Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 9.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 4.950 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Ef ökumenn bifreiða kunna ekki á
einföldustu stjórntæki ökutækis og
þekkja ekki heldur umferðalög og þar
með lög um ljósanotkun ökutækja, þá
hafa þeir ekkert ökuskírteini að gera.
Það er orðið algjörlega óþolandi að sjá í
umferðinni kvölds og morgna aragrúa öku-
tækja með öll ljós slökkt að aftan og einung-
is misveik „LED“ ljós að framan. Þetta á við
nýleg ökutæki sem útbúin eru með sjálfvirk-
um dagsljósabúnaði sem innleiddur hefur
verið í ESB löndum samkvæmt sparnaðar-
kröfum Evrópusambandsins. Slíkur búnað-
ur stenst alls ekki íslensk umferðalög og
lög um ljósanotkun hérlendis. Um þetta
hefur margoft verið fjallað í Bændablaðinu
og Félag íslenskar bifreiðaeigenda (FÍB)
hefur einnig gert ítrekaðar athugsemdir við
þetta við Samgöngustofu. Lengi vel var
engin viðbrögð að fá frá íslenskum yfir-
völdum umferðamála, en loks þegar þau
bárust var tekið undir allar athugasemdir.
Samgöngustofa svarar auk þess í blað-
inu í dag athugsemdum sem birtust í
síðasta Bændablaði um þetta mál. Í svari
Samgöngustofu sem er á bls. 8 er skýrt tekið
fram að ljósaskylda er allan sólarhringinn,
ökuljós „skulu“ kveikt. . Tilgangurinn sé að
auka öryggi í umferðinni. Þar segir einnig
m.a. :
„Margar nýjar bifreiðar eru búnar ljós-
um sem kvikna þegar bíllinn er ræstur og í
fyrstu má halda að um sé að ræða ökuljós
en sú er ekki raunin.“ Þar segir líka:
„Hér á landi er ljósaskylda – allan sól-
arhringinn og allan ársins hring – og því
þarf ökumaður að gæta þess að nægjanleg
ökuljós séu kveikt meðan á akstri stendur,
bæði á bílnum framan- og aftanverðum.“
Í raun ætti ekki að þurfa að segja neitt
meira. Það er þó afar sérkennilegt að hér
skuli vera innleiddar hugsunarlaust EES
reglur sem ganga í berhögg við íslensk
lög. Vegna þeirra er nú heimilt að flytja
inn bifreiðar sem eru með búnaði sem getur
reynst hættulegur í umferðinni og stenst
ekki íslenskar reglur.
Þessi vandi á þó ekki bara við skilyrðis-
lausa notkun ökuljósa allan sólarhringinn.
Þetta á líka við um notkun, eða öllu heldur
notkunarleysi stefnuljósa. – Já, ég nefni
STEFNULJÓS, en það er eitthvað sem
fjöldi ökumanna virðist ekki hafa hugmynd
um að hafi nokkuð með akstur í umferðinni
að gera. Það sem meira er, allt of mörgum
ökumönnum með gilt ökuskírteini virð-
ist aldrei hafa verið kennt til hvers ljósa-
armurinn vinstra megin við stýrishjólið er
yfir höfuð settur í bílinn. Nema kannski að
sumir bílar séu hreinlega ekki útbúnir með
stefnuljós. Hvað veit maður, kannski er bara
búið að innleiða enn eina reglugerðina sem
heimildar innflutning bíla án stefnuljósa!
Svo eru líka til ökumenn sem þykjast
aldeilis kunna að nota stefnuljósin. Þeir nota
þau helst til að láta þá sem á eftir koma vita
að þeir séu búnir að taka beygju og svína
fyrir viðkomandi.
Í sumar hefur maður heyrt marga
brandara um erlenda ferðamenn sem kunni
ekki að aka á íslenskum vegum. Nefndar eru
skemmtisögur, sérstaklega af kínverskum
ferðamönnum, sem stöðugt eru að lenda í
vandræðum vegna fákunnáttu um akstur.
Gjarnan er fullyrt að þessir ökumenn taki
bílpróf á netinu á leiðinni til landsins.
Svo taki þeir bílaleigubíla til að aka um í
kringum landið án þess að hafa lært að aka.
Íslendingar ættu kannski að fara varlega
í að gera grín að kínverskum ökumönnum
á íslenskum vegum þegar stór hluti þeirra
er engu betri. Þeir sem kunna ekki að nota
ljósabúnað bifreiða sinna, eða þekkja ekki
íslensk lög um ljósanotkun, þar með talið
stefnuljósanotkun, ættu að skila inn öku-
skírteini sínu þegar í stað. – Þeir eru stór-
hættulegir í umferðinni. /HKr.
