Fréttablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 21
Framhald á síðu 2 ➛ F I M MT U DAG U R 7 . M A Í 2 0 2 0 Garðar og hellulagnir Páll S. Kristjánsson er framkvæmdastjóri Sauna & Spa. Hann segir sífellt fleiri vilja njóta þeirrar heilsubótar sem sauna sé enda sýni rannsóknir að það auki heilsu og hamingju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjárfesting í sælu og vellíðan Það færist í aukana að landsmenn fái sér sauna í garðinn og bústaðinn enda fátt eins dásamlega heilsusamlegt og frískandi saunabað. Hægt er að hita saunað fyrirfram með appi að heiman. Við byggjum sauna frá A til Ö og erum eina sérverslun landsins með allt sem við- kemur saunaböðum og heilsulind- um, heima og að heiman,“ segir Páll S. Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Sauna & Spa. Páll átti áður helmingshlut í Vatnsvirkjanum en seldi sinn hlut fyrir fáeinum árum og tók þá með sér umboðið Tylö sem fram- leiðir margverðlaunaða saunaofna fyrir allar tegundir saunabaða; þurrgufu, mildgufu, blautgufu og viðarhitun. „Þá var tilfallandi að hótel landsins fóru af stað og vildu bjóða gestum sínum upp á góð gufu- böð, sem og ýmsar sundlaugar og íþróttahús. Allt frá því hefur orðið mikil heilsuvakning á meðal landsmanna og æ fleiri sem vilja nú eiga sitt eigið sauna heima eða í sumarbústaðnum því saunaböð eru einstaklega heilnæm fyrir líkama og sál,“ upplýsir Páll. Hann segir sauna hafa hitt Íslendinga í hjartastað. „Sífellt f leiri eru að uppgötva þá einstöku heilsubót og vellíðan sem fylgir ástundun saunabaða. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að sauna gerir fólki gott og þörfin fyrir vellíðan hefur bara aukist í áreiti, steitu og mengun nútímans. Saunaböð hafa heilsubætandi áhrif því hitinn hreinsar húðina með því að opna svitaholur, útvíkka æðar, auka blóðflæði og mýkja þreytta vöðva þannig að stress dagsins líður úr skrokknum og maður er endurnærður á eftir. Það hefur líka verið sýnt fram á að sauna eykur andlega vellíðan. Það var til dæmis rannsakað á Finnum, sem eru heimsmeistarar í notkun sauna og mælast hamingjusamari en aðrar þjóðir. Það er rakið til saunabaða og sýna niðurstöður að ánægjusameindin tekur við sér og fólk verður bæði glaðara og hressara eftir saunað.“ Vanir menn og vönduð vinna Páll og smíðateymið hans í Sauna & Spa er reynslumikið á sínu sviði. Smiðirnir hafa unnið hjá Páli í árafjöld, þeir kunna vel til verka KYNNINGARBLAÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.