Bæjarbót - 01.02.1989, Page 10
10 Bæjarbót, óháð fréttablað
Febrúar 1989
Frá sjávarútvegsráðuneytinu:
Skýrsla um
sfldveiðar
1988
Vegna viðbótarsamninga við
Rússa um kaup á 30.000 tunn-
um af saltsíld ákvað ráðuneytið
að leyfa veiðar á 4 þús. lestum af
síld í janúar 1988.
Veiðar hófust þann 10. janúar
og stunduðu 10 skip veiðarnar.
Veiðikvóti hvers skips í þessari
sérstöku úthlutun nam því
u.þ.b. 400 lestum er kom að
tveimur þriðju hlutum til frá-
dráttar við úthlutun haustið
1988.
Veiðarnar gengu að óskum og
var síldin í góðu ástandi til sölt-
unar bæði varðandi fituinnihald
og átu. Alls veiddust 4.107 lestir
af síld og kom 2/3 þess magns til
kvóta er síðar var dregið frá út-
hlutun veiðikvóta viðkomandi
skipa við úthlutun síldarkvóta í
október s.l.
í haust úthlutaði sjávar-
útvegsráðuneytið síldveiði-
leyfum til 89 skipa. Leyfið gilti
frá kl. 18:00 9. október s.l. þar
til afli skips nam úthlutuðum
veiðikvóta þó ekki lengur en til
15. desember. Þar sem nokkur
skip höfðu þá ekki enn lokið við
að veiða upp í kvóta sína, fram-
lengdi ráðuneytið veiðitímabil-
inu til 20. desember. Þá áttu enn
2 skip ólokið veiðunum á sam-
tals 1130 lestum af síld og var
þeim gefinn kostur á að ljúka
sínum veiðum til vinnslu nú í
janúar.
Eins og áður er getið úthlut-
aði ráðuneytið 89 skipum leyfi
til síldveiða í ár sem er tveimur
skipum færra en árið áður. í
haust nam úthlutunin 86.433
lestum en áður hafði ráðuneytið
úthlutað 4.000 lestum í ársbyrj-
un og því er heildarúthlutun árs-
ins 1988 alls 90.433 lestir af síld
og er það 24% aukning frá fyrra
ári. Að þessu sinni nam kvóti
hvers skips 1.000 lestum að und-
anskildum þremur skipum er
höfðu óreglulega kvóta.
Sömu reglur giltu um veiðarn-
ar og undanfarin ár að öðru leyti
en því að hverju skipi var aðeins
heimilt að landa til bræðslu 40%
af kvóta skipsins og a.m.k. 60%
nýtt til manneldis. Þó var heim-
ilt með samþykki ráðuneytisins
að víkja frá þessum takmörkun-
um á bræðsluveiðum.
Ráðuneytið ákvað að veita
nokkrum loðnuskipum heimild
til veiða á síld og máttu veiðarn-
ar hefjast 20. september. Þetta
var gert í því skyni að auka fjöl-
breytni í vinnslu og sölu síldar
enda voru leyfin bundin þeim
skilyrðum, að öll nýtanleg síld
yrði fryst um borð í veiðiskipun-
um.
Aðeins eitt skip sótti um slíkt
leyfi, flakaði síldina og frysti um
borð. Segja má að vel hafi tekist
til með vinnsluna um borð, öll
síld nýttist í vinnslunni og frysti-
getan var um 15 lestir á sólar-
hring. En sökum óhagstæðra
viðskiptasamninga hætti skipið
veiðum og vinnslu á síld fyrr en
ætlað var.
Af þeim 89 skipum sem út-
hlutað var leyfum til síldveiða
s.l. haust fór 61 skip til veiðanna
og er það 6 skipum fleira en árið
áður. Samtals nam afli skipanna
84.770 lestum (brúttó 89.292
lestir þ.e. síld og ís) og því er
heildaraflinn samtals 88.877
lestir af síld á árinu (brúttó
93.615 þ.e. síld og ís), sem er
17.255 lesta aukning frá fyrra
ári eða 24,1%.
