Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 11

Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 11
September 1990 Bæjarbót, óháð fréttablað 11 # Hér eru 5 efstu menn í kjörinu um íþróttamann Grindavíkur, ásamt Tómasi Þorvaldssyni, sem afhenti þeim verðlaun. Sigurður Bergmann (Júdó), Hjálmar Hallgrímsson (knattspyrna), Guðmundur Bragason (körfuknattleikur), Guðjón Hauksson (pílukast) og Gunnar Jóhannesson (júdó). Afreksfólk í íþróttum: Bæjarstjórnin og UMFG heiðra afreksmenn og ötula áhugamenn Grindvíkingar kunna vel að meta íþróttir og átta sig vel á uppeldislegu gildi þeirra fyrir ungdóminn. Góð aðstaða hefur verið sköpuð og árangur náðst sem er fyllilega viðunandi á lands- mælikvarða. í hófi sem Bæj- arstjórn Grindavíkur gekkst fyrir í sumar, ásamt UMFG, voru veittar þrenns konar viðurkenningar. í fyrsta lagi til 5 afreksmanna, í öðru lagi til 7 ötulla aðila sem eiga stóran þátt í uppbygging- unni og í þriðja lagi til íþróttamanns ársins í Grindavík Sigurðar Berg- manns júdómanns. • Það þarf sterkan og samstilltan hóp til að halda öflugu íþróttastarfi gangandi. Grindavíkurbær heiðraði þetta fólk fyrir frábært starf. Talið f.v.: Jónas Þórhallsson og Ragnar Ragnarsson (knatt- spyrna), Asta Fossádal og Vilborg Guðjónsdóttir (körfuknattleikur), Ingunn Jónsdóttir (handknatt- leikur), Jóhannes Haraldsson (júdó) og Halldór Ingvason (golf). Lokahóf Knattspyrnumanna: Ragnar leikmaður ársins • Leikmenn UMFG völdu Ragnar Eðvarðsson leikmann ársins úr sínum röðum og fast á hæla honum fylgdi Albert Sig- urjónsson. Einar Daníelsson varð marka- hæstur með 6 mörk. Guðlaugur Jónsson fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir og Pálmi Ingólfs- son fyrir gott starf fyrir deildina í 10 ár. 1. flokkur stóð sig frábærlega í sumar, varð þó illilega fótaskortur í lokaleiknum gegn Haukum. Tap- aði 1-3 en „átti allan leikinn“! Lenti í 2. sæti með jafnmörg stig og ÍK, en lakara markahlutfall. Helgi Bogason var kjörinn besti leik- maður 1. flokks, Páll Björnsson varð markahæstur með 6 mörk og Gunnar Már Gunnarsson sýndi mestar framfarir. # Ragnar Eðvarðsson. # Hér er svipmynd frá árlegum körfuboltaskóla UMFG. Alls mættu rúmlega 50 krakkar og nutu leiðsagnar Gus Santos og Jóhannesar Kristbjörnssonar. Þeim til aðstoðar voru Ingi K. Ingólfsson og Örn Eyjólfsson. Stjörnugjöf Bœjarbótar: Ragnar Eðvarðsson vann með yfirburðum — 15 leikmenn fengu stjörnur # Það fer ekkert á milli mála að knattspymumaður Grindavíkur í ár er Ragnar Eðvarðsson. Hann hefur leikið vel í sumar, barist af krafti og það er ekki síst honum að þakka að liðið hélt sér í deildinni. Röð efstu manna í stjömugjöf blaðsins varð þessi: 1. Ragnar Eðvarðsson 27B 2. -3. Guðlaugur Jónsson 20B 2.-3. Einar Daníelsson 20B 4. Albert Sigurjónsson 19B 5. -6. Hjálmar Hallgríms. 14B 5.-6. Olafur Ingólfsson 14B 7. Gunnlaugur Einarsson 13B 8. -9. Skúli Jónsson 12B 8.-9. Einar Á. Ólafsson 12B 10. Grétar Schmidt 9B 11. Þórarinn Ólafsson 7B Aðrir sem fengu stjömur vom Jón Sveinsson, Hallgrímur Sig- urjónsson, Aðalsteinn Ingólfs- son og Páll Björnsson.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.