Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 11

Bæjarbót - 01.03.1987, Blaðsíða 11
 Óliáð flokkadrætti 11 Bœjarbót heimsœkir Isberg Ltd. í Hull: Atvinnumálanefnd: Er gufulögn hagkvæmur kostur? Nýlega sendi Atvinnumála- nefnd Grindavíkur eftirfarandi bréf til bæjarstjórnar. „Stjórn atvinnumálanefndar vill koma því á framfæri við bæjarráð að hafin verði sem fyrst könnun á hagkvæmni þess að leggja gufulögn frá Svarts- engi til Grindavíkur. I Ijósi þess að Lýsi hf., hefur hug á að flytja starfsemi sína til Grindavíkur, Lagmetisiðjan hf. er að auka starfsemi sína og Fiskimjöl og Lýsi hf. er að huga að breytingum, þykir stjórn At- vinnumálanefndar tímabært að athugaður sé sá möguleiki að gufa sé lögð til byggðarlagsins. Sýnt er að gufulögn til Grindavíkur mun hafa í för með sér aukna möguleika í iðnaði svo sem stefna bæjarstjórnar er. Af lauslegri athugun for- manns atvinnumálanefndar Grindavíkur sést, að gufulögn til núverandi gufunotenda og þeirri aukningu sem fyrir séð er í notkun gufu, mun slík lögn vera hagkvæm fjárhagslega.“ Pétur Björnsson forstjóri Isberg Ltd. á skrifstofu sinni við Kingston Street. „Við lækkuðum löndunargjöldin og það fór illa í keppinautana ‘ I heimsókn Bæjarbótar til Hull fyrir skömmu var fyrirtækið Isberg Ltd. heimsótt. Isberg er í eigu Péturs Björns- sonar (80%) og Vic Morrow (20%) og þar starfa 10 manns, en fyrirtækiö er aðeins rúmlega árs gamalt. Vöxtur þess og við- gangur er því hraður og nú er Is- berg Ltd. stærsta fyrirtæki sinn- ar tegundar í Hull. Tilgangur fyrirtækisins er fyrst og fremst sá að sinna sölu á íslenskum fiski og sjá um af- greiðslu á íslenskum fiskiskipum og gámum. Fyrirtækið annast einnig fyrirgreiðslu og sölu í Grimsby og þá í góðri samvinnu við Norman Slater hjá Jens Boj- en Associates sem er útgerðar- og fisksölufyrirtæki. ísberg Ltd. hefur á stuttum tíma stofnað til reikningsvið- skipta við öll þau fyrirtæki sem mestu máli skipta í sjávarútvegi þar um slóðir og nýtur þar bestu fáanlegra kjara að sögn Péturs forstjóra. Öll sala, þjónusta og uppgjör gengur hratt fyrir sig þarna úti. Á föstudegi í viku hverri verða allar sölur þeirrar viku að fullu greiddar á íslandi og er það hraðari gangur en menn eiga að venjast hér heima. Á síðasta ári komu um 56 þús. tonn af ferskum íslenskum fiski til Hull og Grimsby með skipum og gámum. Isberg Ltd. annaðist móttöku og sölu á 22 þús. tonnum af þessu magni (um 40%) og sagðist forstjórinn gera sér vonir um að halda þeirri markaðshlutdeild. Aðspurður um samskipti við Grindavíkurflotann sagði hann að þau væru mjög mikil og góð „enda er ég með Grindvískan skipstjóra mér við hlið hérna úti“ og átti hann þar við Pétur Pálsson, sem nú hefur dvalið ytra í rúmlega hálft ár og unnið hjá Isberg Ltd. Það kom fram í máli Péturs Björnssonar að nú er hlaupin aukin harka í samkeppnina á fiskmakaðnum. „Okkur fannst rétt að breyta löndunarað- ferðum hér til samræmis við það sem gert er heima og þannig gátum við lækkað kostnaðinn, sem kemur á útgerðina um 25 %. Þetta hleypti illu blóði í gamla löndunarfélagið hérna, en þó lækkuðu þeir sig líka, án þess að breyta neinu og eru því enn með gamla úrelta færibandakerfið sitt, sem að mínu mati fer mun verr með fiskinn“ sagði Pétur að lokum. Handknattleikur: Helstu úrslit 3. fl. kvenna - 2. deild. 13. -15. mars. UMFG-Fram 4- 7 UMFG-Valur 11-12 UMFG-ÍBK 12-10 UMFG - Grótta 11-13 UMFG-ÍR 8- 9 Mörk: Vigdís Ólafsdóttir, 21, Ragn- heiður Ólafsdóttir 10, Hafdís Sveinbj. 6, Lilja Þ. Guðm. 5, Hildur María 2, Fjóla Ósk Stef- ánsdóttir 1 og Sigurrós Ragnars- dóttir 1. 4. fl. karla - 3. deild. 6. - 8. mars. UMFG - Haukar 16- 9 UMFG-FH 9- 8 UMFG-HK 12-11 UMFG-ÍA 17-13 UMFG-UBK 9-11 Grindavík vann 3. deild 4. fl. karla með 8 stigum alls. Mörk: Marel Guðlaugsson 19, Haukur Einarsson, 15, Guð- mundur Guðj. 11, Bergur Hin- riksson 7, Þröstur Sigmundsson 3, Björn Skúlason 2. Gefum fermingarbörnum góðan afslátt Erum með snyrtifrœðinga um helgar, .<$• María Marteinsd. - Andlitsbað og fl. A. .. Björk Traustadóttir - Fótsnyrtingar. HÖFUM OPIÐ SEM HÉR SEGIR: Mánudaga - föstudaga 9-22 ,ditkorí Laugardaga 1 - 4 VERIÐ MORGUNAFSLATTUR! VELKOMIN íastét|nal3 \5. Uppboð í fullum gangi í Hull. íslenskur fiskur er um 65% af markaðnum í Hull og kaupmennirnir bjóða grimmt ef framboð er í samræmi við þarfir markaðarins. Greiðið á réttum tíma og forðist óþarfa kostnað. Bœjarsjóður Grindavíkur

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.