Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 10

Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 10
10 Bæjarbót, óháð fréttablað September 1990 # Körfuknattleiksdeild UMFG hefur gert mjög hagstæðan samning við Jöfur hf. um kaup á bifreið fyrir deildina. Hér er sölustjóri hjá Jöfri að afhenda Margeiri Guðmundssyni for- manni deildarinnar bílinn. Körfuboltinn: Hverjir skipa riðlana? Úrvalsdeildin fer senn að hefjast. Liðin leika 26 leiki. Fjórfalda umferð í sínum riðli og tvöfalda yfir í hinn riðilinn. Skipting er svona: Grindavík Keflavík Tindastóll Þór Valur Snæfell Haukar Njarðvík KR TR Grindavík hefur þegar sett sér markmið að sögn for- ráðamanna deildarinnar. Að fara í úrslit og helst alla leið á toppinn. Körfuboltinn: Anthony King mættur til leiks UMFG hefur nú fengið nýjan bandarískan leikmann, Anthony King. Hann er sterkur undir körfunni og hefur að eigin sögn 23 stig að meðaltali og 15 fráköst. Hann hefur staðið sig vel í Reykjanesmótinu og styrkir greinilega hópinn. Handknattleikur: Hærri meðal- aldur og sterkari hópur UMFG sendir nú kvennalið til keppni í Meistaraflokki á ís- landsmóti eftir 7 ára hlé. Liðið leikur í 2. deild. Nokkrar af eldri handboltadömunum hafa nú tekið fram stuttbuxurnar að nýju og má þar nefna Hildi Gunnarsdóttur, Rut Óskars- dóttur og Sjöfn Ágústsdóttur. Þá eru Sólný Páls, Guðrún Braga og Lilja Jónsdóttir aftur komnar í hópinn. Þjálfarinn er Ingunn Jónsdótt- ir, en blaðinu er kunnugt um að nú er unnið að því að fá pólska handknattleikskonu hingað, sem myndi þá bæði þjálfa og leika með liðinu. Liðinu gekk mjög vel á lands- mótinu í sumar, hafnaði í 5. sæti og þá var ákveðið að taka þátt í vetur. Einn piltaflokkur keppir í handboltanum frá UMFG, en það er 4. flokkur, undir stjórn Kristmundar Ásmundssonar læknis og þjálfara. Þá verða 3., 4. og 5. flokkur stúlkna með á íslandsmótinu undir stjórn Haf- dísar Ægisdóttur. Ert þú ekki í stuðnings- mannaklúbbnum ? Stuðningsmannakúbbur UMFG, körfuknattleiksdeildar, verður við lýði í vetur eins og í fyrra. Meðlimir fá góðan afslátt í flestum verslunum í Grindavík, frítt inn á alla heimaleiki UMFG og rjúkandi kaffi í leikhléi. Auk þess afslátt af veitingum á völd- um veitingahúsum. Fyrir þetta, og reyndar fleira sem hér er ótal- ið, greiða meðlimir klúbbsins aðeins 1200 krónur á mánuði, sem teljast verður lítið þegar tillit er tekið til þess að miði á heimaleiki kostar 500 krónur! Hafið samband við Margeir eða Ægi og skráið ykkur í klúbbinn! Körfuboltinn: Punkta- gjofm endurvakin Eins og í fyrra verða leik- mönnum UMFG liðsins gefnir punktar fyrir leikina í úrvalsdeildinni í vetur. • • • • • Fimm punktar eru gefnir fyrir frábæran leik, eiginlega algjöran stjörnuleik í vörn og sókn, jafnvel á alþjóðlegan mæli- kvarða. • • • • Fjórir punktar eru gefnir fyrir mjög góðan leik, þar sem leikmaðurinn hefur afgerandi áhrif á gang leiksins í vörn og sókn. • • • Þrír punktar eru gefnir fyrir góða frammi- stöðu og segja til um að leik- maður hafi verið vel yfir meðallagi í liðinu. • • Tveir punktar eru gefn- ir fyrir frammistöðu þar sem segja má að leikmaður hafi verið nokkuð drjúgur fyrir lið sitt, án þess að vera afger- andi. • Einn punktur þýðir að leikmaður hafi staðið þokka- lega fyrir sínu, kannski ögn betur en félagar hans sem l'á engan punkt. Fyrsta árið í 2 deild að baki: UMFG slapp með skrekkinn — Haukur hættir með liðið • Það er ekki tekið út með sæld- inni að vera nýliðar í 2. deild. Það fengu leikmenn UMFG að reyna í sumar. Áður en yfir lauk hrikti í ýmsu, innan vallar sem utan, en markmiðið náðist að lokum. Liðið lenti í 8. sæti og fær því annað tækifæri í deildinni að ári. Loka- staðan varð þessi. Stefnir greinilega í hörku keppni og ekki seinna vænna að hefja strax undirbúning. Haukur Hafsteinsson mun láta af þjálfun liðsins og ekki er alveg ljóst hvort allir leikmenn halda áfram. Fj. leikja U J T Mörk Stig VÍÐIR 18 12 5 1 40: 20 41 BREIÐABLIK 18 9 5 4 25: 15 32 FYLKIR 18 9 3 6 34: 21 30 ÍR 18 8 2 8 23: 24 26 IBK 18 7 4 7 19: 21 25 SELFOSS 18 7 3 8 34: 33 24 TINDASTÓLL 18 5 5 8 20: 28 20 GRINDAVI'K 18 6 2 10 20: 31 20 LEIFTUR 18 5 4 9 19: 28 19 KS 18 5 1 12 21: 34 16 Sundlaug Grindavíkur — útilaug með heitum nuddpotti! Opnunartímar í vetur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Sauna klefinn: 17.00-21.00 17.00-21.00 17.00-21.00 16.00-21.00 16.00-21.00 Fyrir konur: Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 19.00-21.00. Fyrir karla: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19.00-21.00. Slakið á í heita pottinum og njótið nuddsins! Sundlaug Grindavíkur Geymið auglýsinguna SÍIUÍ 68561 Bókasafn Grindavíkur — Félagsheimilinu Festi - Sími 68549 Breyttur opnunartími: Til áramóta verður safnið opið sem hér segir: Mánudaga Þriðjudaga Miðvikudaga Fimmtudaga Föstudaga 17.00-20.00 16.00-20.00 16.00-20.00 16.00-20.00 17.00-20.00 ,,Bækur eru háskóli hins sjálfmenntaða manns BlG R.W. Kmerson Munið að skila bókunum á réttum tíma. Velkomin í bókasafnið! Bókaverðir Eftirtalin lið munu skipa 2. deild á næsta ári: Grindavík Keflavík ÍR Selfoss Þróttur R. Haukar Fylkir Tindastóll Akranes Þór Ak. Flísadagar í Gríndavík! ^ — 20% aflsáttur — □ Dagana 1.-6. október verður 20% afslátt- ur af Saloni og Revigrés flísum á gólf og ^ veggi. □ Fulltrúi innflytjanda verður á staðnum miðvikud. 3. október. □ Nýkomið spóna parket! verð: 1.675.- pr. ferm. Málmey Sími 68462

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.