Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 2

Bæjarbót - 01.09.1990, Blaðsíða 2
2 Bæjarbót, óháð fréttablað September 1990 Umhverfi Grindavíkur: „Undir fjallinu að norðanverðu eru víða ryðgaðar tunnur og annað járnarusl“ Bæjarbót grípur hér niður í ritið Náttúrufar á sunnanverð- um Reykjanesskaga, sem út kom í fyrra og birtir úrdrátt úr grein Kristbjöms Egilssonar um gróður á sunnanverðu Reykjanesi. Um Gerðistanga að Grindavík „Þegar komið er úr Berghrauni og niður í Arfadalsvík breytir landið nokkuð um svip. Ástæðan er eink- um sú að sumsstaðar nær hraunið ekki alveg í sjó fram eða það er mjög sandfyllt og veðrað. Hér var áður stundaður landbúnaður auk sjósóknar að vetrinum, og er því víða að sjá litla túnskika sem sumir hverjir eru nýttir enn í dag og fyrir botni víkurinnar er nú golfvöllur. Hér er því nokkru fjölbreyttara landslag og gróður en áður hefur verið lýst. Gengið var út á Gerðistanga og í fjöru við Staðarbót. Fyrst verður íyrir gróðurlaus hnullungafjara, en inn af henni er graslendi með tún- vingli, vallarsveifgrasi, tágamuru o.fl. í botni víkurinnar er sandfjara á kafla og í henni vaxa fjömkál, fjöru- arfi, haugarfi, tágamura og hrím- blaðka. Á lágum klettum má sjá skarfakál og sjávarfitjung. Fyrir ofan sandfjöruna er vel gróið graslendi með áðurnefndum tegundum ásamt skarifífli, geldingahnappi og gulmöðru. Svo sem áður sagði er golfvöllur neðan vegar milli Staðarhverfis og Húsatófta. Þar er ræktað tún en á milli eru lítt gróin hraun. í næsta nágrenni Húsatófta er sæmilega gróið, bæði tún og í hrauninu næst bænum, mólendisgróður og gras- lendi. Milli Arfadalsvíkur og Jámgerð- arstaðavíkur gengur nes í sjó fram. Þar einkennist landið af fremur sléttu sandorpnu hrauni. Vestast er það sáralítið gróið. Það er aðallega blóðberg, holurt, lambagras og túnvingull. Austar er hraunið gróskulegra með gamburmosa, krækilyngi, túnvingli, blávingli, gulmöðru, hvítmöðru o.fl. Gras- lendisblettir eru á stöku stað í hrauninu nær sjónum. Þar er einn- ig tjörn með þráðnykru og vætu- skúfí. Tjamaraugu eru næst sjón- um girt sjávarfitjungi, en öðrum grösum og tágamuru þegar fjær dregur. Nokkm austar er stórt fallegt lón (Gerðavallabrunnar) umlukið sjá- varfitjum sem sjór felfur í og úr um þröngan ál út í Stórubót. Nú hefur því miður verið tekið til hendinni og fyfft upp í útfall lónsins, þannig að aðeins eitt mjótt rör gegnir nú hlutverki alls álsins fyrrum, sem mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt líf í og við lónið er fram líða stundir. Þetta verk er unnið þrátt fyrir að svæðið sé á náttúruminja- skrá og við bæjardyr Grindvíkinga. Víðlendar sjávarfitjar eru um- hverfis lónið þar sem ekki er hraun, en malarkambur skilur milli fjöru og fitja. í hrauninu næst lóninu em grasgefnir bollar sem oft flæðir yfir. Þar vaxa sjávarfitjungur og túnving- ull ásamt geldingahnappi, tága- muru, haugarfa, og kattartungu. Allt svæðið umhverfis lónið er sér- lega skemmtilegt og tilvalið til nátt- úruskoðunar. Austan við lónið þegar komið er að Litlubót og fjarskiptamöstrum, em grónir vellir þar sem víða glittir í hvítan skeljasand. Á þessum slóð- um er mikið um túnvingul, korn- súru, bjúgstör, skriðlíngresi, gul- möðru og geldingahnapp. A.m.k. 20 ær voru á beit á þessu svæði, sem er girt beitarhólf. Ofan við Litlubót er Garðhúsa- tjörn. Hún er öll girt gróðri. Að norðan og austan liggja að henni ræktuð tún en hraun að sunnan og vestan. Skoðaður var gróður á litlu nesi er gengur út í tjömina að sunn- anverðu. Þar er smáþýft graslendi með túnvingli, vallarsveifgrasi, hálíngresi, túnsúm og brennisóley. Á milli er blautara þar sem finnast eftirtaldar votlendistegundir, sem annars eru sjaldgæf sjón á þessum slóðum, gulstör, mýrasauðlaukur, mýrastör, hrafnaklukka, vætuskúf- ur og skriðlíngresi. Aðeins austar er önnur tjörn nokkru minni og er hún umlukin túnum. Skammt norðan við Grindavík rís fellið Þorbjörn upp