Fréttablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 30
Vegna COVID-19
má búast við að
fleiri tískuvikur heims-
byggðarinnar verði eins
og hjá Kínverjum og
þeim streymt án áhorf-
enda í gegnum netið.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Himneskar blúndur á blúndur ofan.
Gamaldags rómantík með bróderuðum blómum og slóðinn eins og kápa. Púffermar í gegnsæju við blúndum skrýddan kjól. MYNDIR/GETTY
Það gerðu kínverskir brúðar-kjólahönnuðir á tísku-vikunni í Kína daginn sem
Íslendingar gerðu tilslakanir á
samkomubanninu, 4. maí. Þá voru
haldnar íburðarmiklar tískusýn-
ingar án áhorfenda í fyrsta sinn
í 22 ára sögu kínversku tískuvik-
unnar, vegna bráðrar smithættu
COVID-19 sjúkdómsins.
Tískusýningin var haldin í
stórri og glæstri höll sem geymir
bókabúðina PageOne sem opin
er allan sólarhringinn í höfuð-
borginni Peking. Engir áhorf-
endur voru viðstaddir vegna
takmarkana á áhorfendafjölda, en
sýningunni var streymt á netinu.
Einu gestirnir voru fámennur
hópur ljósmyndara sem unnu
verk sín með andlitsgrímur og
hanska.
Fyrirsæturnar liðu um galtóm
salarkynnin í glæsilegum síð-
kjólum og víðáttumiklum brúðar-
kjólum og meðal annars var sýnd
ný hönnun frá kínversku hönnuð-
unum Peng Jing og Zhou Li.
Tískuvikan í Kína gefur tóninn
fyrir stafrænar útfærslur á tísku-
sýningum heims í framtíðinni
og kemur í kjölfar tískuvikunnar
í Sjanghæ sem fór einnig fram á
netinu í mars. Verði samkomu- og
ferðabanni í löndum veraldar ekki
aflétt á næstu mánuðum má búast
við að fleiri tískuvikur verði eins
og hjá Kínverjum og þeim streymt
stafrænt um heiminn.
Fagurt brúðarskart í tómri höll
Rómantískir sumardagar eru vinsælir til brúðkaupa og þótt samkomubannið hafi skotið sumum
sumarbrúðkaupum á frest er engin ástæða til að láta sig ekki dreyma um fegursta brúðarkjólinn.
Blómum prýddur dragsíður slóði.
Kínverska brúðarskartið var margt flegið með viðamiklum blúndupilsum.
112738
Opel Crossland X ‘18, ekinn 60 þús. km.
Verð: 2.190.000 kr.
590655
SsangYong Rexton ‘16. ekinn 72 þús. km.
Verð: 4.890.000 kr.
112760
Ísland vill sjá þig í sumar
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Opnunartímar:
Virka daga 12-17
Meira úrval á
notadir.benni.is
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 12-16
* Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl.
Nissan Qashqai ‘18, ekinn 63 þús. km.
Verð: 2.890.000 kr.
Opel Grandland X ‘19, ekinn 62 þús. km.
Verð: 2.990.000 kr.
Suzuki Vitara ‘19, ekinn 56 þús. km.
Verð: 2.990.000 kr.
SsangYong Korando ‘18, ekinn 54 þús. km.
Verð: 3.690.000 kr.
446125
590666
446151
750164
Kaupauki
Eldsneytiskort
að verðmæti 50.000 kr.
frá Orkunni.
Sjö nætur
að verðmæti 210.000 kr. Ævintýrapottur
Skráðu þig til leiks á notadir.benni.is
með völdum bílum!
SsangYong Tivoli ‘17, ekinn 61 þús. km.
Verð: 2.190.000 kr.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . M A Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R