Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 4
4 Bæjarbót, óháð fréttablað
September 1990
Vangaveltur um
bœjarmálefnin
Umsjónarmaður Björn Birgisson
Bæjar-
ábyrgð fyrir
34
milljónum
Bæjarstjórn gerði eftirfar-
andi samþykkt á síðasta
fundi.
„Bæjarstjórn Grindavíkur
samþykkir að veita ábyrgð á
láni Húsnæðisstofnunar rík-
isins til Öldrunarráðs
Grindavíkur að upphæð kr.
34.000.000.-. Lánið verði
tryggt með veði í A og hálfri
B-álmu hússins Austurvegur
5 Grindavík, næst á eftir láni
frá Húsnæðisstofnun að
upphæð kr. 50.000.000,-
Lánið endurgreiðist með
jöfnum afborgunum á átta
árum. Skilyrði fyrir ábyrgð-
inni er að Öldrunarráð
Grindavíkur framselji bæjar-
sjóði greiðslur úr ríkissjóði,
samkvæmt kaupsamningi
dagsettum 25. júlí 1990, sam-
tals kr. 23.227.000.-, sem
greiðist á fimm árum án
vaxta. Verða greiðslur ríkis-
sjóðs notaðar til að greiða
vexti og afborganir af
láninu“.
Fyrr í sumar samþykkti
bæjarstjórn ábyrgð fyrir 12
milljónum, en hún hefur nú
verið hækkuð í 34 milljónir,
enda forsendur breyttar.
Eru
kratarnir
sniðgengnir?
Jón Gröndal og Krist-
mundur Ásmundsson bæjar-
fulltrúar Alþýðuflokks eru
ekki alls kostar ánægðir með
vinnubrögð meirihlutans í
sundlaugarmálinu. Þeir vilja
að skipuð verði sérstök bygg-
ingarnefnd. Þessi bókun
kom frá þeim á síðasta fundi
bæjarstjórnar:
„Við undirritaðir bæjar-
fulltrúar minnihlutans mót-
mælum þeim vinnubrögðum
meirihlutans að sniðganga
minnihlutann við undirbún-
ing og ákvörðunartöku í
sundlaugarmálum og hindra
þannig að þeir geti lagt fag-
legt mat á ákvarðanir í máli,
sem er talið muni kosta frá
130-150 milljónir. Þetta eru
ný vinnubrögð í bæjarstjórn
og vandséð hvaða tilefni er til
að hverfa frá því ágæta sam-
starfi sem verið hefur aðals-
merki síðustu
bæjarstjórnar“.
Kemur
Dalai Lama
til Grinda-
víkur?
Enginn þarf að fara í graf-
götur varðandi heilsubæt-
andi áhrif sem dvöl í Grinda-
Fjölgun
starfsmanna
við íþrótta-
húsið
íþrótta og æskulýðsráðið
hefur eindregið lagt til við
bæjarstjórn að ráðinn verði
nýr starfskraftur að íþrótta-
vík hefur. Hreint og tært
(salt) sjávarloftið fyllir vitin
og Bláa lónið gælir við
kroppinn. Bæjarstjórn barst
til eyrna að trúarleiðtoginn
Dalai Lama væri orðinn illa
haldinn af soríasis og því
þótti þjóðráð að senda
honum boð um heimsókn til
heilsubótar í Grindavík! Svar
barst um hæl og er leiðtog-
inn að íhuga málið.
húsinu. Bæjarráð tók undir
röksemdir sem fylgdu erind-
inu og hefur starfið nú verið
auglýst. Ekki var málið fyrr
farið af stað en illar tungur
fóru að gera því skóna að
fyrirfram væri vitað hverjum
starfið væri ætlað. Það væri
framsóknarvængsins að ráð-
stafa því og einn af fram-
bjóðendum flokksins yrði
meðal umsækjenda og
hreppti hnossið! Það kemur í
ljós á næstu dögum.
Hafnar-
nefndin
alltaf að
Alltaf er hafnarnefnd að
vega og meta ýmsa kosti við
höfnina til bættrar þjónustu
og aðstöðu. Á meðal mála
sem þar eru í umræðunni má
nefna: Smábátaplan, við
suðvestur horn Mölvíkur,
fyrir um 15 smábáta. Stæðis-
gjöld verða þau sömu og
hafnargjöld. Fiskmarkaðs-
hús u.þ.b. 150 fermetrar sem
reist yrði á ónotaðri lóð ísfé-
lags Grindavíkur við Mið-
garð. Áætlaður kostnaður
um 25 milljónir. Smábáta-
lægi, sem gert verði með því
að grafa út Sýkið, en þar
myndi verða skjólgott lægi
fyrir smærri fleyturnar í flot-
anum.
Þúsund kall
hér og annar
þar!
Bæjarstjórn berast sífellt
beiðnir um styrki. Langoft-
ast til góðra og gildra mála.
Hér koma nokkur dæmi um
styrkveitingar sem sam-
þykktar hafa verið:
• UMFG fékk 200 þúsund
vegna þátttöku í landsmóti
UMFÍ í sumar.
• Kvennaathvarfið í
Reykjavík fékk 25 þúsund til
sinnar starfsemi.
• Samtökin Vernd fengu 25
þúsund, en þau sinna einkum
máiefnum fanga.
Varnar-
máladeild
jákvæð
í sumar fóru Bjarni
Andrésson, Jón Gröndal og
Jón Gunnar, bæjarstjóri á
fund Ragnars Tómasar
Arnasonar hjá Varnarmála-
deild til þess að kanna
viðhorf deildarinnar til þess
að unnt verði að skipuleggja
byggð og samgönguæð vest-
ur fyrir Þorbjarnarfell. Gera
má ráð fyrir jákvæðri og
skjótri afgreiðslu málsins.
Myndatökur við
allra hœfi
Passamyndir
tilbúnar
strax
mjmynD
^ Hafnargötu 90 Sími 11016