Til vinnslu fóru 69.474 lestir
af heildaraflanum 1988 sem er
78,2% en 19.403 lestir fóru til
bræðslu eða 21,8% heildarafl-
ans. Þegar litið er á þróunina í
skiptingu síldaraflans milli
vinnslu og bræðslu frá fyrra ári,
sést glögglega að aukningin í
heildarveiðinni fer öll til
vinnslu.
í haust barst mest af síld á
land á Eskifirði 13.410 lestir br.,
á Höfn 11.145 lestir br., á Nes-
kaupstað 11.030 lestir br. og í
Grindavík 10.076 lestir.
Til vinnslu barst hinsvegar
mest að landi á Höfn 9.184 lestir
br., í Grindavík 8.745 lestir br.
og á Eskifirði 6.116 lestir.
Alls Fj. Fj. Alls Til Til
úthl. leyfa veiði i- afli vinnslu bræðslu
tonn skip skipa tonn tonn % tonn %
1 9 85 50.000 140 89 46.530 45.734 98,3 796 1,7
19 8 6 64.084 91 51 62.637 51.291 81,9 11.347 18,1
19 87 72.930 91 55 71.622 49.739 69,4 21.883 30,6
1 9 88 90.433 89 61 88.877 69.474 78,2 19.403 21,8
Þau 28 skip sem ekki fóru til
veiða framseldu öll sína kvóta
alls 28.000 lestir og auk þess
framseldu 15 skip hluta af sínum
veiðikvótum alls 3.175 lestir.
Af þeim 86.433 lestum sem
úthlutað var s.l. haust veiddust
84.770 lestir. Ólokið var þá að
veiða 1.663 lestir og munar þá
hvað mest um þann kvóta er 2
skip áttu ólokið við alls 1.130
lestir og fengu leyfi til að veiða
nú í janúar.
Að þessu sinni veiddist allur
aflinn í nót og virðist sem síld-
veiðar í lagnet og reknet heyri
fortíðinni til.
Aðalveiðisvæðin voru nú sem
fyrr innfjarðar og í fjarðar-
mynnum, allt frá Seyðisfirði
suður um Berufjörð. Einnig átti
sér stað talsverð veiði við
Ingólfshöfða en þar var síldin
smærri en veiddist innfjarðar.
Áberandi stærst var síldin er
veiddist innfjarðar norðan
Reyðarfjarðar. Að þessu sinni
veiddist engin síld við
ísafjarðardjúp.
Hvað varðar almennt eftirlit
með veiðunum er það helst að
tíunda, að ekki var brýn þörf á
eftirliti til sjós þar sem ekki varð
vart við smásíld í afla skipanna.
Hins vegar var spjótunum frek-
ar beint að eftirliti með löndun-
um skipanna eins og kostur var
hverju sinni.
Alls veiddu 28 skip umfram
úthlutaða aflakvóta í ár samtals
630 lestir eða 23 lestir að meðal-
tali á skip. Ekkert skip fór það
mikið umfram úthlutaðan kvóta
að ástæða þætti til upptöku
ólöglegs afla.
Örn Traustason
ooo
ooo
oO
ooo
bo
ooo
o o
Bekkjastofa Betu
Hraunbraut 2
Sími 68492
Bekkirnir bæta líkamann!
— betra líf!
Gjaldheimta Suöurnesja
Lögtaksúrskurður
Að beiðni Gjaldheimtu Suðurnesja úrskurðast mér með, að lögtök
geta farið fram vegna vangoldinnar staðgreiðslu opinberra gjalda í
Keflavíkurbæ, Njarðvíkurbæ, Grindavíkurbæ, Vatnsleysustrandar-
hreppi, Hafnahreppi, Miðneshreppi og Gerðahreppi, þ.e. vanskila-
fé, álag og sektir ásamt kostnaði fyrir tímabilin 08., 09., 10., 11., og
12. 1988, ágrundvelli 1. tl. 1. gr. og 4. gr. laga nr. 29/1885 og 29. gr.
laga nr. 45/1987, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987.
Lögtök geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar
þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma.
Keflavík 9. febrúar 1989
Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík
og Njarðvík
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu