Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 1

Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 1
Kjörbókin er á toppnum! Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Vinnumarkaður í Grindavík: Hvaða áhríf hefur álver á Keihsnesi á hann? — 35-45 manns á atvinnuleysisskrá undanfarnar vikur Verði álver reist á Keilisnesi er nokkuð víst að áhrif slíks risa- fyrirtækis, á okkar mælikvarða, verða mikil. Ekki síst á vinnu- markaðinn. Ofaglært fólk fær þar nýjan möguleika til atvinnu og hugsanlega hærri laun og þokkalega vinnuaðstöðu. Hér í Grindavík er fiskvinnslufólk einkum í saltfiski og samkvæmt heimildum blaðsins er afkoma þess verri en t.d. verkafólks í frystihúsum, sem að meðaltali munu fá 130-200 krónur í bónus til viðbótar við tímakaupið. Má þá búast við flótta úr fiskvinnsl- unni í álið? Eðvarð Júlíusson forstjóri Hópsness hf. benti á að þetta hefðu menn óttast þegar álverið í Straumsvík var reist, það hefði síðan reynst ástæðulaus ótti. Hann sagðist ekki óttast að fá ekki fólk til vinnu hér og benti á að uppistaðan í vinnuafli hús- anna væru konur sem kæmu t.d. í síldina og á vertíð. Ekki kvaðst Eðvarð búast við að tilkoma álversins hefði í för með sér mikla röskun á núver- andi kjörum launafólks. „Þetta þrýstir þó líklega eitthvað á, ekki síst á byggingartímanum“. Benóný Benediktsson for- maður Verkalýðsfélags Grinda- víkur sagðist fagna tilkomu ál- vers og hann sagðist búast við að þónokkur hópur héðan sækti þangað til vinnu. Fiskur hér færi minnkandi og fólk væri þegar farið að leita annað. Aldrei hefðu fleiri Grindvíkingar unnið á vellinum en einmitt nú í sumar. Benóný sagðist alls ekki óttast að fiskvinnslan fengi ekki fólk til starfa, en bjóst hins veg- ar við að kjörum þess fólks þyrfti að lyfta upp í samkeppni við önnur atvinnutækifæri. Hann benti á að vinnslan færðist stöð- ust meira út á sjó og afleiðing af þvi væri m.a. sú að undanfarnar vikur hefðul 35-45 manns verið hér á atvinnuleysisskrá, einkum kvenfólk og nokkrir sjómenn. Sími 92-68060 Fax 92-68767 Mánudagar 10.00-12.00 13.30-16.00 Þríðjudagar 13.30-16.00 Miðvikudagar 13.30-16.00 Fimmtudagar 13.30-16.00 Föstudagar 10.00-12.00 13.30-16.00 Flakkarínn & Bœjarbót Frábærar vörur — fram- leiddar á Suðurnesjum Tré-x - Iðavöllum 7 - Sími 14760

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.