Virðum lög
Ísland er land þitt
Laufásbærinn og Laufáskirkja, í gamla Grýtubakkahreppi sem tilheyrir Þingeyjarsýslu, er fast við þjóðveginn út á Grenivík í austanverðum Eyjafirði.
Laufás mun hafa verið kirkjustaður frá upphafi kristni á Íslandi, en kirkjan var helguð Pétri postula í kaþólskum sið. Núverandi Laufáskirkja var
teiknuð af Tryggva Gunnarssyni „timburmanni“ og síðar alþingismanni og bankastjóra. Hann var sonur séra Gunnars Gunnarssonar í Laufási
og hálfbróðir Þóru sem margir telja að Jónas Hallgrímsson hafi um ort ljóðið Ferðalok. Kirkjan var byggð 1865 og var Jóhann Bessason þar
aðalsmiður. Þarna um bæjarhlaðið hefur Þórarinn Ingi Pétursson, núverandi formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, án efa átt ófá skrefin í
æsku. Enda var faðir hans, séra Pétur Þórarinsson, þar prestur til fjölda ára. Mynd / HKr.
Undanfarnar vikur hafa verið snarpar umræð-
ur um stöðu og framtíð landbúnaðar og ekki
síður þá umgjörð sem honum er sköpuð,
aðkomu hins opinbera og löggjöf þar að lút-
andi. Fulltrúar verslunarinnar sækja það hart
að tollar á innfluttar búvörur verði lækkað-
ir enn frekar og margir stjórnmálamenn og
flokkar virðast ætla að taka þessi sjónarmið
og gera að stefnu sinni. Hins vegar gætir
ósamræmis í málflutningi margra sem segj-
ast á sama tíma vilja hag innlends landbún-
aðar sem mestan. Auka verði nýsköpun og
útflutning en „kerfinu“ sé um að kenna hve
hægt gangi.
Mikil einföldun er að halda því fram að það
geti farið saman að lækka eða afnema einhliða
tolla á innfluttum búvörum og auka útflutning
íslenskra búvara. Almennt eru lagðir tollar á
búfjárafurðir sem eru helsta afurð íslensks
landbúnaðar í milliríkjaviðskiptum. Forsenda
aukins útflutnings á markaði sem gefa gott
verð er því að jafnaði að ná fram tollalækk-
unum eða tollfrjálsum kvótum í gagnkvæmum
viðskiptasamningum. Einhliða tollalækkanir
slá slík samningatæki úr höndum okkar.
Mikilvægi norðurslóða í
matvælaframleiðslu
Löggjöf sem tryggir tollvernd og stuðning við
landbúnað á sér sér langa sögu hér á landi.
Á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina var
matarskortur víða í Evrópu og þar líkt og hér
var margvíslegum aðgerðum beitt til að auka
framleiðslu. Nú, 70 árum síðar, er öldin önnur
og stuðningur við landbúnað og byggðir er
ekki tengdur framleiðslu með sama hætti
og áður. Fæðuöryggi er engu að síður mál
sem brennur á heimsbyggðinni. Á ráðstefnu
um landbúnað á norðurslóðum, sem nýlega
var haldin í Reykjavík, kom fram að 94%
matar í heiminum er framleiddur á landi en
aðeins 3% af yfirborði jarðar er ræktanlegt.
Hins vegar eru 73% af ræktarlandi notuð til
fóðurframleiðslu fyrir dýr. Mikilvægi norð-
urslóða sem matvælauppsprettu mun aukast
á næstu árum og því þarf að koma á dagskrá
stjórnmálanna. Við verðum að horfa á þessi
mál til langs tíma. Annað er óverjandi og
ávísun á vanda þegar fram líða stundir.
Búvörusamningar skjóta fleiri stoðum
undir landbúnaðinn
Um 3.600 manns hafa landbúnað að aðal-
starfi hér á landi og aðrir 300 í viðbót starfa
í hlutastarfi við landbúnað samkvæmt tölum
Hagstofunnar. Landbúnaður er stundaður
frá fjöru til fjalls um allt land. Það heyr-
ist oft að „kerfið“ haldi bændum í fjötrum.
