Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 5
September 1990
Bæjarbót, óháð fréttablað 5
Guðjón Ásmundsson
Unglingur mánaðarins að þessu sinni er
Guðjón Ásmundsson, nýnemi í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Hann er fjölhæfur ungur
maður og ekki laust við að hann haldi með
Liverpool í enska boltanum.
Helstu áhugamál: Fótbolti, körfubolti og svo fylgist maður
með sínum mönnum í Liverpool.
Fyndnasta æskuminningin: Eg man ekki eftir neinni sérstakri
æskuminningu. En það gerðist nokkuð skondið atvik fyrir
nokkrum árum á körfuboltaæfingu. Við vorum að spila fimm
á fimm og skyndilega náði Georg Kjartansson boltanum,
brunaði fram og skoraði. Þegar hann sneri sér við þá sá hann
að allir lágu í gólfinu og hlógu. Þá greip hann um hausinn á
sér og sagði: ,,Neeeeei“ þá áttaði hann sig á þvi að hann hafði
skorað sjálfskörfu!
Vandræðalegasta staðan sem ég hef lent í: Það var á mútu
tímabilinu, þegar raddböndin brugðust í kennslustund og
25-30 krakkar sprungu úr hlátri!
Uppáhaldsleikföng um 7 ára aldur: Ætli það hafi ekki verið
fótboltinn.
Ertu ástfangin?: Nei, ekki eins og er.
Tónlistarsmekkur og uppáhaldshljómsveitir: Ég hlusta á allt
nema þungarokk og uppáhaldshljómsveitin er Cock Robin.
Hugsar þú um stjórnmál?: Nei, ekkert að ráði.
Uppáhaldsíþróttahetja: Ég get ekki gert upp á milli leikmanna
Liverpool!
Mitt mesta afrek til þessa: Það var í sumar þegar ég skoraði
mitt fyrsta mark á stórum velli eftir margra ára puð.
Helstu framtíðaráform: Klára skólann og halda áfram hatri
mínu á Man. Utd.!
Lestu oft blöð og bækur?: Eins og er þá er maður á kafi í
skólabókum, en það kemur fyrir að maður fari í bókasafnið
og fái sér eina og eina bók, þá aðallega um jólin.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?: Ákveðnir Man. Utd. aðdá-
endur og fólk sem setur út á Liverpool. Ég nefni engin nöfn
en þeir taka það til sín sem eiga það!
Hvar viltu búa í framtíðinni?: Ekki í Grindavík.
Uppáhaldsmatur og drykkur: Svínabógur, brúnaðar kartöfl-
ur og Coke.
Helstu kostir við Grindavík: Sundlaugin og fjölbreytt félags-
líf.
Hvað vildirðu helst hafa hjá þér ef þér skolaði á land á
eyðieyju?: Ekki Man. Utd. aðdáenda.
Hvaða eiginleiki annarra fer mest í taugarnar á þér?
Óstundvísi.
Hvað myndir þú gera ef þú eignaðist skyndilega 2 milljónir?
Kaupa mér bíl og hlutabréf fyrir afganginn.
Aldrei of varlega farið:
Munið eftir börnunum
í umferðinni
Starfsemi grunnskólanna er haf-
in. Börn frá sex ára aldri þurfa að
fara úr því verndaða umhverfi sem
þau þekkja. Leiðin í skólann er nýr
heimur fyrir flest böm, heimur sem
þau þurfa að takast á við á hverjum
degi. Honum geta fylgt hættur ef
þeir sem þar eru kunna ekki og
virða ekki ríkjandi umgengnisregl-
ur.
Fullorðnir þurfa að segja bömum
hvaða leið sé öruggust í skólann.
Það er ekki endilega stysta leiðin.
Oft getur verið öruggara að fara
lengri leið ef hægt er með því að
sneiða hjá hættulegum stöðum í
umferðinni.
Umferð eykst alltaf á haustin. Þá
fer allt athafnalíf í fullan gang og á
sama tíma em bömin á leiðinni í og
úr skóla. Þetta verður hvort tveggja
að geta gengið vel fyrir sig. Öku-
menn þurfa að komast leiðar sinn-
ar, eins og börnin. En í nágrenni
við skóla og þar sem börn eru á
ferð verða þeir að sýna sérstaka
aðgæslu og muna að það getur
borgað sig að draga úr hraða.
Lögreglan mun fylgjast vel með
hraða í nágrenni við skóla og leggja
sitt af mörkum til að auka öryggi
barna. Þeir ökumenn sem ekki
virða hraðatakmörk verða að átta
sig á að of hraður akstur í nágrenni
við skóla getur reynst lifshættuleg-
ur og er alls ekki í samræmi við þau
siðferðislögmál sem í gildi eru.
(Úr fréttatilkynningu)
Spurningar
til bæjar-
yfirvalda
Við undirritaðar óskum eftir
að bæjaryfvöld svari eftirfar-
andi spurningum á opinberum
vettvangi.
I. Hvernig er dagmæðra eftirliti
í Grindavíkurbæ háttað?
II. Er sérstakur starfsmaúr á
vegum bæjarins sem tryggir
börnum í umsjón dagmæðra í
Grindavíkurbæ örugg uppeldis-
skilyrði?
III. Er eftirlit með því hvort
dagmæður eða svokölluð dag-
mæðraheimili fylgi lögum um
fjölda barna á starfsmann?
IV. Fylgjast bæjaryfirvöld með
því að fóstran, sem „skrifaði
uppá“ fyrir Kirkjukot komi og
sinni sínu hlutverki þar þ.e. að
hafa faglega umsjón með heim-
ilinu?
Með fyrirfram þökk og von
um skjót og góð svör.
Hulda Jóhannsdóttir og
Bjamey Hlöðversdóttir fóstrur.
Minnisvarði um
Séra Odd V. Gíslason
• Laugardaginn 22. spetember var afhjúpaður minnisvarði
um séra Odd V. Gíslason í kirkjugarðinum vestur á Stað.
Minnisvarðinn er reistur af söfnuðinum í Grindavík og Höfn-
um, ættingjum séra Odds og Slysavarnafélagi íslands. Oddur
Vigfús Gíslason var fæddur árið 1836. Hann lauk embættis-
prófi í guðfræði 1860 og gerðist fyrst prestur að Lundi í Borg-
arfirði. Þaðan lá leið hans að Stað í Grindavík (1878-1894).
Hann var hugsjóna og framkvæmdamaður og brautryðjandi
um slysavarnir á íslandi. Einnig lagði hann grunninn að
barnafræðsiunni í Grindavík árið 1889. Hann fluttist til
Ameríku 1894 og andaðist þar árið 1911.
Sparring-hillur
— henta alls staðar!
# í stofuna
# í vinnuherbergið
# í barnaherbergið
# í forstofuna
# í geymsluna og víðar
Dupli-Color
úðabrúsalakk!
— nýir litir voru að koma
A gólfið
Gólfmálning og gólfflögur
G"v ^ BLÁFELL - sími 68146
□ Mjög góðir regngallar á börn og
fullorðna — margir litir
□ Odýrt, en gott! Viking stígvélin
á alla fjölskylduna. Allir verða að eiga
stígvél í vætu og snjó!