Borgarhraun 8, 120 ferm. einbýlishús ásamt 50 ferm. bílskúr. Verð: 3.600.000,- # Hólavellir 13,136 ferm. hús ásamt 42 ferm. bíl- skúr, að mestu frágengið. Verð: 3.000.000,- # Mánagata 7. Stórt einbýlishús, 160-170 ferm. ásamt ca. 45 ferm. bílskúr. 5 svefnherb. Góðar innréttingar, góður staður, góð eign. Verð: Tilboð. # Suðurvör 4. Nýtískuleg eign sem gefur mikla möguleika. 3 svefnherb., stofa, 22 ferm. garð- stofa, bílskúr, geymslur. Verð: 3.000.000,- # Leynisbraut 5. 135 ferm. einbýlishús ásamt 90 ferm. neðri hæð. Bílskúrsréttur. Skipti á eign á Reykjavíkursvæðinu. Verð: 4.000.000,- # Selsvellir 19. 120 ferm. einbýlishús, ásamt 50 ferm. bílskúr. Að mestu frágengið. Verð: 3.850.000,- FAST£IGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA Hafnargötu 31 - Keflavík - Símí 372: Elías Guðmundsson, solustjóri Jónsson, logfræðtngur ATVINNA Starfsmann vantar við GOLFVÖLL GRINDA- VÍKUR tímabilið 1. maí -1. okt. 1987. Upplýsingar um starfið, laun og fleira veita: HALLDÓRINGVASON, form. klúbbsins, í síma 8183. VALDIMAR EINARSSON, form. vallarnefndar í síma 8376. Golfklúbbur Grindavíkur. -MEISTARAHUS- TIMBURHÚS f PÖKKIIM! Nýr valkostur fyrir húsbyggjendur, sem vert er að kanna. Upplýsinga-og söluskrifstofa: IÐNVERKHF Hátúni 6a, Simi 25930. ^

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.