Fréttablaðið - 07.05.2020, Síða 13

Fréttablaðið - 07.05.2020, Síða 13
Veigamestu ákvarðanir um fram- tíðina á að taka eftir að þjóðin hefur fengið tækifæri til að segja álit sitt. Þorsteinn Pálsson AF KÖGUNARHÓLI VOR- ÚTSALA Ármúla 31 Opnunartími: Fimmtudaginn 7. maí 15:00-18:00 Föstudaginn 8. maí 15:00-19:00 Laugardaginn 9. maí 13:00-16:00 7. – 9. MAÍ 30% afsláttur af öllum vörum frá Varma 50% afsláttur af angóruvörum frà Ylfa VELJUM ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLU Við kynningu á fyrstu neyðar-ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar sagði formaður Framsóknar að ekki yrði leitað inn í sams konar hagkerfi og áður og enn fremur að öll samskipti við aðrar þjóðir yrðu tekin til endurskoðunar. Í þessum anda viðra Píratar hug- myndir um einhvers konar fráhvarf frá markaðshagkerfinu. Og Samfylkingin talar um að stækka hlut ríkiskerfisins í þjóðarbúskapnum. Enginn áttaviti Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt þessa tvo flokka fyrir að blanda hugmyndum um grundvallarbreytingar inn í umræður um neyðarráðstafanir. Þessi gagnrýni er kannski ekki rökrétt í ljósi þess að einn stjórnar- flokkanna lék fyrsta leikinn í þessari framtíðarumræðu. En hún er réttmæt að því leyti að eðlilegt er að tekist verði á um grundvallarbreytingar til lengri framtíðar í kosningum. Skyndiráðstafanir ríkisstjórnarinnar hafa flestar reynst vel. En við aðstæður eins og þessar kemur þó berlega í ljós að í stjórnarsáttmálanum var ekki samið um að sigla eftir sameiginlegum áttavita. Hann snerist bara um að halda í horfinu. Trúlega er það skýringin á því að stjórnin er jafnvel lengur að taka ákvarðanir en evruríkin og er íhalds- samari í peningaprentun en þau. Sumt er markvisst annað laust í reipunum Sumar neyðarráðstafanir ríkisstjórnar- innar hafa skýran tilgang. Aðrar eru ómarkvissar. En sérstaklega vantar skýra stefnu þegar kemur að yfirlýsing- um og aðgerðum, sem eiga að hafa áhrif til lengri tíma. Hlutabótaleiðin og þátttaka ríkisins í launagreiðslum á uppsagnarfresti eru dæmi um risavaxnar aðgerðir, sem hafa ákveðinn bráðabirgðatilgang. Yfirlýsingar um sértæka aðstoð við Icelandair eru á hinn bóginn fremur ómarkvissar. Þar segist ríkisstjórnin bíða eftir að kröfuhafar og hluthafar komi með aukið hlutafé. Að því búnu sé hún tilbúin að lána félaginu. Jafnframt talar hún á þann veg að hún muni aldrei láta félagið fara yfir um. Ef áhættan af gjaldþroti er ekki lengur til staðar komast kröfuhafar og hluthafar í mun frjálsari stöðu en ella. Tvenns konar yfirlýsingar af þessu tagi geta því hæglega leitt til þess að ríkisstjórnin sitji á endanum ein uppi með stærsta hluta vandans. Það er þó ugglaust ekki ætlun hennar. Mikilvægast er að byrja á undirstöðunni Framtíðarfyrirheit ríkisstjórnarinnar koma fram í yfirlýsingum um endur- reisn ferðaþjónustunnar, áformum um stóraukna innlenda matvæla- framleiðslu og mikla sókn í nýsköpun í þekkingariðnaði. Þessum framtíðar- áformum fylgja tímabundnar ákvarð- anir um aukna styrki til rannsókna. Að þessu leyti eru vísurnar bara hálf- kveðnar. Engin stefnumörkun fylgir þessum áformum um samkeppnisforsendur. Það er stóri vandinn. Gengi krónunnar og stöðugleiki hennar ræður mestu um hversu raunhæf þessi framtíðarfyrir- heit eru. Ekki er heldur skýrt út hvernig boðuð endurskoðun á alþjóðasam- skiptum tengist þessum áformum. Áður en hamfarirnar dundu yfir voru samkeppnisforsendur óbreyttrar ferða- þjónustu þegar brostnar. Núverandi ríkisstjórn mistókst að varðveita þær eða vildi það ekki. Og í mörg ár hefur verið ljóst að nýsköpun þekkingar- iðnaðar yrði takmörkuð með þeim gengissveiflum, sem hér hafa verið. Að minnsta kosti fjórar síðustu ríkis- stjórnir hafa engu áorkað á því sviði. Við endurreisnina þarf að byrja á undirstöðunni. Skapa þarf svigrúm til að móta framtíðarstefnu Enn sem komið er hefur ríkisstjórnin ekki nefnt samkeppnisforsendur á nafn. Það verkefni hefur reyndar aldrei verið á dagskrá hennar. Til slíkrar stefnumótunar þarf hún nokkra mánuði í viðbót. Eðlilegt er einnig að stjórnarandstöðuflokkarnir fái tíma til þess að móta hugmyndir um framtíðina í ljósi nýrra aðstæðna. Síðan þurfa stjórnmálin að eiga sam- tal við þjóðina. Að því búnu á hún að kjósa. Veigamestu ákvarðanir um fram- tíðina á að taka eftir að þjóðin hefur fengið tækifæri til að segja álit sitt. Kosningar í haust eru æskilegar en kannski óraunhæfar. Of mikill tími tapast ef þær yrðu geymdar til loka kjörtímabilsins í október 2021. En aug- ljóslega er gerlegt að halda þær á fyrri hluta næsta árs. Skoðanakannanir ættu alltént ekki að hræða ríkisstjórnina frá því. Flýta ætti kosningum S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F I M M T U D A G U R 7 . M A Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.