Fréttablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 44
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/
SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@
frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar
Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
EN EIN ÓVÆNTASTA
UPPÁKOMAN VAR
ÞEGAR EINN GESTUR MÆTTI
EKKI OG VIÐ ÞURFTUM AÐ BÚA
TIL HEILAN GESTAÞÁTT MEÐ
ÞVÍ AÐ SPINNA HANN Á STAÐN-
UM MEÐ VIÐTÖLUM VIÐ ÓLÍKA
KARAKTERA.
Helgi
Félagarnir kynntust í Brimborg þar sem Helgi var markaðsfulltrúi og Hjálmar sölufulltrúi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Helgi Jean Claessen og Hjálmar Örn J ó h a n n e s s o n ha ld a út i hinu vinsæla hlaðvarpi Hæ hæ – Ævintýri
Helga og Hjálmars. Þangað fá þeir
til sín marga góða gesti ásamt því
að grínast sín á milli, en Hjálmar
er maðurinn á bak við Hvítvín-
skonuna, en karakterinn skapaði
hann og gerði vinsælan á samfélags-
miðlum. Í dag verða þeir með þátt í
beinni, en hægt er að nálgast frekari
upplýsingar á Facebook-síðu þáttar-
ins. Helgi og Hjálmar hafa þekkst í
þrettán ár.
„Við kynntumst á öruggum stað
til að vera á, nánar tiltekið í Brim-
borg. Þá var Hjálmar aðalkallinn,
sölustjóri í notuðum bílum og ég
var nýráðinn markaðsfulltrúi í
fermingarfötunum,“ segir Helgi.
„Við höfum báðir verið grínistar
frá barnæsku. Okkur dreymdi
báða um að verða frægir og fyndnir
og hefur báðum misheppnast. Það
styrkti vinaböndin.
Mætir þegar hann hefur tíma
Þeir segja samstarfið ganga meira
og minna vel f lesta daga.
„Samstarfið gengur mjög vel. Ég
sé um að halda utan um þetta og svo
mætir Hjálmar þegar hann hefur
tíma,“ segir Helgi.
„Við höfum rætt í síma eða hist
á hverjum degi síðan 2007 og það
hjálpar mikið upp á að halda þess-
um góða anda og gríni sem er okkar
á milli,“ segi Hjálmar.
Þeir segjast blessunarlega ekki
hafa lent í neinum flóknum uppá-
komum við upptökur á þáttunum.
„En ein óvæntasta uppákoman
var þegar einn gestur mætti ekki
og við þurftum að búa til heilan
gestaþátt með því að spinna hann
á staðnum með viðtölum við ólíka
karaktera, eins og Hvítvínskonuna
og fleiri,“ segir Helgi.
Í þáttunum skiptast þeir á eftir-
minnilegum sögum, þótt það hafi
ekki alveg gengið upp í eitt skiptið
hjá Helga.
„Helgi sagði fjallgöngusögu og fór
í þriggja þátta sögubann í kjölfarið,“
segir Hjálmar.
„Mín uppáhaldssaga frá Hjálmari
er frá því að hann rændi barni. Eitt
skipti hélt ég líka að ég fengi hjarta-
áfall í beinni þegar Hjálmar söng lag
um sjálfan sig og ætlaði að stoppa
innbrotsþjófa með hor á vörinni,“
segir Helgi.
Langar að fá Björk í settið
Nokkrir skemmtilegir gestir standa
upp úr í huga Helga og er Eva Ruza
skemmtikraftur ein af þeim.
„Ég gleymi aldrei sögunni af því
þegar Eva Ruza pissaði undir þegar
hún var nýbyrjuð í sambandi með
kærastanum. Svo var sagan af því
þegar Eva Laufey gerði misheppn-
aða tilraun til að smella kossi á
Björgvin Halldórsson fyrir að hafa
samþykkt hana á Facebook alveg
frábær. Síðan var sagan af því þegar
Pálmar Ragnarsson festist inni á
kvennaklósetti alveg stórkostleg,“
segir Helgi.
Báðir hafa þeir draumagest í huga
þótt þeir séu af nokkuð ólíkum
miðum.
„Ég myndi vilja fá Chris Farley
í settið,“ segir Helgi, en það gæti
reynst nokkuð erfitt þar sem Farley
lést fyrir 23 árum.
Draumagestur Hjálmars væri
söngkonan og þjóðarstolt Íslend-
inga, Björk Guðmundsdóttir.
„Ég var rétt í þessu að senda henni
raddskilaboð á Instagram, ef þú
sérð þetta, Björk, þá láttu mig vita
í gegnum Insta á hjalmarorn110,“
segir Hjálmar glettinn.
Góðir gestir
Þeir segjast hafa haft það ágætt
undanfarið, á þessum fordæma-
lausu tímum sem vonandi eru að
mestu að líða hjá.
„Ég er með heimaskrifstofu og
er að gera upp hús, þannig að það
breyttist lítið hjá mér. Svo fórum við
á stað með „pub quiz“ fyrir fyrirtæki
í gegnum netið og það hefur algjör-
lega slegið í gegn. Þannig að hef ég
haft það alveg frábært,“ segir Helgi.
Þeir eru að vonum spenntir fyrir
sýningunni sem fram fer í beinni í
dag.
„Á sýningunni munum við taka
léttar umræður, en það mun verða
mikið um gestagang frá karakt-
erunum okkar sem eru sívinsælir.
Svo sem Hvítvínskonunni, Pétri á
Útvarpi Sögu og f leirum sem létta
lífið,“ segir Helgi.
steingerdur@frettabladid.is
Kynntust á bílasölu
og hafa grínast síðan
Helgi Jean og Hjálmar Örn halda úti hinu geysivinsæla hlaðvarpi
Hæ hæ – Ævintýri Helga og Hjálmars. Í dag eru þeir með sýningu
í beinni, en þeir kynntust á bílasölunni Brimborg fyrir 13 árum.
7 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Skráðu þig á
póstlistann og
fáðu Fréttablaðið
sent rafrænt á
hverjum morgni.
Skráðu þig á
frettabladid.is,
á Facebook
eða skannaðu
QR kóðann.