Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 7
September 1990
Bæjarbót, óháð fréttablað 7
Frá
Námsflokkum
Grindavíkur
Enska
Kennari Jón Gröndal. Dagar: Mánudagar og miðvikudagar
kl. 20.00-21.30. Verð: 4200 kr. 6 vikur. 24 stundir.
Austurlensk matargerð - Oriental cooking.
Kennarar Árni Björn Björnsson, Panja Chalao og Marissa
Sicat. Dagar: Fimmtudagur 4. okt. kl. 20.00 Framhaldsnám-
skeið fimmtudaginn 18. okt. kl. 20.00. Verð: 2000 kr. Ath.
Matur innifalinn í verði.
Myndlist fyrir börn.
Kennari Asta Olafsdóttir. Dagar: Miðvikudagar kl.
17.00-19.00. Verð: 3500 kr. 15 st í 5 vikur. Hefst 3. okt.
Fatasaumur
Kennari Hafdís Valdimarsdóttir. Dagar: Miðvikudagar kl.
20.00-22.40. Verð: 4600 kr. 24 st. í 6 vikur.
Spœnska
Kennari Sigurður Hjartarson. Dagar: Mánudagar og miðviku-
dagar kl. 20.00-21.30. Verð: 4800 kr. 24 st.6 vikur.
Stjömuspeki
Kennari Gunnlaugur Guðmundsson. Dagar: Laugardagur 3.
nóv. kl. 13.00-17.00 og sunnudagur 4. nóv. kl. 13.00-17.00.
Verð 4500 kr. Ath. Stjörnukort og 100 síðna bók um stjörnu-
speki er innifalið í verðinu.
Gróður, garðar, pottaplöntur og fl.
Kennari Hafsteinn Hafliðason. Dagar: Laugardagur 20. nóv
og sunnudagur 21. nóv kl. 14.00-17.00. Verð 2000 kr.
Leiklist fyrir böm
Kennari Rúnar Guðbrandsson. Dagar: Helgarnámskeið kl.
13.00-17.00. Verð 1800 kr.
Þýska
Kennari Roland Bucholtz. Dagar: Þriðjudagar og fimmtu-
dagar kl. 20.00-21.30. Verð 4200 kr.
Innritun stendur yfir. Hafið samband við Magnús eftir kl.
22.00 á kvöldin í síma 68443 eða í hádeginu í síma 68555 og
68020. Laugardag og sunnudag í síma 68443 kl. 17.00-20.00.
Athugið!
Námskeið í jólaföndri og gerð aðventukransa verður auglýst
síðar.
Magnús H. Valgeirsson
forstöðumaður
Símaskrár
Eigum enn nokkrar innbundnar símaskrár
(með harðri kápu) til sölu
Verð aðeins kr. 875.-
Póstur og Sími í Grindavík
Þeir eru \ \
á réttri ^
BRAUT!
Áleið
til
okkar!
BRAUT
Gos
Léttöl
Samlokur
Snakk
Sælgæti
Dagblöð
Myndbönd
Hljómplötur
SÍMINNER
68722
Þegar haustið gengur í garð
hefja skólar starfsemi sína. í
Grunnskólanum í Grindavík
hófst kennsla í byrjun septem-
ber. Bæjarbót leitaði frétta um
skólahald í vetur hjá Gunnlaugi
Dan Ólafssyni skólastjóra.
Skólinn er stór vinnustaður,
hvað eru margir nemendur við
nám?
,,í skólanum í vetur verða alls
41Í nemendur í 1-10 bekk. 24
1500-2000 ferm. Áhrifin koma
fram með margvíslegum hætti í
daglegu starfi skólans með tilliti
til betri nýtingar, þá búa nem-
endur við skerta fræðslu af þess-
um sökum.
Nú hafa hins vegar allir póli-
tískir flokkar sem starfa í
Grindavík lýst því yfir að ný
skólabygging rísi á næstu fjór-
um árum eða að framkvæmdir
verði hafnar á þeim tíma. Nú
þegar hefur bygginga og skipu-
lagsnefnd unnið nokkra undir-
búningsvinnu ásamt arkitekt.
Seinna mun verða gerð grein
fyrir þeim hugmyndum sem
uppi eru um byggingafram-
kvæmdir“ sagði Gunnlaugur
Dan að lokum.
kennari kæmi til starfa 1. okt.
næst komandi, eftir veikindi.
Nú má hins vegar telja fullvíst
að það verði ekki fyrr en um
áramót. Skólinn hefur því
neyðst til þess að fella niður
kennslu hjá flestum nemendum í
smíðum og ekki getað sinnt sem
skyldi þeim nemendum og
námshópum sem njóta sérstakr-
ar aðstoðar sérkennara.
Þetta verður að teljast
nýir aðfluttir nemendur hefja
nám við skólann í haust. Þetta
er mesta fjölgun aðfluttra nem-
enda í langan tíma. Fjöldinn
verður því nokkru meiri en á
síðasta skólaári. Sú breyting
hefur verið gerð að forskóli er
nú skólaskyldur og kallast 1.
bekkur. Þannig er komin á 10
ára skólaskylda allra nemenda
frá 1.-10. bekk“.
Hafa orðið miklar breytingar
á starfsemi skólans?
,,Nokkrir kennarar létu af
störfum við skólann sl. vor. Eft-
irtaldir nýir kennarar voru ráðn-
ir í þeirra stað: Ingibjörg Linda
Kristmundsdóttir, Lilja Vals-
dóttir, Ellert Magnússon og
Þorbjörg Halldórsdóttir í hálft
starf.
Það liggur nú ljóst fyrir að
Lilja Valsdóttir mun ekki koma
til starfa á þessu skólaári vegna
veikinda, en hún hafði verið
ráðin til að kenna handmenntir
(smíðar). Gert var ráð fyrir því
að Bjarnfríður Jónsdóttir sér-
nokkurt áfall fyrir skólastarfið í
byrjun starfsárs. Auglýst hefur
verið eftir kennurum, en það
hefur enn sem komið er ekki
borið neinn árangur“.
Miklar umræður hafa orðið
um efnisgjald grunnskólanema.
Hvernig er því háttað hér?
„Efnisgjald hefur ekki verið
innheimt af nemendum grunn-
skólans hér. Hins vegar hefur
skólinn óskað eftir því við elstu
nemendur skólans að þeir
keyptu sér ákveðnar kennslu-
bækur, þegar sambærilegar
kennslubækur hafa ekki verið til
úthlutunar hjánámsgagnastofn-
un. Hvort þetta fyrirkomulag
helst óbreytt, skal ósagt látið, en
stefna ber að því að nemendur í
grunnskóla beri ekki kostnað
vegna kaupa á kennslubókum“.
Hvað er að frétta af húsnæð-
ismálum skólans?
,,Allt húsnæði skólans er nú
fullnýtt og gott betur. Flestum
er það kunnugt að ennþá vantar
mikið rými við skólann eða milli
Grunnskólinn tekinn til starfa:
Mesta fjölgun í langan tíma
— rætt við Gunnlaug Dan skólastjóra