Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 8

Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 8
8 Bæjarbót, óháð fréttablað September 1990 Styttist í framkvæmdir við sundlaugina Á útisvæðinu verða 2 heitir pottar, barnavaðlaug og renni- braut við litla hliðarlaug. Reist verður um 950 ferm. bygging sem hýsa mun 2 búningsklefa fyrir knattspyrnuvöllinn, 2 bún- ingsklefa fyrir sundlaugargesti, fyrir 100 manns hvor, lítinn kennslu og æfingarsal um 50 ferm. að stærð, þreksal, gufu- bað, ljósabekkjasal, mjög rúm- gott anddyri og aðra nauðsyn- lega aðstöðu. — verður kerið klætt með dúk eða flísalagt? Nú liggja fyrir endanlegar út- lits teikningar af nýju sundlaug- inni sem reist verður á íþrótta- svæðinu. Samkvæmt heimild- um blaðsins liggur endanleg kostnaðaráætlun ekki fyrir en tölur frá 120-150 milljónir hafa heyrst nefndar. Að sögn Halldórs Ingvasonar bæjarfulltrúa hefur teiknivinn- an dregist meira en menn ætl- uðu, en nú sé fyrirséð að um mánaðarmótin okt./nóv. liggi allar teikningar fyrir og þá verði hægt að bjóða jarðvinnuna út. Hvenær henni lýkur ræðst síðan af veðri og aðstæðum. Halldór sagði að laugarkerið sjálft yrði annað hvort steypt og flísalagt, eða með stálhliðum með ábræddum dúk, en sú lausn væri líklega 10-12 milljón- um ódýrari. Skrifborð óskast Áttu lítið skrifborð sem þú villt selja? Hafðu þá samband. Magnús H. Valgeirsson Sími 68443 Því velja menn Sparisjóðinn? ,,Af því að hann er með lipra og góða þjónustu og starfar með hagsmuni okkar Suðurnesjamanna í huga“ Gjaldeyrir strax! Pundin, pesetana, mörkin, gyllinin og dollarana eigum við! Það er gott að hefja ferðalagið hjá okkur — sækja um gjaldeyri — hinkra yfir kaffibolla — og af stað! SER tékkareikningurinn ber nú dagvexti! Launalán 350 þús. til þeirra sem fá launin á reikning! Yfirdráttur 150 þús. fyrir þá sem eru í föstum viðskiptum! Verið velkomin í viðskipti! C3 c 0c a> > m Ui X >o A Ö 4-h ja <5 , jö S 1 tí ™ , § • ~ si Í3 s' bp g ; mB ~ Dh « 1 'Bb tí t/3 u CD l tí ke3 i 5 yi? • C/5 t/5 C/5 , <D <D , Ö ^ ‘ >o ®: ■ '<S Sparisjóðurinn

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.