Bæjarbót - 01.02.1989, Page 11

Bæjarbót - 01.02.1989, Page 11
Febrúar 1989 Bæjarbót, óháð fréttablað 11 Flugleiðadeildin í körfuknattleik: Verður Valur eða UMFG í úrslitum? — lokauppgjörið fer fram 5. mars Sú staða er komin upp að lokaleikur UMFG í riðlakeppn- inni verður líklega hreinn úr- slitaleikur um það hvort UMFG eða Valur komast í 4ra liða úr- slitakeppnina um íslandsmeist- aratililinn. Verði liðin jöfn að stigum munu innbyrðis viður- eignir liðanna skera úr um hvort heldur áfram. Þann 5. mars kemur allt þetta í Ijós. Þá koma Valsmenn til Grindavíkur og lokauppgjörið fer fram. Nú rúmast 500-600 áhorfendur á áhorfendapöllum íþróttahúss Grindavíkur og ekki þarf að efast um að húsfyllir verður og því betra að mæta tímanlega vilji fólk ná sér í sæti. Lið UMFG er komið lengra í keppninni en margir áttu von á. Það hefur m.a. tekist með frá- bærum stuðningi áhorfenda, sem styðja betur við bakið á lið- inu en önnur lið í Flugleiðadeild- inni eiga að venjast. Þetta kann að ráða úrslitum 5. mars. Handknattleikur: UMFG hugsanlega með þrjá flokka í úrslitum 5. flokkur kvenna hjá UMFG hefur þegar tryggt sér rétt til að leika í úrslitum um íslandsmeist- aratitilinn. Einnig 6. flokkur karla og hugsanlega nær 4. fl. kvenna einnig úrslitasæti. Ágætur árangur það. Hér koma helstu úrslit í handboltanum að undanförnu. 5. flokkur kvenna. 2. deild: UMFG-Hveragerði 9-2 UMFG-ÍBV 7-4 UMFG-UMFN 10-3 UMFG-Haukar 7-7 UMFG fer í 1. deild, ásamt Haukum og leikur til úrslita um titilinn. Mörkin: Arnfríður 19, Anna Dís 5, Ásta 4, Ásdís 2, og Sesselja 1. 5. flokkur karla. 4. deild: UMFG-UMFN 10-16 UMFG-Reynir 8-22 UMFG-Þróttur 20-13 UMFG-Skallagrímur 16-8 3. flokkur kvenna. 3. deild: UMFG-FH 21-12 UMFG-Haukar 18-12 UMFG-Huginn 14-9 UMFG-ÍR 12-6 Allir leikir unnir og liðið fer í B-úrslit. Mörkin: Ragnheiður 28, Vigdís 19, Sigurrós 7, Þór- unn 7, Guðbjörg 2, og Lára og Kristjana gerðu 1 mark hvor. Hér eru aldeilis tilburðir við að troða knettinum í körfuna! Þetta er Atli Árnason í troðkeppni á íþróttahátíð grunnskól- ans fyrir skömmu. Stökkkrafturinn er bæði meðfæddur og fenginn að láni! Myndina tók Óskar Ágústsson áhugaljós- myndari. Punktar leikmanna UMFG UMFG-Haukar 78-73 Guðmundur # • • • Rúnar • • • Jón Páll • • Guðlaugur • ÍR-UMFG 96-64 Guðmundur • • Steinþór • Rúnar • UMFG-Tindastóll 91-81 Rúnar • • • Steinþór • • • Guðmundur • • Þór-UMFG 89-97 Guðmundur • • • Rúnar • • Steinþór • • UMFG-ÍS 83-56 Guðmundur • • • Rúnar • • Ólafur • • Gististaðir okkar, PRINCIPITO SOL og SUNSET BEACH CLUB, eru einhverjir þeir vinsælustu með- al íslendinga. Á það bæði við um fjölskyldur og einstaklinga sem gera kröfu til þess að öll aðstaða sé fyrsta flokks. Fjölbreytt íþrótta- og skemmtidag- skrá fyrir alla aldurshópa. Islenskur fararstjóri. Sérstakar páskaferbir 17/3 og 20/3 Fyrir þá er bóka fyrir 1. apríl: Söguafsláttur: Kr. 3.500,- fyrir fullorðna Kr. 1.600,- fyrir 12-15 ára Kr. 1.400,- fyrir 2-11 ára auk þess Hnokkaafsláttur 40% fyrir 2-14 ára Þetta gildir í öllum leiguflugs- ferðum í sumar. Verð ffrá kr. 39.700,-* FERDASKRIFSTOFAN * HJon 2 bom, 2-14 ára Gríndavíkurumboð Flakkarínn - Sími 68060 Suðurgötu 7 S.624040

x

Bæjarbót

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.