Bæjarbót - 01.02.1989, Síða 1

Bæjarbót - 01.02.1989, Síða 1
Kjörbókin er á toppnum! Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Hitaveita Suðurnesja: Selur vatnið með 70% afslætti til íþróttahúsa og sundlauga Á fundi stjórnar Hitaveitu Suðurnesja þann 16. febrúar var samþykkt að sundstaðir og íþróttahús í eigu sveitarfélag- anna fái að greiða 30% af gild- andi verðskrá fyrir heita vatnið. Tillaga um þetta var upphaflega flutt af Jóni G. Stefánssyni bæj- arstjóra og Hannesi Einarssyni bæjarfulltrúa í Keflavík. í íþróttamannvirkjum er mik- il vatnsnotkun og því léttir þessi samþykkt verulega undir með rekstri þeirra. Sem dæmi má nefna að gera má ráð fyrir að út- gjöld íþróttahúss Grindavíkur lækki um u.þ.b. 200 þúsund á ári. Einnig verður nokkur lækk- un á kostnaði við sundlaugina, en hlutfallslega minni, þar sem hún nýtir að mestu leyti affall frá skólanum. Loðnupökkun fyrir lúðueldið Flutningur á raforku: Jarðstrengur úr Svartsengi til Grindavíkur á þessu ári - tryggir afhendingaröryggi eins og best verður á kosið Á fundi í stjórn Hitaveitu Suðurnesja þann 16. febrúar var samþykkt að leggja jarðstreng úr Svartsengi til Grindavíkur á þessu ári. Kostnaður er áætlað- ur um 12 milljónir. Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri er stjórn- armaður hjá Hitaveitunni og hann var inntur nánar eftir þessu máli. „Ég tók þetta mál upp á fundi 3. feþrúar og þá var ákveðið að fresta afgreiðslu framkvæmda- og fjárhagsáætlana þar til málið hefði verið kannað nánar. Hinar tíðu rafmagnstruflanir að und- anförnu eru ákaflega þreytandi og jafnvel skaðlegar og því sjálf- sagt að reyna að auka afhend- ingaröryggið á rafmagninu sem mest. Nú hefur stjórn Hitaveit- unnar samþykkt að ráðast í þessa framkvæmd á þessu ári og að henni lokinni á flutningur raforkunnar til Grindvíkinga að vera með því besta sem gerist á íslandi“ sagði Jón Gunnar bæj- arstjóri. Þess má geta að línan sem nú er notuð er af mörgum talin því sem næst ónýt a.m.k. þolir hún ekki válynd veður eins og verið hafa í vetur. Iþróttir eru á bls. 11

x

Bæjarbót

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.