Sannleikurinn er samt sá að mjólkurfram-
leiðsla, ein búgreina, býr við framleiðslu-
stýringu. Í nýjum búvörusamningi er opnað
á hugmyndir til að breyta þessu. Í öðrum
búgreinum taka bændur sjálfir ákvarðanir
um framleiðsluna. Í nýjum búvörusamningi
er hins vegar að finna aðgerðir til að beina
stuðningi að fleirum, t.d. að bændum sem eru
í útiræktun grænmetis.
Algengt er að heyra því haldið fram að
í lífrænni ræktun felist ómæld tækifæri.
Sannleikurinn er sá að allt frá árinu 2010 hafa
framlög til stuðnings við aðlögun að lífrænni
ræktun verið óbreytt að krónutölu, 3,5 millj-
ónir króna. Í nýjum búnaðarlagasamningi eru
þau hins vegar tífölduð. Með þessu er verið
að skjóta fleiri stoðum undir landbúnaðinn.
Landbúnaður án sýklalyfja og eiturefna
Íslenskar landbúnaðarafurðir eru framleidd-
ar í köldu loftslagi og í dreifbýlu landi.
Áburðar- og eiturefnanotkun er með því
minnsta sem þekkist í landbúnaði í Evrópu
og þó víðar væri leitað. Notkun sýklalyfja er
einnig með því minnsta sem þekkist á vestræn-
um löndum. Svo er að heyra að talsmönnum
aukins innflutnings, eða í það minnsta afnáms
innflutningstakmarkana, láti sér þetta í léttu
rúmi liggja. Þeir segja það val neytenda að
beina innkaupum að innlendum afurðum. En
er þetta alveg svo einfalt? Skiptir ekki máli
að við sem þjóð stöndum með heilbrigðum
framleiðsluháttum og viðhöldum þekkingu á
þeim og stundum rannsóknastarf sem tryggir
sérstöðuna? Við eigum að standa vörð um
landbúnað sem við þekkjum og treystum.
Það er á okkar ábyrgð að standa með slíkum
framleiðsluháttum en ekki þeim sem treysta
á óhóflega lyfjanotkun með ófyrirséðum
afleiðingum.
Neytendur standa oft frammi fyrir takmörk-
uðum upplýsingum, skrifuðum með örsmáu
letri á umbúðir. Hingað til hafa reglur um upp-
runamerkingar ekki tryggt neytendum upplýs-
ingar um uppruna og má nefna kjötvörur í þessu
sambandi. Stóraukin vinnsla matvæla, pökkun í
neytendaumbúðir og ekki síður neysla matvara
í mötuneytum, á skyndibitastöðum og veitinga-
húsum rýfur enn frekar þessa tengingu. Fæstir
spyrja hvaðan maturinn í mötuneytinu kemur.
Það er kominn tími til að opinberir aðilar setji
sér stefnu í innkaupum á matvörum til stofnana
á þeirra vegum sem tryggja að tiltekið hlutfall
matvæla í mötuneytum á þeirra vegum upp-
fylli sömu kröfur og gæði sem afurðir íslensks
landbúnaðar búa yfir. Almenningur getur líka
beitt sér. Þannig gætu foreldrar barna í leik- og
grunnskólum sent skilaboð til skólanna þess
efnis að börnin þeirra megi einungis borða
íslenskt kjöt þar sem foreldrarnir treysti best
innlendum matvörum.
Á Íslandi er leyfilegt að nota fiskimjöl
sem próteingjafa í fóðurblöndur fyrir búfé.
Próteingjafi í fóðri búfjár í Evrópu er sojamjöl
sem flutt er með skipum yfir Atlantshafið
frá S-Ameríku. Hér er komið enn eitt lóð á
vogarskálar þess að nýta það sem er heima-
fengið og spara losun kolefnis við flutninga
á próteini yfir hálfan hnöttinn.
Hvaða stefnu tekur næsta ríkisstjórn í
málefnum landbúnaðarins?
Samningar ríkis og bænda um stuðning og
starfsumhverfi landbúnaðarins eru mikil-
vægir til að tryggja framtíð atvinnugreinar-
innar. Landbúnaðurinn hefur sannarlega hlut-
verk í að tryggja fæðuöryggi og byggð á öllu
landinu. Hvort tveggja er mikilvægt fyrir
aðrar atvinnugreinar, ekki síst ferðaþjón-
ustuna. Það skiptir því verulegu máli hver
verður stefna nýrrar ríkisstjórnar í málefnum
landbúnaðarins.
Erna Bjarnadóttir
hagfræðingur Bændasamtaka Íslands
eb@bondi.is
Hvað vilt þú fyrir íslenskan landbúnað?
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson
smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins:
www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Prentsnið – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621