Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 3

Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 3
September 1990 Bæjarbót, óháð fréttablað 3 Samgöngur í lofti: Flugleiðir stórauka vetrar- áætlun sína frá því í fyrra — sætaframboð aukið um 22°7o Nú verður í fyrsta sinn flogið til Parísar allt árið og verður millilent í Frankfurt. Baltimore/Washington er einnig nýr viðkomustaður í vetr- aráædun. Þá verður ferðatíðni auk- in til New York úr 4 ferðum í 5 á viku, til Luxemborgar úr 4 ferðum í 7, til Oslóar úr 5 ferðum í 7 á viku og til Stokkhólms, en þangað verð- ur flogið 6 sinnum á viku í stað 4 ferða sl. vetur. I vetur verður dag- legt flug til Kaupmannahafnar án millilendingar og Grænlandsflug Flugleiða skilið frá Kaupmanna- hafnaráætlun. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða segir að með nýju áætluninni ætli Flug- leiðir sér að ná þremur meginmark- miðum. í fyrsta lagi mun aukin tíðni til Bandaríkjanna, Skandinavíu og Luxemborgar styrkja Norður- Atlantshafsflugið. Meiri ferðatíðni gerir áætlunina seljanlegri á mörk- uðum austan hafs og vestan. Vetr- arflug til Parísar um Frankfurt á fimmtudögum og sunnudögum styrkir Flugleiðir á Mið-Evrópu- markaði og gefur íslendingum kost á fleiri möguleikum til viku- og helgarferða. Frakklandsflug á sumrin hefur vaxið ár frá ári og með flug allt árið styrkir félagið sig á Frakklandsmarkaði. í þriðjalagi hefur áætlun til Kaupmannahafnar verið breytt til að gefa Flugleiðafar- þegum kost á verulega betri mögu- leikum til framhaldsflugs til fjarlæg- ari staða. Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða skiptir nýr flug- floti sköpum fyrir áform félagsins um umsvifameiri vetraráætlun. „Nýju flugvélarnar eru 35-40% spameytnari en hinar eldri og verð- ur því hagkvæmara en ella að bjóða meiri ferðatiðni. Það er afar mikilvægt að nýta þessi tæki vel og Flugleiðir munu beita markaðsneti sínu sem nú spannar meira en 10 lönd til hins ítrasta. Við erum að endurnýja allt fyrirtækið, tæki, þjónustu og alla aðstöðu hér heima. Við teljum okkur því í stakk búna að láta meira að okkur kveða á vetrarmarkaðinum“. Húseignir til sölu í Grindavík # Arnarhraun 2. Gott 123 ferm. einbýlishús á tveimur hæðum. Mikið endurnýjuð. M.a allt nýtt í eldhúsi, innrétting- ar o.fl. Parket á gólfum. Verð: 3.400.000.- # Hraunbraut 4. 116 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. Róleg- ur staður. Verð: 5.500.000.- # Litluvellir 16, 18 og 20. Tveggja herbergja raðhús, um 65 ferm. Verð: 3.500 - 3.800.000.- # Dalbraut 3. 4ra herbergja efri hæð í tvíbýli. Sér inngangur. Góð eign. Verð: 4.000.000.- # Hellubraut 8, neðri hæð. 4ra herbergja íbúð ásamt sameig- inlegum bílskúr. Skipti á stærri eign möguleg. Nánari upplýs- ingar á skrifstofu. # Hvassahraun 3. 130 ferm. einbýlishús ásamt 70 ferm. bíl- skúr. Hugguleg eign. Búið að endurnýja járn á þaki og einnig vatnslagnir. Verð: 7.000.000.- # Vönduð einbýlishús í byggingu við Asvelli. Húsin skilast fullgerð að utan en að innan frá fokheldu upp í fullfrágengið. Verktaki: Grindin sf. Nánari upplýsingar á skrifstofu. # Vegna mikillar sölu í Grindavík, vantar eignir á skrá 'imm Eignamiðlun Suðurnesja Gerum ekkí innkaupin að endalausri eyðimerkurgöngu! Það er staðreynd að heimaverslunin borgar sig alltaf best — Það kostar I sand af seðlum að aka langar leiðir f eftir nauðsynjum — sem eru líka | til hjá okkur á stórmarkaðsverði! Tilboð mánaðarins Prik-þvottaefni (70 dl) 398.- Maggi súpur — allar tegundir 56.- Ora grænar baunir (Vi dós) 59.- Frón matarkex 99.- Gæðaslátur frá SS! Fimm slátur í kassa Verð aðeins: 2.735.- Bestu matarkaupin! Stc&aikj'&L. Símar 68065 og 68185 -Fax 68701

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.