úr hraun- breiðunni. Að sunnanverðu eru fellshlíðar brúnar og blásnar á að líta utan stöku gróðurtorfu sem ekki hefur blásið burt. Norðvestur hlíð fellsins er hinsvegar viða gróin upp á brúnir. Þar undir heita Baðsvellir. Þeir voru fyrst girtir um 1950 og stofnað þar til trjáræktar. Sú girðing var síðan stækkuð verulega á árun- um 1956-1958 (Kristinn Skæringsson munnl. uppl.) Gróður er þar allblómlegur og hafa um 70 tegundir háplantna verið skráðar innan girðingar. Auk mó- lendis og graslendis er þarna einnig votlendisblettur með ýmsum vot- lendisplöntum, svo sem mýrastör, hrafnaklukku, klófífu, hrafnafífu og engjarós. í rökum flögum finnast, mýrasauðlaukur, naflagras, linda- sef, mýrasef og flagasóley. í svæðið hefur verið plantað sitkagreni, blá- greni, stafafuru, birki, viðju og einnig hefur alaskalúpínu verið sáð. Gengið var á Þorbjöm frá Baðs- völlum. Þar skiptast á grasigrónar brekkur, vaxnar ilmreyr, túnvingli, blávingli, vallhæru, maríustakki, túnfíflum, brennisóley, gulmöðru, mýrfjólu og blágresi. Á milli em lítt- grónar fíngerðar skriður. Þar fund- ust t.d. geldingahnappur, blóð- berg, blávingull, móasef, vallhæra og klóelfting. Ofan við brekkuna verður fyrir grasigróið dalverpi áður en komið er að brekkunni sem liggur á tind- inn með fjarskiptamöstrunum. Þar uppi er gróður strjálli en tegundir nokkuð margar t.d. túnvingull, blá- vingull, bóðberg, þúfusteinbrjótur, músareyra, holurt, grasvíðir, ljóns- lappi, geldingahnappur, kornsúra, augnfró, móasef, kattarauga og vallhæra. Á háhnjúknum hefúr fjallið klofn- að og er þar þröng og alldjúp mis- gengisgjá. Hún er allvel gróin. Þar fundust m.a. maríustakkur, brenni- sóley, ólafssúra, túnsúra og músa- reyra. Burnirót og töfugras prýða m.a. bergstálið. Síðan var haldið norður fjallið uns komið var að klettabelti. Undir því eru brattar brekkur sem sums- staðar eru grasi vaxnar en á milli eru illagrónar lausar skirður. Umgengni er mjög ábótavant á Þorbimi. Lélegur frágangur mann- virkja uppi á fjallinu og óþarfa rusl sker í augu. Undir fjallinu að norð- anverðu eru víða ryðgaðar tunnur og annað járnarusl. Austan við Þorbjörn eru Haga- fell, Sundhnúkur og Sýlingarfell • Al-Anon var stofnað af fjölskyldum alkóhólista, sem hafði tekist að halda sér ódrukknum með hjálp AA samtakanna. í dag eru margir í Al-Anon sem hafa öðlast æðruleysi, þrátt fyrir stöðugt drykkjuvandamál. • Við bjóðum ykkur velkomin í Al-Anon fjölskylduhópinn og vonum að þið finnið hér þá hjálp og þá vináttu, sem svo margir hafa notið víðsvegar um heim í Al-Anon félagsskapn- um. Al-Anon fundir í Grindavík að Víkurbraut 34 Sunnud. kl. 10.00 — Byrjendafundir Sunnud. kl. 11.00 — Almennir fundir. Al-Anon fundir í Keflavik að Klapparstíg 7: Mánud. kl. 20 — Byrjendafundir. Mánud. kl. 21 — Almennir fundir. Miðvikud. kl. 21 — Sporafundir Laugard. kl. 16 — Pontufundir. Laugard. kl. 14 — Al-Ateen* Laugard. kl. 11 — U.B.A.** Þriðjud. kl. 21 — U.B.A.** • Al-Ateen: 13-19 ára unglingar. ** Uppkomin börn Nú kólnar í veðri og dimmir með hverjum degi sem líður. Við færum þér notalegan yl og birtu í skammdeginu! — Láttu orkureikninginn hafa forgang — Hitaveita Suðurnesja Heimilishjálp Óska eftir vinnu við heimilishjálp t.d. þrif í heimahúsum. Upplýsingar í síma 68316 e.kl. 17. Elín Vilbergsdóttir Beitningarfólk óskast Eldey hf. óskar að ráða beintingarfólk. Beitt verður í Grindavík út mars 1991. Nánari upplýsingar í símum 68251 og 15111. Eldey hf. (Svartsengisfell), öll lítt gróin að of- an. Þar á milli liggur vegurinn suð- ur til Grindavíkur. Á þessa land- spildu hefur verið dreift áburði og er gróska þar mikil. Norðan undir Sýlingarfelli eru grænar grundir Svartsengis, bæði graslendi og mólendi og hafa þar verið skráðar 64 tegundir háplantna. Þar fyrir norðan tekur við ungt og nær ógróið Skógfellshraun eða Arnar- seturshraun sem nær norður undir Seltjörn“.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.